Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 79
TlMARIT VFl 1967
77
Umrœður
Hjalti Einarsson:
Fiskvinnsla sem fræðigrein er æði margbrotin
og fjölbreytnin mikil eins og glöggt má sjá af
þeim málefnum, sem eru til umræðu á þessari
ráðstefnu Verkfræðingafélags Islands um
vinnslu sjávarafla. Öllum fiskvinnslugreinum er
það þó sameiginlegt að þurfa sem byrjunarhrá-
efni fisk í sem beztu eða ferskustu ástandi.
Markmið hráefnismeðferðar er að halda aftur
af breytingum í fiskholdi.
f erindinu er minnzt á efnasambandið trí-
metylamín eða TMA, eins og það oft er kallað.
Rétt er að gera hér lítið eitt ýtarlegri grein
fyrir efnasambandi þessu. TMA myndast í fisk-
holdi fyrir áhrif rotnunargerla. Það finnst vart
í nýdauðum fiski, myndast mjög hægt fyrst í
stað, en síðar örara, er fiskholdið fer að rotna.
Það er því oft notað sem mælikvarði á fisk-
skemmdir. Hér skal ekki farið meir út í efna-
fræði TMA-myndunar, en skýrt frá niðurstöðum
mælinga á TMA, sem ekki er að finna í sér-
prentuðu erindi.
Samkvæmt heimildum frá Torry má vænta
eftirfarandi árangurs miðað við góða ísun:
Dagar í ís TMA mg. N/100 g. TVB (Reiknl N-sam- bönd alls) mg. N/100 g.
0—6 Undir 1,5 Allt að 16
6—10 1,5—5,0 Alit a« 16
10—14 5—14 16—30
Yfir 14 14 og hærra 30—33
Árið 1960 voru athuguð hjá Rannsóknastofn-
un Fiskifélags fslands 700 sýnishorn af frystum
fiski, aðallega þorski, sem tekin voru í geymsl-
um frystihúsanna. Athugun þessi var gerð í
samvinnu við Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, en
tilgangurinn var að komast að því, hvernig gæð-
in væru yfirleitt á þeim fiski, sem hér er tekinn
til frystingar. Niðurstöður þessara athugana
voru sem hér segir:
16,3% sýnishornanna innihéldu 0—1 mg.TMA - N/100 g.
55,6% — — 1—2 —
16,1% — — 2—3 —
4,1% — — 3—4 —
2,7% — — 4—5 —
4,2% — — yfir 5 —
Á vegum FAO og WHO eru í undirbúningi
staðlar fyrir fiskafurðir og er m.a. rætt um að
nota TMA sem gæðastaðal.
Jónas H. Haralz:
Mig langar til að segja nokkur orð í sam-
bandi við erindi Haralds Ásgeirssonar og þó
einkum um það, sem hann segir um ákvörðun
verðs fyrir flutninga á síld, en það er atriði,
sem segja má að snerti mig nokkuð beinlínis.
Áður en ég kem að þessu langar mig þó að-
eins til þess að skjóta að athugasemd við hið
ýtarlega og fróðlega yfirlit um sögu síldarflutn-
inga, sem gefið er í erindinu. Nú orðið er sjálf-
sagt flestum orðið það ljóst, að miklu æski-
legra hefði verið að örva síldarflutninga, þegar
hinar miklu síldveiðar hófust fyrir Austurlandi,
heldur en að byggja upp eins mikinn verk-
smiðjukost á Austurlandi og raun er á orðin.
Flutningarnir, sem fóru af stað, voru fram-
kvæmdir með of litlum skipum og af ýmsum
vanefnum gerðir. Á árinu 1962, að því er ég
má segja, var þó gerð tilraun til að hrinda
flutningum með öðru sniði í framkvæmd. Það
ár útbjó Vésteinn Guðmundsson, verksmiðju-
stjóri á Hjalteyri, ýtarlegar tillögur um sameig-
inlega flutninga verksmiðjanna norðanlands á
miklu magni. Þessar tillögur náðu því miður
ekki fram að ganga, og dýrmætt tækifæri til
þess að koma á hagkvæmara fyrirkomulagi
gekk okkur úr greipum. Ég skal ekki fullyrða
neitt um það, hverjar orsakirnar hafi verið, en
þó virðist mér hætt við, að hér hafi farið eins
og svo oft áður hér á landi, að erfitt hafi reynzt
að koma á hagkvæmu skipulagi, þegar margir
aðilar og flestir smáir þurftu að eiga hlut að
máli.
En víkjum að verðákvörðuninni. Það er sagt
hér á bls. 53: ,,Ákvörðun Verðlagsráðs byggist
að verulegu leyti á forspám um síldarafla og
afurðaverð. Algengt er að engin samstaða náist
um verðákvörðun, og hefur þá komið til kasta
oddamanns að segja til um, hvert verðið
skuli vera“. Þessi lýsing gæti valdið mis-
skilningi. Ákvörðun hefur aðeins einu sinni verið
tekin af oddamanni einum, og það var áður en
forstjóri Efnahagsstofnunarinnar var sam-
kvæmt lögum settur í það sæti. Síðan hefur
alltaf verið meirihluti fyrir verðákvörðun í yfir-