Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 69
TlMARIT VFI 1967
67
Mynd 3. Ktað'setning sjóltœ)ingartanka í kanadiskum
fiskibátum. Myndin er úr Bulletin 126 (10).
Fig. S. Location of RSW tanhs in Canadian Fishing
Boats. (Frorn Bulletin 126, (10).
flutningabátar, sem geyma fisk í kældum sjó
eða saltvatni. Svipaðir tankar eru einnig notaðir
í landi til geymslu á sardínum, síld og laxi.
Nokkuð hefir birzt um sjókælingu á Islandi, m.
a. nokkuð ítarleg grein í tímaritinu Frost, eftir
H. Einarsson (9). Kælingaraðferð þessi hefir
ýmsa kosti fram yfir ísun, sem síðar verða
ræddir nánar. Við síldveiðar hefir aldrei verið
um teljandi ísnotkun að ræða og liggja til þess
margar ástæður. M.a. er oft erfitt að ná í nægi-
lega mikinn ís, ísinn er auk þess rúmfrekur og
erfitt og seinlegt er að koma honum í síldina.
Dæmi eru til þess, að skip hafi háfað 150 til 200
tonn á klst. og með dælum munu þau afköst
jafnvel hafa verið tvöfölduð. ísunarhlutfall 1:10,
sem er lágmark til að kæla úr 8°C í 0°C krefst
þá allt að 20 tonna ísmoksturs á klst., en ís-
unarhlutfallið 1:4, sem skoða verður sem lág-
mark til að ná góðum kólnunarhraða, krefst þá
að ísmokstur sé 50 tonn á klst. eða meira. Við
þær aðstæður, sem tíðkast um borð í síldveiði-
skipunum, eru engin tök á að ná slíkum afköst-
um.
Svipað vandamál kemur upp, þegar mikill afli
er af þorski eða ýsu í net eða nót. Isunin verður
vandkvæðum háð og hlýtur að verða handahófs-
kennd.
Skilgreining og forsaga
Með sjókælingu (RSW eða refrigerated sea
water) er átt við, að ferskur fiskur er geymdur
marandi í kældum sjó, sem hringrásað er um
fiskinn. Kæhngin er framkvæmd með frystivél-
um eingöngu, með frystivélum og ís, eða í ein-
staka tilfellum með ís eingöngu.
Árið 1919 var í Bandaríkjunum gefið út einka-
leyfi til J. M. Larsen fyrir aðferð til að geyma
ís í tærum, sigtuðum sjó við 0°C, eða aðeins
lægra (10). Nokkrar tilraunir voru framkvæmd-
ar á næstu áratugum og árið 1952 hóf rann-
sóknastöðin í Vancouver í Kanada, rannsóknir
á sjókælingu. Þeim rannsóknum hefir verið hald-
ið áfram nær óslitið síðan, og liggja nú fyrir
ítarlegar upplýsingar um sjókælingu, enda að-
ferðin orðin útbreidd þar um slóðir, í fiskvinnslu-
stöðvum, í flutningabátum og í fiskibátum.
Kostir sjókælingar
Helztu kostir sjókæhngar fram yfir ísun eru
eftirf arandi:
a) Meiri kæhng. Þar eð bræðslumark íss er
við 0°C, kemst hitinn í ísuðum fiski ekki neðar.
Reynslan hefir sýnt, að hitinn í ísuðum fiski er
oftast nokkuð yfir 0°C, jafnvel þótt ísunin sé
góð. Með sjókælingu er hægt að komast niður
að frostmarki sjávar, sem er aðeins undir frost-
marki fiskholds, —1 til —2°C.
b) Jafnari og fljótari kæling. Það er hægt
að kæla mun hraðar með hringrásun á kæling-
arvatni, heldur en með bráðnandi ís, þar sem
ísvatnið lekur hægt gegnum fisklag. 1 sjókæl-
ingu, sem er vel komið fyrir, leitar kaldur sjór-
inn um alla fiska og veldur jafnri kæhngu.
c) Minna farg. Með sjókælingu er minna farg
á fiski, þar eð fiskurinn marar í sjónum og verð-
ur því ekki fyrir skemmdum, sem stafa af ís og
fiski, sem á honum hvílir.
d) Skolunaráhrif. Sjókældur fiskur lítur út
sem þveginn, en ísaður fiskur er oft slímugur
eða blóðugur.
e) Vinnusparnaður. Hér áður var bent á, að
það er erfið vinna og iha þokkuð að moka ís í
þröngri lest á hafi úti. Þar sem sjókæling er not-
uð, þarf aðeins að koma fiskinum ofan í tank-
ana.
f) Losun. Sjókæling opnar möguleika til notk-
unar fljótvirkra aðferða við losun, svo sem háf-
unar og dælingar.
g) Notkun sjálfvirkra stjómtækja. Með vél-
rænni kælingu, svo sem sjókælingu, er hægt að
hafa meira vald á hita með notkun hitastilla,
segulloka og annarra stjórntækja.
Geymsluþol sjókœlds fisks
Þeir, sem rannsakað hafa geymsluþol sjó-
kælds fisks, virðast yfirleitt hafa komizt að þeirri
niðurstöðu, að sjókældur fiskur geymist betur
en ísaður fiskur. Oft er talað um aukningu, sem
nemur 2—3 dögum, miðað við 10 daga, eða 20
til 30%. Stundum er talað um tvöfalt geymslu-
þol og stundum um sáralítinn mun.