Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 51
TlMARIT VFl 1967
49
málinu þá um sinn. Ákvæði þau um hreinlæti og
aðbúnað í frystihúsum, sem eru í reglugerð Fisk-
mats ríkisins frá 1953, eru meðal annars byggð
nokkuð á þessum rannsóknum og einnig á er-
lendum fyrirmyndum. Það sem þarf raunveru-
lega til þess að hreinlæti geti orðið nægilega
gott og almennt, virðist mér vera einhver
ákvörðun um gerlafjölda, sem núna er hvergi
að finna í ísl. lögum eða reglum um gæðamat á
frystum fiski. Ég held að hreinlætinu verði aldrei
fullnægt nægilega, nema þessar ákvarðanir iiggi
fyrir í matsreglum. Eins og bent var á hér áðan
af Guðlaugi Hannessyni, eru slíkar reglur sums
staðar komnar, jafnvel í ýmsum viðskiptalönd-
um okkar, og við þurfum að sjálfsögðu að gæta
þess mjög vel, að láta ekki reka okkur til að
gera slíkt af viðskiptaþjóðum okkar, heldur að
vera búnir að taka þetta upp áður en til slíks
kemur.
1 sambandi við það, sem ég er að reyna að
draga fram um hvað örðugt sé að ná almennu
hreinlætisstgi, þegar ekki eru einhver slík viður-
lög, eins og ákvörðun um gerlafjölda, þá vil ég
rifja aðeins upp, hvernig gekk í fyrstu að fram-
kvæma fyrirmæli frá Fiskmati ríkisins útg. í
desember 1963, sem eru fyrirmæli um klórblönd-
un í vatn og sjó og notkun pappírshandklæða í
stað tauhandklæða. Setning þessara fyrirmæla
Fiskmats ríkisins var m.a. byggð á rannsóknum
Guðlaugs Hannessonar, er hann framkvæmdi á
árunum 1960-1962 á vatni, aðbúnaði og áhöld-
um í frystihúsum. Helztu erfiðleikar á fram-
kvæmd þessara fyrirmæla stöfuðu beinlínis af
þeim ástæðum, að ekki voru ákvæði um lágmark
gerlafjölda. Margir aðilar í bæjum og þorpum
hafa spurt okkur: „Hvernig stendur á því, að
það skuli þurfa að setja klór í vatn vegna þess
að það er notað í frystihúsinu, þegar það er svo
heilnæmt, að það er notað til drykkjar“. Klór-
blöndun í vatn og sjó hefur að sjálfsögðu tvenn-
an tilgang, það er að gera óhæft vatn nothæft
til þvottar á fiski eða áhöldum og til að gera
tiltölulega nothæft vatn hæfara til þess að nota
það í þessum tilgangi. Sama var með handklæð-
in, að margir sögðu: ,,Ég læt þvo handklæðin
svo þétt, að hjá mér eru alltaf hrein handklæði".
Þessir aðilar athuguðu það ekki, að þegar að-
eins einn aðili er búinn að nota tauhandklæði,
þá er það ekki lengur hreint, og óframkvæman-
legt er fyrir frystihúsin að skipta um eða nota
tauhandklæði þannig, að handklæðið væri lagt til
hliðar, eftir að einn aðili væri búinn að nota það
einu sinni.
Ég vil að endingu undirstrika það, að þótt
margt sé gert vel í hreinlætismálum og nauð-
syn sé á leiðbeiningum, upplýsingum og eftirliti,
þá sé komið að því, að okkur er nauðsynlegt
að ákveða með lögum frá hinu opinbera, há-
mark gerlafjölda í frystum fiski.