Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 72
70
TlMARIT VFl 1967
og skynmats hins vegar, er ekki það sama og í
ísuðum fiski.
Tœki og útbúnaöur til sjókælingar
Tækjum til sjókælingar hefir verið allnákvæm-
lega lýst (10). Öll tæki verða að anna því álagi,
sem á þau kann að leggjast, jafnvel þegar álagið
er mest. Að vísu má hjálpa til með notkun íss,
en annars þarf vélakostur að vera í samræmi
við þörfina, þar eð mikilvægt er, að kólnunar-
hraði fisksins sé góður. Helztu tækin eru ein-
angraðir tankar til sjókælingar, kælar, kælivökva-
þjöppur, kælivökvaþéttar, leiðslur, dælur o.s.frv.
Tæki þurfa að sjálfsögðu að vera örugg, hitastill-
ing nákvæm og allir fletir, sem sjór eða fiskur
kemur í snertingu við, að vera þannig, að auð-
velt sé að þvo þá.
Mynd 6. Séð inn í sjókælingartanka í kanadiskum fiski-
báti. (Ljósm. Roach, (23)).
Fig. 6. RSW tanks in a Canadian fishing boat.
(Photo frorn Roach, (23).
Útbreiðsla sjókœlingar
Eins og áður er sagt, er sjókæling útbreidd
á Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna og Kanada og
notuð við ýmsar veiðar og í fiskvinnslustöðvum
í landi. Meðfylgjandi myndir sýna slík kerfi og
fyrirkomulag. Skipin eru gjarnan bæði með sjó-
tanka og íslestar og ísa þá síðastveidda aflann.
Skip. sem veiða lúðu í Kyrrahafinu, sækja oft
mjög langt frá heimahöfn, þannig segir um þess-
ar veiðar í Bulletin 126 (10):
„Reynslan í Silver-Viking II, þar sem síðast-
veiddi fiskurinn er geymdur í ís, sýnir greinilega,
að sjckældur fiskur er betri, þó hann sé alltaf
eldri, en ísaði fiskurinn. Skipin geta fiskað ein-
um til tveim dögum lengur en ella, áður en þau
leggja af stað í hina löngu sjóferð heim, allt að
10 daga siglingu. Einn aukadagur merkir a.m.k.
10% viðbót við veiðitimann. Auk þess losnar
áhöfnin við erfiðið við ísun, og getur því ein-
beitt sér meira að veiðunum“.
Víðtækust mun sjókæling vera í laxabátum á
Kyrrahafsströndinni. Stansby fullyrðir (14), að
sjókæling eigi drjúgan þátt í þróun laxaiðnaðar-
ins á þessum slóðum. Flutningabátar flytja lax
í kældum sjó frá fiskibátum í vinnslustöðvar.
Vitað er um rækjubáta á Kyrrahafsströnd-
inni, í Mexico-flóa og í Hollandi, sem nota sjó-
kæhngu.
Krabbi hefur verið geymdur lifandi í kældum
sjó með góðum árangri (10), en nauðsynlegt er
þá að hringrása sjónum. Dauð krabbadýr skemm-
ast mjög fljótt.
Lúðubátar á Kyrrahafsströndinni hafa geymt
ferska síld til beitu í sjókælingartönkum og telja
hana vel nothæfa eftir 2 vikur, ef hún er sterk
og átulaus, en átumikil sumarveidd síld skemmd-
ist mjög fljótt, jafnvel við —1°C (10).
Vinnslustöðvar í Nýfundnalandi nota sjókæl-
ingarkerfi til að kæla fisk niður, áður en hann
fer í flökunarvélar, og fá þannig betri nýtingu
úr vélunum (10).
Sjókœling á Islandi
1. Notkun sjókælingar á íslandi
Vorið 1956 var framkvæmd í Vinnslustöðinni
í Vestmannaeyjum tilraun með geymslu á þorski
í kældum sjó. Tilraunin var gerð á vegum Rann-
sóknastofu Fiskifélags íslands (8), (9). Niður-
stöður bentu ótvírætt í þá átt, að geyma mætti
fisk lengur í kældum sjó en í ís. Matsmenn frysti-
húsanna í Eyjum töldu fiskinn hæfan í frost
eftir 14 daga. Sýnishorn, fryst eftir 16 daga og
síðan flutt til Reykjavíkur, voru talin hæf í frost
af eftirlitsmönnum SH og SÍS. Eftir 19 daga
Mynd 7. Landað úr sjókælingartönkum á vesturströnd
Kanada. (Ljósm. frá Roach, (23)).
Fig. 7. Unloading halibut frorn RSW tanks in British
Columbia. (Photo from Roach, (23).