Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 61
TÍMARIT VFl 1967
59
GEYMSLA OG MEÐFERÐ
A HRÁEFNIFISKIÐNAÐARINS
Hjalti Einarsson, verkfræðingur
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
Inngangur
Á þeim áratug, sem nú er rúmlega hálfnaður,
hafa orðið miklar breytingar á hráefnisöflun
fiskvinnslustöðva á Islandi. Trúlegt er, að áður
en áratug þessum lýkur, verði enn meiri breyt-
ingar á orðnar, og verði þá ýmsir þættir hrá-
efnisöflunar mun ljósari en nú. Allt frá byrjun
þessarar aldar hafa verið mjög örar breytingar'
á fiskveiðum og fiskvinnslu, og ekkert bendir
til þess, að nein stöðnun breytinga sé í aðsigi.
Stærstur hluti þeirra skipa, sem á síðustu ár-
um hafa bætzt í fiskiskipaflotann, stundar síld-
veiðar meirihluta ársins, enda skipin fyrst og
fremst hönnuð til herpinótaveiða, en fiskvinnslu-
stöðvar, sem eru utan aðalsíldveiðisvæðisins, búa
við hráefnisskort mikinn hluta ársins. Öflun hrá-
efnis fyrir þessar stöðvar og útjöfnun á vinnslu
er tvímælalaust eitt stærsta vandamál fiskiðnað-
arins í dag. Það er því vissulega tímabært, að
hráefni og meðferð hráefnis verði á dagskrá
þessarar ráðstefnu um vinnslu sjávarafurða.
Síldveiðiflotinn sækir nú á ný og f jarlæg mið,
sem til skamms tíma voru ónotuð af íslenzka
flotanum. Nægir þar að nefna Jan Mayen mið,
Hjaltlandsmið og Færeyjamið, en illa hefir geng-
ið að hagnýta síld af miðum þessum, nema í
bræðslu, vegna þess hversu erfiðlega hefir gengið
að koma henni óskemmdri í land. Síld af miðum
þessum reynist illa til söltunar, til frystingar og
til niðursuðu. Sem dæmi nægir að nefna, að síld,
sem fryst er til útflutnings, er metin í gæða-
flokka, og sá hluti, sem farið hefur í 1. flokk,
hefir farið minnkandi undanfarin ár. Trúlegt er,
að með nokkrum umbótum megi hagnýta þessa
síld mun betur en nú er gert.
Togaraútgerð Islendinga er nú á merkum tíma-
mótum. Skuttogarar munu vafalaust verða gerðir
út frá Islandi innan skamms og afla fyrir fisk-
vinnslustöðvar í landi. Verksmiðjuskip, sem
frysta aflann, hafa til þessa ekki aflað fyrir ís-
lenzkar vinnslustöðvar, en þess mun vart langt
að bíða að svo verði.
Öflun hráefnis til fiskvinnslustöðva, útjöfnun
á vinnslu milli daga og jafnvel mánaða, meðferð
og geymsla á hráefni, flutningar á hráefni milli
verstöðva eða jafnvel landshluta, eru allt verk-
efni, sem mjög eru rædd innan fiskiðnaðarins, ef
til vill meira nú en áður, vegna þeirrar þróunar,
sem átt hefir sér stað á síðustu árum.
1 grein þeirri, sem hér fer á eftir, hefir verið
leitazt við að rif ja upp nokkrar hliðar þessa máls
og kynna ýmsar nýjungar og nýjar hugmyndir
um meðferð og geymslu hráefnis í landi og á sjó.
Hráefní og fiskvhmsla
Á fjórða áratug aldarinnar urðu verulegar
breytingar á fiskvinnslu Islendinga. Fram að
þeim tíma fór þorskaflinn nær eingöngu í salt,
að vísu með þeirri undantekningu, að togarar
sigldu með afla, en þeim fiski var ekki landað
hérlendis. Saltfiskmarkaðirnir brugðust illa og
varð þá að leita nýrra úrræða. Farið var að
hengja fisk upp til sltreiðarverkunar í vaxandi
mæli og lagður var grundvöllur að frystingu
fisks til útflutnings, iðngrein, sem æ síðar hefir
þróazt og í mörg ár verið stærst íslenzltra fisk-
iðngreina. Á fyrstu árum frystiiðnaðarins var
aðallega um frystingu flatfisks að ræða, en síð-
ar var farið að frysta bolfiskflök og loks síld í
ríkum mæli. Á fjórða áratugnum var einnig farið
að veiða karfa í miklu magni til bræðslu. Varð
það í bili nokkur lyftistöng fyrir íslenzka togara,
en lagðist niður aftur, unz karfaveiði hófst á ný
hálfum öðrum áratug síðar, fyrst aðallega til
framleiðslu á mjöli og lýsi, en síðar til flökunar
og frystingar.
Á árum síðari heimsstyrjaldarinnar var allmik-
ið magn af fiski flutt úr landi ísað með erlend-
um flutningaskipum, auk þess, sem togarar fluttu
út ísaðan fisk, bæði eigin afla og annarra, en