Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 110
108
TlMARIT VFl 1967
legir eftir samsetningu framleiðslunnar, svo sem
í tækjavinnu, hefir verið notað Rowan kaupauka-
kerfi, sbr. mynd 6.
Einstakir vinnsluþættir
Handflökun
Eins og að framan getur var í fyrstu skilgreind
A og B flökun. A-flökun gerir ráð fyrir að skera
þunnildi burt svo hægt sé að nota það í söltun
sér, B-flökun gerir ráð fyrir að flakað sé út á
þunnildið, sbr. mynd 3. Reynt var að miða aðeins
við þrjá stærðarflokka af fiski: stóran, miðlungs
og smáan. Það sýndi sig strax, að þetta var of
ónákvæmt, þ. e. a. s. leiddi til þess, að sveiflur
urðu of miklar í kaupaukagreiðslum þrátt fyrir
jafna vinnu flakarans. Því var búið til samfellt
línurit, sem gaf sambandið milli fjölda fiska í
100 kg af fiski og þess tíma, sem tók að flaka
það magn. Einnig kom fljótlega fram, að eðli-
leg lágmarksnýting er háð árstíma, veiðisvæðum
og veiðiaðferðum. Og að sjálfsögðu er lágmarks-
nýtingin einnig háð meðferð hráefnisins, en það
kemur ekki beint fram í uppbyggingu kerfisins,
þar sem þau eru látin fylgja árstíð og veiðiað-
ferð.
Það, sem gera þarf til þess að reikna út ákvæði
eftir þessum reglum, er:
1. Vigtað er inn til hvers einstaks flakara.
2. Fundinn er fjöldi fiska í 100 kg (til þess
að ákveða staðalafköst (Mynd 7).
3. Vigtuð eru flök frá hverjum flakara og
fundin nýting.
4. Eftirlit er með því, að flakað sé samkvæmt
verklýsingu.
5. Tekinn er byrjunartími og lokatími fyrir
það tímabil, sem unnið er í ákvæði.
Vélflökun
Kaupaukagreiðslur fyrir vélflökun er sett upp
á svipaðan hátt og fyrir handflökun, nema hér
er um hópákvæði að ræða. Kaupaukagreiðslu-
kerfið er bæði fyrir fulla áhöfn á flökunarvél-
unum sem skerta. Hráefnisnýting hefir ekki enn
verið tekin inn í ákvæðið.
Smurning og hreinsun flökunarvélanna er einn-
ig í samskonar ákvæði.
Snyrting, vigtun og pökkun
Sett hefir verið upp hópákvæði, fyrir mest
3 stúlkur við borðasamstæðu, einnig fyrir 2 og
Mynd 7.