Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 112
110
TlMARIT VFl 1967
Summary
An account is given of the efficiency activities
in the reduction of fish produce. Systematic work
method tests were commenced in 1961, and by
the winter fishing season of 1963 a total of 13
freezing plants had organized piece-work in hand-
filleting, smartening, weighing and packing. Both
the Icelandic Freezing-Plants’ Corporation and
the Federation of Iceland Co-operative Societies
operate Technique and Productivity Divisions.
Regional Departments have been established at
the Westman Island and Isaf jorddjup. A wage-
bonus system is being employed in connection
with the piece-work. Incentive provisions have
been laid down in respect of hand-filleting,
machine-filleting, smartening, weighing and
packing, as well as in inter-plant transport, freez-
ing, dressing of fish, packing of stockfish, and
the splitting and salting of fish. In the West-
man Island 4 freezing-plants collaborate in the
calculation of wage-bonus. A future task is that
of improving upon the aligning of all standards
to variable qualities of fish, and in the carriage
and storage of raw material and fully produced
goods. The greatest problem facing the Icelandic
quick freezing industry to-day is the seasonal
access to raw material. This results in poor uti-
lization of funds and difficulties in connection
with personnel.
Eftirmáli
Hjalti Einarsson, verkfræðingur, forstöðumað-
ur framleiðnideildar Sölumiðstöðvar Hraðfrysti-
húsanna hefir góðfúslega leyft okkur að nota
teikningar og línurit fyrir kaupaukagreiðslur.
Kjartan Kristjánsson, verkfræðingur, forstöðu-
maður tæknideildar frystihúsanna í Vestmanna-
eyjum, hefir lesið yfir handritið og gefið okkur
góðar ábendingar.
Benedikt Gunnarsson, tæknifræðingur, deild-
arráðunautur (1966) Industrikonsulent AS
(IKO), veitti mikilsverðar upplýsingar, einkum
um athuganir í Frosti h.f.
Kunnum við þessum mönnum beztu þakkir.
Höfundar.
Umrœður
Hjalti Einarsson:
Við erum komnir hér inn á mál, sem mjög
er á dagskrá í íslenzkri fiskvinnslu í dag og
er því rétt að ræða hér svolítið nánar. Ég vil
þakka þeim Helga og Ólafi fyrir framlagið. Það
fer vel á því, að þeir skuh hafa verið til þess
fengnir að fjalla um hagræðingu í fiskiðnaði,
þar sem segja má, að upphafið að vinnurann-
sóknastarfsemi og vinnueinföldun í frystihús-
unum hafi verið störf þeirra tvímenninganna á
tæknideild S.H. fyrir um það bil 10 árum síðan.
Þessi mál hafa þróazt töluvert síðustu árin, þótt
segja megi og viðurkenna beri, að stór verk-
efni bíði ennþá óleyst. Ég vil þá nota tækifærið,
af því að þetta er á ráðstefnu verkfræðinga, að
benda á, að það eru alltof fáir verkfræðingar,
sem sinnt hafa vinnuhagræðingu og framleiðslu-
störfum almennt og jafnframt benda á, að það
eru alltof fáir verkfræðingar starfandi í fisk-
vinnslu, en það er kannski svolítið annað mál.
Ég sé ekki ástæðu til þess að bæta miklu
við það, sem þeir Helgi og Ólafur hafa skrifað
og þegar hefur komið fram. Þó vil ég skjóta
því inn í, að yfirleitt hefur, a.m.k. til að byrja
með, ekki verið gerð sú krafa til starfsfólks í
frystihúsunum, að það næði staðalafköstum til
þess að fá kaupauka, heldur hafa verið notaðir
svokallaðir skertir staðlar, það er prósentur af
staðalafköstum. Það þýðir, ef við lítum á línu-
ritið, mynd 6, að allar kaupgreiðslulínur eru
færðar niður, þannig að það sem merkt er 100
er greitt við 90, það sem merkt er 110 er greitt
við afköst 100. Þetta var að minnsta kosti mjög
mikið notað fyrst í stað. Ég skal líka taka
fram, að það, sem hér er kallað hraði, er hlut-
fallið milli þess, sem við köllum gefinn tíma
og notaðan tíma. Það er þetta hlutfall, sem átt
er við. Það kom kannski ekki greinilega fram.
Með öðrum orðum, maður, sem vinnur á hraða
150, eins og sýnt er 1 línuritinu, notar 100 mín-
útur til þess að framkvæma verk, sem metið
er á 150 mínútur.
Það er annað, sem ég held að þurfi kannski
aðeins meiri útskýringar. Rowan-línan er hér
sýnd sem kaupgreiðslulína fyrir frystingu.
Sumum hefur fundizt hún ósanngjörn, þannig
að hún gefi ekki nógu mikla tekjumöguleika.
Ég vil þá líka benda á það, að hún hefur aldrei,