Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 107
TlMARIT VPl 1967
105
Til vigtunar
Mynd 4. Flökunarkerfi.
2 2
3 1
2
Mynd 5. Snyrting, vigtun og pökkun. Skipulagning
á vinnuborði.
tímamælingar og ákveða staðalafköst og
lágmarksnýtingu fyrir hvora aðferð.
b) ákveða gerð og teikna handflöktmarkerfi,
sbr. mynd 4, sem gerði það kleift að mæla
afköst og nýtingu hvers einstaks flakara.
c) ákveða endanlegt fyrirkomulag borðavinnu,
þar sem gert er ráð fyrir að hámarksf jöldi
við borð séu 3 stúlkur, sbr. mynd 5, og
samin verklýsing fyrir snyrtingu, vigtun
og pökkun fyrir hverja einstaka pakkn-
ingu, sbr. töflu 3.
d) framkvæma tímamælingar og ákvarða
staðalafköst fyrir borðavinnu.
e) gera tillögur um launakerfi, sem síðan
verður endanlega gildandi.
Á þessu stigi málsins var skýrt tekið fram,
að staðlarnir, sem settir voru, væru bundnir því
hráefni, sem athuganirnar voru gerðar á og að
það væri breytilegt eftir árstíma, veiðisvæði,
veiðaðferð og ekki sízt þeirri meðferð, sem það
fær að öðru leyti, áður en það er tekið til vinnslu.
Kynning og viðrœður við verJcálýðsfélög
Tíminn frá áramótum 1961—62, þar til tilraun-
in hófst, var notaður til aðlögunar og kynningar.
Á sama tíma fóru fram viðræður við verkalýðs-
félög og varð að samkomulagi að vinna eftir
þessu nýja launakerfi í 3 vikur. Tilraunin hófst
14. febrúar 1962. Tilraunin varð árangursrík að
því leyti, að fram komu ákveðin atriði, sem á-
stæða var til að lagfæra og ekki gátu komið í
ljós með öðrum hætti.
Strax eftir tilraunina í Frost h.f. var hafizt
handa um að aðlaga setta staðla í fjórum frysti-
húsum og gera viðbótarathuganir, og á vertíð
1963 höfðu 13 frystihús tekið upp ákvæðisvinnu
í hvorttveggja, í handflökun og snyrtingu, vigtun
og pökkun.
Almennur áhugi
Menn voru ekki í vafa um það, að hér voru
að gerast athyglisverðir hlutir, og fleiri frysti-
hús óskuðu eftir að fá uppsett kaupaukakerfi.
Á fyrstu mánuðum þessarar starfsemi var
skipulagi tæknideildar SH breytt þannig, að stofn-
uð var sérstök framleiðnideild til að vinna ein-
göngu að þessum málum.
Með hinum vaxandi áhuga frystihúsamanna
fyrir þessu varð berlega ljóst, að tiltækt starfs-
lið var ekki fyrir hendi til þess að annast starf-
semina svo fullnægjandi væri. Haldin voru nám-
skeið í vinnuhagræðingartækni á vegum Iðnaðar-
málastofnunar Islands til að bæta úr þessari
þörf fyrir kunnáttumenn. Einnig voru menn
sendir utan sömu erinda. Sjávarafurðadeild SlS
gerði á árinu 1963 samning við SH um aðild að
þessari vinnuhagræðingu fyrir hönd sinna frysti-
húsa og réði starfsmann til að sjá um fram-
kvæmdina.