Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 52
50
TlMARIT VFl 1967
UM SÍLDARFLUTNINGA
Haraldur Ásgeirsson, verkfræðingur
Upphaf síldarflutninga og innlendrar síldar-
bræðslu er tengt sögubroti félags, sem starfaði
aðeins eitt ár. Þetta félag var hlutafélagið And-
vari á Sólbakka, og starfsárið var 1925.
Atvinna h.f. Andvara átti að vera: „fiskveiðar,
þar á meðal síldveiðar og hvers konar verk-
smiðjuiðnaður í sambandi við slíkar veiðar og
verzlun“.
Stofnendur voru, h.f. Alliance, Halldór Þorsteinsson,
skipstjóri, Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri, Jón Sigurðs-
son, skipstjóri, Júlíus Guðmundsson, kaupmaður, Magn-
ús Blöndal, framkvæmdastjóri, Magnús Thorberg, út-
gerðarmaður, Sigfús Blöndal, aðalræðismaður, h.f.
Sleipnir, dr. Alexander Jóhannesson og Bjami Jónsson
frá Vogi, allir í Reykjavlk, Kristján Torfason, Sólbakka,
Jón J. Fannberg, Bolungavik, Hálfdán Hálfdánsson,
Hnífsdal, Ingólfur Árnason og Jóhann Þorsteinsson,
Isafirði.
Dags. samþykkta félagsins var 23. 12. 1924. Hlutafé
var kr. 260.000,00 (1).
Aðaláform félagsins var að hagnýta fiskinn af
Halamiðum. Hins vegar fékk félagið snemma
upplýsingar um miklar tekjur af síldarvinnslu
í verksmiðjum á Norðurlandi á árinu 1924. Var
þetta því til þess, að gömlu beinamjölsverksmiðj-
unni á Sólbakka var breytt í síldarverksmiðju
og stofnað til hráefnisöflunar með flutningum.
1 þessum tilgangi keypti fyrirtækið stóran
bark, Fjord að nafni sem legið hafði á Reykja-
víkurhöfn og verið notaður sem kolabirgðastöð
þar, og leigði annan slíkan bark af Ásgeiri Pét-
urssyni, útgerðarmanni á Akureyri. Það skip bar
nafnið Gimli, og kom við síldarsögu síðar sem
fljótandi söltunarstöð. Þá var einnig leigt norskt
gufuskip, Stat, og var það notað sem dráttar-
skip fyrir barkana, en lestaði þó jafnframt um
2000 mál síldar. Rarkamir lágu við síldarmót-
töku á Siglufirði og Stat dró þá til skiptis til og
frá Sólbakka. Gimli mun hafa verið um 1400
tonn að stærð, en Fjord allmiklu stærri. Síldin
var stífsöltuð í skipin, en með því að engin skil-
rúm voru í lestum þeirra slóst hún mikið á leið-
inni og var bókstaflega ausið upp, þegar að verk-
smiðju kom (2 og 3). Hráefnið var því lélegt,
og það sem verra var, vélar til verksmiðjunnar
komu ekki fyrr en að áliðnu sumri, og vinnsla
afurðanna dróst því langt fram á haust.
Þetta sumar hófu Norðmenn, sem þá ráku
síldarverksmiðju í fyrsta skipti á Hesteyri, einn-
ig flutninga á svipaðan hátt (4). Notaðir vom
tveir steinnökkvar, svokallaðir lektarar, sem
dregnir voru af veiðiskipunum.
Um magn það af síld, sem flutt var, er þeim,
sem þetta ritar, ekki kunnugt, en af 146.700
málum, sem öfluðust þetta sumar, voru 55.000
mál unnin í Isafjarðarumdæmi. Nokkur rekneta-
síld mun þó hafa veiðst þetta sumar fyrir Vest-
fjörðum, því af 215.000 tunnum, sem saltaðar
voru um sumarið, vom 17.200 unnar í Isaf jarðar-
umdæmi (5).
Það vekur nokkra furðu, að ekki skuli getið um
þessa flutninga í skýrslum frá þessum tíma, t.d.
í Ægi, eða í Síldarsögu Islands. Aðeins er sagt
frá því, að á þessu ári hafi verið starfræktar
7 síldarbræðslur, tvær á Vesturlandi, 3 í Akur-
eyrarumdæmi og 2 á Siglufirði, og af þessum
síldarbræðslustöðvum hafi ein verið íslenzk (5).
Síld var keypt þetta sumar á háu verði, bæði
til söltunar og bræðslu, vegna þess að verðlag
hafði farið hækkandi árið áður, en afurðir féllu
hins vegar hrikalega um sumarið, og við það
bættist að í september um haustið var gengið
hækkað. I upphafi vertíðar höfðu fengizt 28 kr.
fyrir sterlingspundið, en eftir gengishækkunina
fengust fyrir það aðeins 22,15 kr. Skemmst er frá
því að segja, að hvorug vestfirzku verksmiðjanna
voru reknar á næsta ári, h.f. Andvari var raun-
verulega gerður upp og eignir félagsins yfirtekn-
ar af Útvegsbankanum, sem síðan rak verksmiðj-
una um nokkurra ára bil frá árinu 1927.
Það er vissulega leitt til þess að vita, að svona
skyldi til takast um fyrstu viðleitnina til síldar-
vinnslu Islendinga. Eflaust er það rétt, að menn-
irnir, sem þarna stóðu í framkvæmdum, voru of
bjartsýnir, en afleiðingin af uppgjöri félagsins
varð sú, að karfavinnsla hófst fyrst níu árum
síðar, og varð þá mikil búbót í atvinnulífi á Vest-
fjörðum. Tilraunir til síldarflutninga eru hins
vegar ekki gerðar aftur fyrr en hin mikla síldar-
gengd kom í Hvalf jörð 22 árum síðar.
Hvalfjarðarsíldveiðin hófst hinn 18. janúar
1947, og þá á sundunum hér við Reykjavík, og