Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 104
102
TlMARIT VPl 1967
HAGRÆÐiNG í VINNSLU SJAVARAFURÐA
KAUPAUKAKERFI VINNUAFLS
Helgi G. Þórðarson, verlífræðingur
Ólafur Gunnarsson, verkfræðingur
Inngangur
Frá upphafi vega hefir maðurinn orðið að
leggja það niður fyrir sér, þegar hann hafði verk
að vinna, með hverjum hætti hann skyldi fram-
kvæma það. Hann hefir því ávallt orðið að skipu-
leggja meðvitað, eða ómeðvitað og búa í hendur
sér. Kynslóðir hafa verið mismunandi frjóar í
þessum efnum, þannig hafa skipzt á framfara-
tímabil og önnur kyrrstæðari. Hver kynslóð hefir
lært af þeirri eldri, valið og hafnað, og ýmist
bætt um eða týnt kunnáttu forfeðranna. Vinnu-
aðferðir og skipulag hafa þannig þróazt í hverri
atvinnugrein, en útbreiðsla nýrrar kunnáttu oft-
ast verið bundin svæðum, þar sem samskipti voru
milli manna. Hagræðing í þessum skilningi hefir
því ávallt átt sér stað.
Nútíma hagræðingartækni, eða vísindaleg
stjórnun (seientific management), eins og þetta
er kallað í víðasta skilningi, er hins vegar talin
eiga uppruna sinn nokkru fyrir síðustu aldamót.
Upphafsmenn þessarar tækni eru taldir vera
Fredric W. Taylor 1856—1915, sem upphafsmað-
ur vinnuhagræðingartækni, þ. e. hann hóf að
greina verk í verkþætti, athuga efni, áhöld og
búnað til að bæta vinnuaðferðir og tímamæla til
að velja aðferðir og setja ákvæði. Hinn var frakk-
inn Henri Fayol 1841—1925. Hann beitti sér eink-
um að stjórnun framkvæmda og deilingu ábyrgð-
ar.
1 kjölfar þessara manna kemur svo f jöldi ann-
arra, og taka þeir upp þráðinn eftir þessa frum-
kvöðla og þróa nútíma hagræðingartækni, eða
allar þær greinar, sem fylla hugtakið ,vísindaleg
stjórnun1.
Á síðustu áratugum hefir tækni þessari verið
beitt á flestum sviðum framleiðslu og þjónustu
með miklum árangri, einkum meðal þeirra þjóða,
sem framarlega standa í tækni og vísindum.
Samhliða framförum í tækni, vísindum og fé-
lagslegum efnum er og ör þróun í hagræðingar-
tækni. Beiting hagræðingartækni hefir reynzt
mikilvirk til að ná aukinni framleiðni, þ. e. meiri
árangri í hlutfalli við fyrirhöfn.
Uppbygging starfseminnar
Upphaf
Ekki er ljóst, hvenær sú hugmynd kemur fyrst
fram að beita hagræðingartækni með vinnurann-
sóknum við vinnslu sjávarafurða hér á landi.
Árið 1950 var framkvæmd athugun á fiskiðnaði
Islendinga af bandaríska verkfræðifirmanu Coo-
ley Ass. Boston. Athugunin var gerð á vegum
ríkisstjórnar Islands sem liður í efnahagsaðstoð
þeirri, er Bandaríkin veittu þátttökuríkjum
Efnahagssamvinnustofnunar Evrópuríkjanna.
Gerð var nákvæm athugun á fiskiðnaðinum og
gerðar tillögur um endurbætur og heppilega þró-
un í uppbyggingu hans. M. a. var lagt til, að
meðal sölusamtaka í fiskiðnaðinum yrði rekin
verkfræðideild með hæfu starfsliði, er hefði eftir-
lit með útbúnaði, verkunaraðferðum og rekstri
og í öðru lagi safnaði upplýsingum um tækni er-
lendis frá til þess að hafa jafnan á takteinum
upplýsingar rnn nýja tækni, vinnusparandi út-
búnað og aðrar framfarir í iðnaðinum.
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna hefir rekið
verkfræðideild allt frá árinu 1945, fyrst með ein-
um verkfræðingi, síðar tveim og 1957 með þrem.
Síðan hefir enn verið aukið við starfsliðið.
Ráöstefna í Tromsö
1 október 1957 var haldin ráðstefna í Tromsö
í Norður-Noregi til að fjalla um niðurstöður
tveggja ára rannsókna í norskum hraðfrysti-
iðnaði, sem höfðu verið framkvæmdar á vegum
Norsk Produktivitetsinstitutt og Norsk Fros-
senfisk A/L (Frionor). Rannsóknirnar höfðu
annast Industriforbundets Rationaliseringskon-