Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 75
TlMARIT VFl 1967
73
—3°C geymist fiskurinn í 35 daga, en með smá-
vægilegri tilhneigingu til að harðna. Bátar með
venjulegum íslestum geta ekki geymt fisk lengur
en í 16 til 18 daga samkvæmt sömu heimildum.
Aðferð þessi hefir vakið mikla athygli undan-
farið, og er ekki ólíklegt, að hún verði allmikið
á dagskrá meðal sérfræðinga á næstunni.
Fiskkassar
Notkun fiskkassa og stœrðir
Kassar undir fisk hafa löngum verið mjög lít-
ið notaðir á fslandi, en síðustu mánuðina hefir
orðið nokkur breyting þar á.
I Noregi hafa kassar lengi verið notaðir í
veiðiskipum, í vinnslustöðvum í landi, til flutn-
inga milli landshluta og til annarra landa. Að
mestu leyti hafa verið notaðir trékassar, sem
taka 50 kg af fiski, en álkassar eru nokkuð út-
breiddir og plastkassar munu vera að breiðast
út. Fiskmóttökur í landi eru oft einangraðar og
búnar kælipípum. Gaffallyftur eru útbreiddar og
nokkrir kassar þá fluttir samtímis á palli. Öll
meðhöndlun og flutningarás er einföld og örugg
og kostir fram yfir það að kasta til fiski, einum
og einum eða sturta af bílpalli, eru ótvíræðir,
bæði frá gæðasjónarmiði og hagræðingarsjónar-
miði.
Allir uppboðsmarkaðir í Evrópu, sem höfund-
ur hefir séð, nota kassa eða önnur ílát. f Eng-
landi er algengast að nota 10 stone í kassa (1
stone = 14 Ibs., = 6,35 kg), eða 8 stone (nál.
50 kg).
Á nokkrum stöðum á fslandi, m.a. helztu
vinnslustöðvunum í Vestmannaeyjum, er nú far-
ið að nota stóra kassa, sem taka nál. 500 kg af
fiski. Þessir kassar henta vel þar sem gaffal-
lyftur eru til staðar, og eru notaðir við löndun,
slægingu, fiskmóttöku frystihúsa, saltfiskstöðva
og víðar. Reynsla sú, sem þegar er fengin, bendir
til þess, að vinnusparnaður sé mikill, auk þess
ávinnings, sem fæst af betra hráefni og aukinni
nýtingu.
Gœði kassafisks
Hér áður var bent á það, hversu mikilvægt
það er, að fiskur verði fyrir sem minnstu hnjaski
fyrir vinnslu. Þetta á ekki hvað sízt við um fisk
í dauðastirðnun. Watermann telur (17), að notk-
un kassa sé bezta lausnin til ísunar á fiski, þar
eð kassar bjóði upp á beztu möguleikana til
meðhöndlunar og flutnings á fiski og til aukinna
gæða.
Framtíðargildi fiskkassa á Islandi
Á striðsárunum var fiskur fluttur til Bretlands
með stórum flutningaskipum, ísaður í kassa, en
eftir stríð lagðist þetta niður. Fiskifélag fslands,
Fiskmat ríkisins, Ferskfiskeftirlitið og fleiri
stofnanir hafa oft hvatt til þess, að fiskibátar
tækju upp kassa, en árangur hefir til þessa orðið
lítill, þar eð sjómenn hafa talið, að vinnan við
ísun í kassa og fyrirferð kassanna væri of mikil.
Ýmislegt bendir til þess, að þetta kunni að breyt-
ast, m.a. með notkun stærri kassa, eins og áður
var bent á, og með notkun hentugra tækja til
flutnings á stórum kössum. Stórir útilegubátar
og togarar ættu að geta ísað i kassa, ef skips-
lestar og útbúnaður um borð er hannað með til-
liti til slíkrar notkunar.
Dragnótabátar og humarbátar, sem veiða á
sumrin og koma með margar tegundir að landi,
gætu bætt fiskgæðin og minnkað vinnu í landi
með því að taka upp notkun á kössum. Þeir kass-
ar gætu verið af algengum fiskkassastærðum, þ.
e. undir 50 kg af fiski.
Rúm í fiskmóttökum nýtist tiltölulega vel þar
sem kassar eru notaðir, meðal annars vegna
þess að hægt cr að stafla kössum nokkuð hátt
og nýta hæðina.
Fúkalyf og önnur rot\7arnarefni
Auka má geymsluþol fisks í ís eða kældum
sjó með því að láta rotvarnarefni halda gerla-
gróðri í skefjum.
Natríumnítrít (NaN02) heldur aftur af gerla-
gróðri og efnabreytingunni (19), (20):
(CH3)3 NO (CHs)3 N
TMO TMA
Notkun nítríts var um tíma útbreidd í Kanada,
en mun nú vera bönnuð þar, vegna hugsanlegra
eituráhrifa. Það er notað í íslenzkum síldarverk-
smiðjum til rotvarnar á bræðslusíld, en að vísu
undir ströngu eftirliti, en óráðlegt er að nota
það á fisk til manneldis, vegna lagaákvæða í
markaðslöndunum.
Ýmis önnur efni hafa verið reynd með árangri,
þeirra á meðal (4) foromycen F. 10 (p.-formalde-
hyde samband), NO-Bac (bensóat og klóramín),
ýmis klóramín-sambönd, quarternary ammóníum
sambönd, súlfónamíd o.fl. Lagaheimildir fyrir
notkun rotvarnarefna skortir í mörgum löndum
og mikið ósamræmi ríkir milli einstakra landa.
Það ætti því enginn að taka upp slíka notkun,
nema í samráði við sérfræðinga.
Á undanförnum tuttugu árum hafa miklar
rannsóknir verið framkvæmdar til að hefta
gerlagróður í fiski með notkun fúkalyfja í fisk.
Einna beztur árangur hefir náðst með klórótetra-
cycline (CTC, aureomycin, acronize). Styrkleiki,