Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 48
46
TlMARIT VFl 1967
(20) Food Proteetion Committee of the Food and Nutri-
tion Board, National Academy of Sciences - National
Research Counsil. An evaluation of public health
hazards from microbiological contamination of
foods. Publication 1195, National Academy of Sci-
ences - National Research Council. Washington
D.C. (1964).
(21) World Health Organization, International standards
for drinking water, önnur útgáfa. World Health
Organization, Geneva (1963).
(22) Guðlaugur Hannesson, Frost 2 (1962), 8. tbl.
(23) Án höfundar, Food Industries, 22 (1950) 431 og 561.
(24) Department of Fisheries of Canada, Handbook of
compliance C.G.S.B. specification 32-GP-141A fish;
fresh, frozen and prepared. Queen’s Printer and
Controller of Stationary, Ottawa, Canada (1959).
(25) The Association for Food Industry Sanitarians,
Sanitation for the food-preservation industries. The
Ass. of Food Ind. Sanitarians, New York. London
(1952).
(26) Guðlaugur Hannesson, Hreint og tært sundlauga-
vatn. Fræðslumálaskrifstofan og íþróttanefnd rík-
isins (1966).
(27) E. A. Whitlock, Wallace & Tiernan Technical Publi-
cation No. BRA-173 (1953).
(28) J. G. Davies, Wallace & Tiernan Technical Publica-
tion No. BRA-228 1959).
Umrœður
Dr. Þórður Þorbjarnarson:
Mér er til efs, að hreinlætismálum fiskiðnað-
arins hafi áður verið gerð jafnýtarleg skil á
opinberum vettvangi, og vil ég þakka Guðlaugi
fyrir þetta mjög svo merka erindi. Hreinlætis-
málin eru í eðli sínu bæði þýðingarmikil og við-
kvæm mál, og verða því vafalaust margir, sem
vilja ræða erindi Guðlaugs og leggja fyrir hann
spurningar, og er þá orðið laust.
Dr. Sigurður Pétursson:
Herra fundarstjóri. Við höfum hlustað hér á
erindi Guðlaugs Hannessonar, en hann hefur
einmitt með höndum gerlafræðilegar rannsóknir
á fiski og vatni í fiskvinnslustöðvum. Eins og
við höfum heyrt þá er ástandið ekki vel gott,
en fer þó batnandi. Ég vil benda á, að það er
aðeins stutt síðan að hreinlæti í frystihúsum
fékk verulegan stuðning af gerlafræðilegum
rannsóknum, eða síðan að frystihúsaeigendur
fóru að hafa einhvern áhuga á því að vita um
gerlafræðilegt ástand á fiskinum og vatninu,
sem þeir nota. Ég vil í þessu sambandi minna
á það, hvemig ástatt var í mjólkuriðnaðinum
fyrir 30 árum. Þá þekktist ekki gerlafræðilegt
eftirlit hér í mjólkuriðnaðinum, og mjólkurbúin
höfðu lítinn áhuga á gerlafræðilegum hlutum.
Að því hefur verið unnið síðastliðin 30 ár að
bæta þetta og kenna framleiðendum að nota
gerlafræðilegar niðurstöður og taka tillit til
þeirra. Ég verð að segja eins og er, að mjög
mikið hefur áunnizt í mjólkuriðnaðinum, og ég
er ekki í nokkrum vafa um það, að í fiskiðnað-
inum á það sama eftir að gerast á næstu árum.
Það er eitt, sem er sérstaklega erfitt viður-
eignar í fiskiðnaði, og það er það, að eigendur
fisksins fá eiginlega jafn mikið verð, eða hér-
umbil eins mikið verð, fyrir fiskinn, hvort sem
hann er vondur eða góður. Af því leiðir, að menn
hafa ekki eins mikinn áhuga á að bæta hjá sér
hreinlætið og gera ekki eins strangar kröfur til
hráefnisins, sem þeir fara með, og þeir annars
myndu gera. Þessu veldur, eins og við vitum,
annars vegar skreiðin og hins vegar síldarmjölið.
Orsökin er hið háa verð, sem fæst fyrir þessar
vörutegundir báðar, en þær eru gerðar úr hálf-
gerðri úrgangsvöru. Það er greitt svo hátt verð
fyrir þetta lélega hráefni, að sjómenn og aðrir,
sem fiskinn eiga, hafa ekki áhuga á að vanda
virkilega sína vöru, eins og annars mundi vera.
Við íslendingar erum eiginlega ennþá, má
segja, á veiðimannastiginu. Við viljum veiða
mikið, en það gerir minna til, hvernig með afl-
ann er farið.
Það er um tvo möguleika að ræða, hvernig
gerlafræðilegar rannsóknir geta orðið til hjálpar
í fiskiðnaði. Það er annars vegar að fylgjast
með því í hverju húsi fyrir sig, hvar veiku
punktarnir eru og leiðbeina frystihúsaeigendum
um, hvar helzt þarf að gera ráðstafanir til úr-
bótar. Hins vegar að setja ákveðna staðla,
gerlastaðla, á vöruna fullunna, en það er eng-
inn vafi, að sú ákvörðun á nokkuð langt í land.
Það var líka auðheyrt á erindi Guðlaugs Hann-
essonar, að höfuðáherzluna ber að leggja á leið-
beiningarstarfsemi, hjálparstarfsemi við frysti-
húsaeigendur, þannig að þeir geti alltaf séð og
kannað á hverjum tíma, hvar mest hætta er á
því að hráefnið, fiskurinn, eyðileggist. Það kom
í Ijós á fundi, sem haldinn var í Björgvin á veg-