Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 76
74
TlMAR.IT VFl 1967
sem nemur 1 til 10 hlutar í milljón í ís, hefir
reynzt góður til að halda í skef jum gerlagróðri
í fiski (21). Lagaheimild skortir í mörgum lönd-
um, en samkvæmt upplýsingum framleiðenda má
búast við, að lagahliðin skýrist áður langt um
líður.
Vert er að athuga það, að eigi að geyma fisk
kaldan tiltölulega stuttan tíma, t.d. innan við 7
daga, er lítill ávinningur af notkun rotvarnar-
efna. Ávinningurinn er aðallega við langvarandi
geymslu.
Flutningar á fiski milli verstöðva
Á undanförnum árum hafa allmikilir landflutn-
ingar átt sér stað á fiski til vinnslu. Aðeins nokk-
ur dæmi skulu hér nefnd.
(a) Miklu af fiski er landað í Þorlákshöfn til
flutnings með bifreiðum til Suðurnesja, Reykja-
víkur, Hafnarfjarðar, Akraness og víðar.
(b) Grindavik er stundum mikil löndunarhöfn,
og er fiskur fluttur þaðan til Kefiavíkur, Reykja-
víkur og fleiri staða. Jafnframt er fiskur fluttur
milli annarra verstöðva á Suðurnesjum.
(c) Fiskur hefur stundum verið fluttur með
bílum af Snæfellsnesi til Akraness, auk flutn-
inga milli verstöðva á Snæfellsnesi.
(d) Á Vestfjörðum eiga sér stað landflutn-
ingar, t.d. milli verstöðva við Djúp og verstöðva
vestur á Fjörðum. Rækja hefir einnig verið flutt
sjóleiðina milli hafna með flutningabátum.
Gera verður ráð fyrir, að flutningar þessir fari
vaxandi, og er full þörf á því að hanna sérstök
flutningatæki til þeirra. Trúlegt er t.d., að
notkun fiskkassa geti stórbætt þá meðferð, sem
fiskurinn fær í flutningum þessum.
Litlir flutningar hafa átt sér stað sjóleiðina
milli veiðistöðva. Slíkir flutningar gætu haft
mikið gildi fyrir fiskvinnslustöðvar til útjöfnunar
á vinnslu. Það mætti til dæmis flytja fisk milli
Vestmannaeyja og lands og milli landshluta, þeg-
ar mikið berst að á einum stað en lítið á öðrum.
Fyrr í þessu erindi var rætt nokkuð um flutn-
inga á síld til vinnslustöðva í landi frá síldar-
skipum á miðum úti og þann möguleika að nýta
þessi flutningaskip til að flytja síld í söltun,
frystingu og niðursuðu, auk bræðslu. Að sjálf-
sögðu kæmi þá einnig til greina að flytja aðrar
fisktegundir með likum hætti af fjarlægum mið-
um eða verstöðvum.
TAFLA 6
Uppþíðingarvélar — áætlaður stofnkostnaður
Defrosting machines — estimated capital cost
Uppþíðingaraðferð Method Afköst tonn/klst Capacity tons/h Stofn- kostnaður kr. Capital cost Icel. kr.
1. Rafsvið (hátíðni) Dielectric 1,1 3.600.000
2. Loftblástur (rakt loft) Air-blast 1,0 5.000.000
3. Vatnsúðunarvél Water spray 1,2 2.000.000
Afköst eru miðuð við hauslausan fisk, 12% sm þykkar
blokkir. Aðflutningsgjöld eru áætluð 25%. Uppsetningar-
kostnaður er áætlaður.
Data based on headless fish 5” thick bloclcs. C.i.f. cost and
duty 25%, cost of erection included.
TAFLA 7
Áætlaður reksturskostnaður við uppþíðingu á
heilfrystum hauslausum fiski
Estimate. Cost of defrosting whole fish
Forsendur:
Basis:
Stofnkostnaður kr. 2.000.000
Capital cost Icel. kr.
Vinnsludagar á ári — 150
Days per year
Magn, tonn á ári — 1.440
Tons per year
Kr/tonn hráefnis
Icel kr./ton
raw material
1. Afskriftir, miðað við 10 ár 139
Depreciation (10 years basis)
2. Vextir 8% 111
Interest at 8 per cent
3. Viðhald 5% 69
Maintenance 5%
4. Rafmagn 16
Electricity
5. Olía (svartolía) 25
Fuel oil
6. Vatn 3
Water
7. Vinnulaun 195
Labour
Uppþíddur fiskur sem hráefni til vinnslu Samtals kr. 558
Á undanförnum árum hefir orðið stórkostleg Total Icel. kr.
aukning á frystingu í verksmiðjuskipum. Ýmist
er um að ræða flök eða heilfrystan fisk. Um þetta er sérstaklega f jallað af öðrum hér á ráðstefn