Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 74
72
TÍMARIT VFl 1967
Yfirleitt má segja, að sjókæling, sem geymslu-
aðferð, eigi alls staðar að geta komið að haldi,
þar sem geyma þarf ferskan fisk. Hvort sjó-
kæling, ísun eða einhver önnur aðferð reynist
hentugust hverju sinni, verður alltaf að metast.
Pargo-kerfið, Undirkæling
Lýsing á aðferöinni
Undanfarin ár hefir ný kælingaraðferð verið
tekin upp í Portúgal. Hér hefur verið gengið
það langt í kælingu að kæla fiskinn aðeins niður
fyrir frostmark P’tt, en eins og kom fram hér á
undan, er geymsluþolið mjög háð hita, og hefir
aukningin í kringum 0°C, sérstaklega mikil áhrif
á geymsluþol.
Mynd 10. PARGO kerfi. Lestarbúnaður. (Mynd frá
Scarlatti, (16)).
Fig. 10. Pargo system. Section through hold.
(Photo from Scarlatti, (16)).
Aðferð þeirri, sem hér um ræðir, hefir verið
lýst af Scarlatti (16), og kallar hann hana Pargo-
kerfið eftir fyrsta fiskibátnum, sem tók hana
upp. Hún gengur þó oft undir nafninu undirkæl-
ing (superchilling) og felur í sér eftirfarandi
(16):
a) Að nota vélar og tæki, sem gera kleift að
koma hitastiginu í lestarútbúnaði og fiski nægi-
lega langt niður til að forðast vökvaþéttun og
þornun.
b) Að halda fiskinum blautum meðan verið er
að koma hitanum niður fyrir 0°C.
c) Að lækka hitann í fiski og is nægilega hratt
til þess að forðast áhrif hægfrystingar og óreglu-
legrar frystingar.
d) Að hefja frystinguna af þrótti með sterk-
um loftblæstri. Af þessari ástæðu telja höfundar
aðferðarinnar orðið undirkæling (superchilling)
ónothæft heiti.
e) Að fjarlægja algjörlega allt vatn frá ís-
bræðslu þeirri, sem átti sér stað meðan verið var
að kæla fiskinn og ísinn niður fyrir 0°C.
f) Að slægja og meðhöndla fiskinn á venju-
legan hátt.
g) Að nota áhöfn, sem ekki er stærri en notað
er á fiskiskipum með venjulegan lestarútbúnað.
Fyrirkomulag í lest
Lestar skipanna eru vel einangraðar og köldu
lofti blásið yfir alla útveggi lestar til þess að
taka við utanaðkomandi varmaleiðslu gegnum
einangrun og iafnframt til að kæla fisk og ís
niður fyrir 0°C. Þil og milliveggir eru einnig út-
búnir á svipaðan hátt í ákveðinni fjarlægð frá
fiski.
Allir veggir eru sléttir og vatnsþéttir úr ryð-
fríu stáli. Fiskur og ís er á hillum, þannig fyrir-
komið, að stöðugur straumur af köldu lofti leik-
ur um hleðsluna. Auk þess eru stoðir og gangar
kældir með pækli til þess að ná jafnri og góðri
kælingu.
Togaranum Goraz, sem útbúinn er með Pargo-
kerfinu, hefir verið lýst af Scarlatti (16). Hann
er 50,2 m að lengd og með 900 hö dísilvél. Fisk-
lestar eru þrjár, samtals 278 rúmmetrar. Togar-
inn tekur 75 tonn af ís í veiðiferð og allt að 185
tonn af fiski. Frystivélar eru tvær, 15 hö hvor.
Geymsluþol
Eins og áður er sagt er fiskurinn á hillum í
ís. Þegar frysting er hafin og loftblæstri hleypt
á, er fisk-ís blandan kæld hratt niður í —1°C.
Þeir, sem aðferðina nota, telja að lítilsháttar
frysting, ef hún nær ekki nema rétt undir roðið
á fiskinum, geri ekkert mein.
Geymsluþol fisks í skipum með Pargo-kerfinu
er gefið upp af Scarlatti, sem hér segir: Við
—1°C, 21 dagur, við —2°C, 25 dagar, og við