Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 62
60
TlMARIT VFl 1967
saltfiskverkun var lítil og skreiðarverkun nær
engin. Með tilkomu löndunarbanns fyrir íslenzka
togara í Bretlandi eftir 1950 urðu á ný stórkost-
legar breytingar, eins og að ofan var vikið að.
Söltun varð á ný mikil, og farið var að verka
mikið magn af fiski í skreið. Þannig fóru 480
tonn til herzlu árið 1950, en 59.970 tonn árið
1955 (22). Jafnframt hófst mikil karfavinnsla
eins og áður er sagt.
Sildarfrysting til útflutnings varð veruleg á
sjötta áratugnum og fjölbreytni í framleiðslu fór
vaxandi, þannig að flestar stóru greinar fiskiðn-
aðarins voru stundaðar jöfnum höndum, að und-
antekinni niðursuðu, sem enn í dag er lítt þróuð
fiskvinnslugrein á íslandi.
Sjöundi áratugurinn hefir fyrst og fremst ein-
kennzt af auknum síldveiðum, eins og bent var á
í innganginum hér á undan. Til þess að fá yfirlit
yfir það, hversu stór þáttur síldin hefur orðið,
skal vísað í töflu 1, þar sem fiskaflinn er rak-
inn aftur til áranna 1905 og 1906. Til þess að
minnka áhrif einstakra afla- og aflaleysisára eru
tekin saman tvö og tvö ár á 10 ára fresti. Tölur
eru teknar úr tímaritinu Ægi, en það skal tekið
TAFLA 1
Fiskafli Islendinga og skipting hráefnis
á 10 ára bili
Icelandic fish catch and distribution between
demersál and pelagic fish
Samtals þús. tonn Total thous. tons Þorskur o.fl. þús. tonn Demersal fish thous. tons Síld þús. tonn Pelagic fish thous. tons Þorskur o.fl. % af heild. Demersal fish ;■percentage of totál
Ár 1905 Year 45,5 42,9 2,6 94,3
— 1906 49,1 45,9 3,2 93,5
Samtals ’05 og ’06 Totál 94,6 88,8 5,8 93,9
Ár 1915 Year 109,4 97,7 11,7 89,3
— 1916 128,2 107,5 20,7 83,9 •
Samtals ’15 og ’16 Total 237,6 205,2 32,4 86,4
Ár 1925 Year 268,9 239,6 29,3 89,1
— 1926 201,4 173,4 28,0 86,1
Samtals ’25 og ’26 Total 470,3 413,0 57,3 87,8
Ár 1935 Year ^IO.O 243,5 66,5 78,5
— 1936 300,9 175,5 125,4 58,3
Samtals ’35 og ’36 Totál 610,9 419,0 191,9 68,6
Ár 1945 Year 364,3 307,4 56,9 84,4
— 1946 412,9 277,5 135,4 67,2
Samtals '45 og ’46 Totál 777,2 584,9 192,3 75,3
Ár 1955 Year 496,4 442,8 53,6 89,2
— 1956 530,5 430,0 100,5 81,1
Samtals ’55 og ’56 Totál 1.026,9 872,8 154,1 85,0
Ár 1965 (Loðna talin m/síld) 1.168,5 357,6 810,9 30,6
— 1966 (Loðna taiin m/síld) 1.238,5 344,4 894,1 27,8
Samtals ’65 og ’66 Totál 2.407,0 702,0 1.705,0 29,2