Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 80
78
TlMARIT VFl 1967
nefnd. En sá meirihluti hefur ýmist verið skip-
aður af oddamanni og fulltrúum seljenda eða
oddamanni og fulltrúum kaupenda. Af þeim
fimm verðákvörðunum á síld á árinu 1966, sem
nefndar eru í erindinu, voru aðeins tvær teknar
í yfirnefnd, en þó raunar tvær þær þýðingar-
mestu. Þetta voru verðákvarðanir fyrir tímabilið
10. júní til 30. sept. og fyrir tímabilið 1. nóv-
ember til áramóta. Hinar þrjár ákvarðanirnar
voru teknar af Verðlagsráði sjálfu. Það mætti
einnig hugsanlega misskilja það, sem segir
þarna á eftir: „Um hitt mun hins vegar hafa
orðið samkomulag, að greiðslur fyrir síld, sem
látin er í síldarflutningaskip, mætti vera 22 aur-
um lægri pr. kg.“. Það er ekki ljóst, hvort hér
er átt við samkomulag í yfirnefnd eða í Verð-
lagsráði. í raun réttri var samkomulagið gert í
Verðlagsráði og kom ekki til umræðu í yfirnefnd,
enda þótt formlega væri gengið frá því sem hluta
af ákvörðun yfirnefndar og það auglýst þannig.
Það hafa þess vegna ekki farið fram neinar at-
huganir í Efnahagsstofnuninni á þeim forsend-
um, sem gætu legið til grundvallar fyrir verð-
ákvörðun flutninga, og mér er ekki kunnugt um
það, hvaða sjónarmið hafa legið til grundvallar
af hálfu fulltrúa kaupenda og seljenda, þegar
þeir sömdu um þetta verð. Haraldur er á þeirri
skoðun, að þessi ákvörðun sé óskynsamleg. Hún
sé ekki í samræmi við raunverulegan kostnað
og feli því í sér hættu á því að draga úr flutn-
ingum eða koma í veg fyrir þá. 1 lokin er sagt:
„Hins vegar hefur þannig verið frá fjárhags-
grundvelli þessara flutninga gengið, að líkur
benda til þess, að framhald verði ekki á þeim,
nema ef til vill í opinberum rekstri“. Er þetta
rétt niðurstaða? Svo myndi tvímælalaust vera,
ef síldarflutningar væru sjálfstæð atvinnugrein,
sem væri algjörlega óháð síldarvinnslu, ef menn
stunduðu síldarflutninga til að ávaxta fé sitt í
þeim sem slíkum. Þá myndu menn hætta við
flutningana, að sjálfsögðu, ef verðið væri langt
fyrir neðan kostnað. En nú hafa þessir flutn-
ingar ekki verið reknir þannig. Þeir hafa vérið
reknir af síldarverksmiðjum, sem hafa haft
áhuga á að afla sér hráefnis, og í raun réttri
er engin ástæða til að ætla, að þeir verði nokk-
urn tíma reknir öðruvísi.
Þá skulum við líta á, hvað gerist í sambandi
við þetta verð. Verðið í fyrra, sem við skulum
hér ganga út frá, var 1,71 kr. yfir sumarmán-
uðina, þegar síldinni var landað í verksmiðju.
Það var 1,49 kr. þegar keypt var úti á miðun-
um, mismunurinn 22 aurar. Segum nú, að raun-
verulegur flutningskostnaður hafi ekki verið 22
aurar, nefnum einhverja aðra tölu, segjum 40
aurar. Hvað er það þá, sem raunverulega ger-
ist? Jú, síldarverksmiðjan, sem kaupir úti á mið-
unum í flutningaskip, borgar 1,49 kr. Flutning-
urinn þaðan af miðunum og til verksmiðjunnar
kostar 40 aura. Ef skipið landar aflanum sjálft,
þá borgar verksmiðjan aftur á móti 1,71 kr. Með
öðrum orðum, verksmiðjan borgar 1,89 kr. fyrir
síldina, sem hún fær úti á miðunum, í staðinn
fyrir 1,71 kr. Er þarna um nokkuð annað að
ræða heldur en yfirborgun af hálfu verksmiðj-
unnar? Yfirborgun til þess að geta tryggt sér
hráefni. Og á ekki þessi yfirborgun í raun og
veru fulian rétt á sér? Verksmiðjur norðanlands
og sunnan hafa mikla afkastagetu en vantar
hráefni. Ef ég man rétt, þá er fastur kostnaður
við Síldarverksmiðjur ríkisins á hvert kg síldar
á milli 30 og 40 aurar. Það getur borgað sig
vel fyrir verksmiðjurnar að yfirborga, og í raun
og veru er raunverulegur fastur kostnaður enn-
þá meiri heldur en þetta, hafi verksmiðjan á
annað borð hafið starfrækslu. Hefur ekki verð-
lagskerfið verið gert svolítið hprara með því að
leyfa verksmiðjunum norðanlands og sunnan að
yfirborga hráefnið, en verðlagskerfi okkar er
því miður mjög ósveigjanlegt eins og það er. Nú
veit ég ekki, hverjir hafa verið með þessari
verðákvörðun og hverjir á móti, en mér mundi
í fljótu bragði virðast, að þeir, sem hefðu átt
að vera þessu mótfallnir, hefðu verið síldarverk-
smiðjurnar austanlands, en ekki síldarverksmiðj-
urnar fyrir norðan og sunnan.
Jónas Jónsson:
Herra fundarstjóri. Góðir fundarmenn. Ég
skal lofa því að vera ekki langorður, því nú fer
að nálgast, að fundi verði shtið fyrir hádegi.
Mér þykir mjög vænt um það, að þetta mál hef-
ur komið hér til umræðu. Ég er nokkuð við
þessi mál riðinn og hef alltaf haft mikinn áhuga
á þeim. Um þetta mætti tala langt mál.
Það hefir sýnt sig, að síldarflutningaskipin
eru mjög mikilvæg fyrir síldveiðar okkar. Ég
ætla ekki að fara náið inn á þetta, en ætla að-
eins að minnast á eitt, sem mér finnst vera ákaf-
lega mikilvægt í sambandi við þessi síldarflutn-
ingaskip, og það er það öryggi, sem þau veita
þessum atvinnuvegi. Við erum búnir að reyna
margt, Islendingar, í okkar síldveiðum. Við er-
um búnir að reyna það, að síldin hefur fjar-
lægzt Norðurland, þar sem hún áður var árum
saman og finnst ekki lengur. Við erum búnir
að reyna það, að hér við Suðvesturland er hún
svo til horfin. Norðurlandssíldin, sem áður var,