Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 111
TlMARIT VFl 1967
109
eina fyrir allar pakkningartegundir. (Sjá dæmi
um verklýsingu, tafla 3). Einnig hefir verið tek-
in inn í ákvæðið nýting í pakka á borði hjá nokkr-
um frystihúsum.
Ákvæði fyrir humarvinnslu og pökkun á síld
hafa einnig verið sett.
Flutningar t pökkunarsal
Gerðar hafa verið tímaathuganir á og reiknuð
út áhöfn á:
1. Fiskflutningum frá flökun að snyrtiborð-
um.
2. Flutningum á pökkuðum fiski (í pönnum)
frá snyrtiborðum til frystingar.
Frysting
Starfsmenn í frystitækjum ráða ekki hve mik-
ið á að frysta. Framleiðslan takmarkast af af-
kastagetu frystitækjanna, en er annars háð því
magni, sem berst frá pökkunarsal. Fjöldi starfs-
manna í allt við tækin verður því að vera sam-
ræmdur framleiðslumagni. Vegna þess, að taps-
tímar í frystitækjavinnu eru mjög breytilegir,
er erfiðleikum bundið að ákveða framleiðslutíma,
sem gilda undir öllum kringumstæðum. Af þess-
um ástæðum hefir þótt heppilegt að nota Rowan
kaupaukakerfi, sem takmarkar öfgafull frávik.
Ákvæðið í tækjadeild er byggt upp sem hóp-
álcvæði, þ. e. a. s. að afköst starfsmanna eru
reiknuð út frá sameiginlegum afköstum áhafn-
ar. Sem mælikvarði á framleiðslumagn hefur
verið notaður fjöldi frystra kassa, og staðallinn
reiknaður út frá gefnum tíma á kassa. Hann er
breytilegur eftir pakkningu.
Aðgerð
Ákvæði er bæði fyrir einstalkinga og þar sem
tveir vinna saman. Tekið er tillit til fiskstærðar
á svipaðan hátt og við handflökun.
Aðrar greinar
Sett hafa verið upp ákvæði við pökkun á skreið.
Enn fremur við flatningu og söltun á fiski.
Samvinna um kaupaukaútreiTcning
I Vestmannaeyjum hafa frystihúsin hafið sam-
vinnu frá áramótum 1966—67 um allan útreikn-
ing á kaupaukagreiðslum. Notuð er tölva frá
Olivetti. Uppsetningu og fyrirsögn á kerfi því,
sem tölvan reiknar eftir, hefir Glúmur Björns-
son annazt. Skrifstofa þessi heyrir undir fram-
leiðnideild frystihúsanna í Vestmannaeyjum.
Framtíðarverkefni og markmið
Sú hagræðing, sem þegar hefir farið fram í
frystihúsunum, hefir fyrst og fremst beinzt að
viðamestu þáttunum í sjálfri vinnslunni.
Unnið hefir verið að því að bæta vinnufyrir-
komulag, einfalda vinnuaðferðir og útiloka ó-
þarfa tapstíma. Miklum árangri hefir verið náð
án umfangsmikilla eða kostnaðarsamra breyt-
inga. Á grundvelli þessara aðgerða hefir verið
komið á örfandi launakerfum og með því stuðlað
að betri nýtingu vinnuafls og tækja.
Mikið verkefni er framundan við að aðhæfa
betur alla staðla breytilegum fiskgæðum.
Önnur verkefni, sem þegar hefir verið unnið
nokkuð að, er skipulagning flutninga og geymslu,
bæði á hráefni og fullunninni vöru.
Skipafélögin hafa látið vinna að hagræðingu í
lestum, og í beinu sambandi við það hefir verið
unnið að því að koma við pöllum og lyfturum
til flutninga og geymslu í klefum frystihúsanna.
Opnast þar leiðir til mikils sparnaðar og betri
meðferðar á vörunni. Sama gildir um útskipun
á skreið og saltfiski.
I meðferð hráefnis hafa verið gerðar tillögur
um ísun í kassa og tilflutning þeirra með lyft-
urum. Er þar stefnt að ódýrari flutningum, betri
meðferð og aukinni nýtingu geymslurýmis. I
þessu efni er nauðsynlegt að tekin verði til með-
ferðar allur flutningur og geymsla frá því fisk-
ur fer í lest fiskiskips á miðunum og þar til hann
fer í vinnsluna. Við þróun og gerð nýrra fiski-
skipa þarf að athuga þetta atriði mjög alvar-
lega.
Margt fleira mætti nefna, svo sem betra skipu-
lag gæðaeftirlits og almennrar stjórnunar.
Lokaorð
Eitt mesta vandamál hraðfrystiiðnaðar í dag
er hin árstíðabundna hráefnisgengd. Veldur það
mjög slæmri nýtingu á fé, sem fest er í iðnaðin-
um, jafnaframt erfiðleikum í mannahaldi. Sem
dæmi má nefna fiskvinnslustöð, sem þarf á að
halda um 300 manns í marz—apríl, en getur lent
í hreinustu vandræðum með að hafa arðbært
verkefni fyrir 30 manns í september til desember.
Það væri því einhver mesta hagræðing í þess-
um iðnaði, ef hægt væri að jafna hráefnisöfl-
unina og tryggja þannig stöðuga vinnslu allt
árið. Ef slíkar forsendur væru fyrir hendi, væri
hægt að útfæra miklu betur alla stjórnun og deil-
ingu ábyrgðar í fyrirtækjunum og koma við bet-
ur skipulögðu eftirliti á öllum sviðum. Þjálfun
starfsmanna í hvers konar störfum yrði mark-
vissari og hagræðingarstarfsemin, sem þegar hef-
ir skilað góðum árangri, myndi verða margfallt
árangursríkari.