Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 109
TÍMARIT VFÍ 1967
-----------sp—----
107
Svceðadeildir
Mannfæðin varð þess valdandi, að hvorki var
kleift að bæta úr göllum um leið og þeir komu
í ljós né halda áfram aðkallandi athugunum á
nýjum aðferðum eða breyttri vinnutilhögun.
Þetta leiddi til þess, að frystihúsin í Vest-
mannaeyjum fengu mann frá IKO í febrúar 1964
og stofnuðu sína eigin skrifstofu (svæðisdeild).
Þar starfa nú þrír menn, þar af einn verkfræð-
ingur. Á svipuðum tíma var einnig stofnuð svæð-
isdeild frystihúsanna við Isafjarðardjúp.
Starfsemin hefir síðan þróazt með samstarfi
svæðisdeildanna og framleiðnideildar SH, sem
einnig hefir haft samstarf við hagræðingardeild
Sjávarafurðardeildar SÍS.
Launakerfi
Kaupaukakerfi
Þegar að því kom að setja ákvæði á grund-
velli vinnurannsóknanna, var naumast um annað
að ræða, en að velja eitthvert kaupaukakerfi
(bónus). I fyrsta lagi voru gildandi samningar
um kaupgjald eingöngu á tímakaupsgrundvelh,
og var því eðlilegt að nota tímakaupið sltv. gild-
andi samningum sem lágmarkstryggingu. í öðru
lagi þótti heppilegt, á meðan verið var að æfa
nýjar aðferðir og ltynna ný viðhorf, að starfs-
fólkið ætti ekkert á hættu, heldur væri eingöngu
um ávinning að ræða hjá þeim, sem tækist að
tileinka sér nýjar aðferiðir og vildu leggja sig
fram til að fá greiddan kaupauka. Hreint ein-
ingarákvæði kom því aldrei til greina.
Kaupgreiðslulínur þær, sem notaðar hafa ver-
ið, eru sýndar á línuriti, mynd 6. Það gildir fyrir
allar kaupgreiðslulínurnar, að greiddur er 10%
kaupauki fyrir að ná staðli. Tímakaupið + 10%
er síðan notað sem ákvæðisgrunnur fyrir framlag
umfram staðal. 1 snyrtingu, vigtun og pökkun
og einnig í vélf lökun er kaupauki greiddur í hlut-
falli við afköst umfram staðal, þannig að fyrir
hver 10%, sem afköst eru umfram staðalafköst,
eru greidd 10% af ákvæðisgrunni til viðbótar
tímakaupi. í handflökun er greiddur kaupauki í
hlutfalli við hvorttveggja, nýtingu og afköst um-
fram staðal. Eru þá greidd 10% af ákvæðis-
grunni til viðbótar timakaupi fyrir hvert pró-
sentustig, sem nýting er hærri en staðalnýting,
og 10% af ákvæðisgrunni fyrir hver 20%, sem
afköst eru umfram staðalafköst.
I þeim tilfellum, þar sem tapstímar eru breyti-
Mynd 6.