Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 55
TlMARIT VFl 1967
53
TAFLA 1
Heildarafli og flutningar frá hafsvæðum 1966 í þús. tonnum, flutningsmagn í svigum
Total catch and transported quantities from ocean areas during 1966; in thous. tons; transported
catch in brackets
HafsvæSi
30 34 35 36 50 51 57 58 59 Alls
Maí (3,1) 26,6 0,3 (3,1) 26,9
Júní (3,0) 15,3 (3,5) 12,6 (3,0) 7,2 0,3 (4,1) 15,5 (0,9) 37,0 (14,5) 87,9
Júlí (11,4) 17,4 0,1 (2,8) (14,2)
35,4 7,4 60,3
Ágúst ... 1,1 8,7 (13,0) 48,7 (3,0) 12,2 1,7 (1,0) 8,5 (5,5) 51,7 (2,1) 10,4 (24,6) 143,0
Sept (2,6) 4,7 (4,4) 122,4 (7,0) 127,1
Okt 0,1 0,5 (6,3) 90,1 (6,3) 90,7
Nóv 11,5 (2,3) 90,2 (2,3) 101,3
Des 18,3 (1,3) 23,4 (1,3) 41,7
Alls 1,1 (6,1) 50,6 (27,9) 96,7 (3,0) 24,6 (3,0) 12,3 2,0 (5,1) 24,1 (11,8) 131,0 (16,4) 336,5 (73,3) 678,9
ráðsins, en Hafrannsóknastofnunin á nú spjald-
skrárfærðar upplýsingar um afla á síðustu ár-
um og nákvæma staðsetningu á því, hvar hann
hefir verið tekinn. Myndin sýnir glögglega, hvern-
ir síldin hefur þokazt austureftir ár frá ári, lengra
og lengra frá landinu.
Inn á þetta kort eru nú færðar upplýsingar
um það síldarmagn, sem tekið var s. 1. ár í flut-
ingaskip af þessum sömu hafsvæðum, sbr. töflu
1. Þessar upplýsingar sýna, að þáttur flutning-
anna er stór frá fjarlægari miðum, en gætir
minna, þegar síld er nærri landinu, og er það
eðlilegt annars vegar vegna þess, að þá gefst
tækifæri til þess að koma síldinni óskemmdri
til söltunar, og hins vegar vegna þess, að þá
hafa bátarnir tóm til þess að fara með afla í
land á þeim tíma sólarhringsins, sem veiði gefst
ekki.
Mynd 2 sýnir dagsafla á veiðitímabilinu eftir
tilkynningum veiðiskipa. Inn á þetta línurit eru
færðar upplýsingar um, hversu lengi skipin eru
hverju sinni á miðunum, og hvenær hleðslu lýk-
ur. Samanlagður afli á veiðitímabilinu var 679.350
tonn, en af því magni var flutt 73.300 tonn eða
um 10,8%. Að meðaltali stunduðu tankskipin
flutninga í 130 daga, í þau var landað 861 sinni
og meðallöndun 84,5 tonn úr bát.
Undanfarin ár hefur verðlag á síld verið
ákveðið af sérstakri nefnd, Verðlagsráði sjáv-
arútvegsins. Ráðið skipa fulltrúar útgerðar-
manna og síldarsjómanna annars vegar og síld-
arkaupenda hins vegar. Ef ráðið kemst ekki að
niðurstöðu, fer verðákvörðun til yfirnefndar,
sem skipuð er fjórum fulltrúum kaupenda og
seljenda, en oddamaður í yfirnefnd er forstjóri
Efnahagsstofnunarinnar. Ákvörðun Verðlags-
ráðs byggist að verulegu leyti á forspám um
síldarafla og afurðaverð. Algengt er að engin
samstaða náist um verðákvörðun, og hefur þá
komið til kasta oddamannsins að segja til um,
hvert verðið skuli verða.
Á s.l. ári var verðið ákveðið svo sem hér segir:
1/5 - - 31/5 1,15 kr.
1/6 - - 9/6 1,34 —
10/6 - - 30/9 1,71 —
1/10 - - 15/11 1,37 —
16/11 - - 31/12 1,20 —
Allar þessar ákvarðanir munu hafa verið sam-
þykktar með atkvæði oddamanns. Um hitt mun
hins vegar hafa orðið samkomulag, að greiðslur
fyrir síld, sem látin er í flutningaskip, mætti
vera 22 aurum lægra pr. kg. Hvernig þetta verð
hefir verið fundið, sætir nokkurri furðu, og virð-