Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 113
TlMARIT VFl 1967
111
mér vitanlega, verið notuð eins og kenningin
sýnir og fram kemur á línuritinu í mynd 6. Þeg-
ar Rowan hefur verið notaður af okkur, þá er
venjulega byrjað að greiða töluvert neðar, t.d.
við 70-80%, þannig að fólkið fær kaupauka fyrr
eða við 70 til 80% af staðalafköstum. Annars
vildi ég líka benda á það, að Rowan-línan var
notuð fyrst í stað og jafnvel á vertíðinni 1966
í tækjavinnu, en nú má heita, að hún hafi lagzt
niður.
Það er líka eitt í sambandi við handflökun.
Eins og fram kemur á mynd 6 er greiðslulínan
fyrir handflökun dálítið flöt. Beina ákvæðið er
brött lína í gegn um línuritið, en handflökunin
er sýnd sem mun flatari lína. Þó ber þess að
geta, að handflökunarlínan var sett upp þannig,
að reiknað er með því, að góður flakari geti,
ef hann er búinn að temja sér vandvirkni, náð
a.m.k. 3% nýtingu yfir staðalnýtingu, þannig
að fyrir hraða 100 fær hann 10% greiðslu fyrir
að ná staðli plús 30% fyrir nýtingu — hann
er kominn upp í 140. Ef við lítum aftur á þessa
sömu línu við hraða 150, þá sjáum við skurðar-
línu við beina ákvæðið, þannig að þessi sami
flakari fær sama fyrir hraða 150 með 3% nýt-
ingu yfir staðal og ef hann væri í beinu ákvæði.
Fyrir ofan þennan hraða eru tekjumöguleikar
hans minni heldur en ef hann væri í beinu
ákvæði. Þá vil ég líka benda á það, að líking-
in, sem gefin er hér fyrir Rowan-línunni, er
rétt miðað við kerfið, sem við notum í frysti-
húsunum, ef flakari fær 10% þóknun fyrir að
ná staðli. En þetta er ekki algild Rowan líking,
þannig að hún gildir ekki við annan ákvæðis-
grunn en 1,1 X kaup. Þeir félagar koma hérna
inn á flestar greinar, sem nú eru í gangi, og
sé ég ekki ástæðu til þess að tef ja þetta meira.
Ég vil þakka þeim Ólafi og Helga aftur.