Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 121
TlMARIT VFl 1967
119
eða loftstraumi. Allar þessar aðferðir hafa gef-
ið góðan árangur, ef þær hafa verið framkvæmd-
ar undir nákvæmu eftirliti. Tilraunir eru nú
einnig gerðar með uppþíðingu, sem byggðar eru
á rafmagnsmótstöðu í fiskinum. Af þessum að-
ferðum er uppþíðing í röku lofti enn vinsælust,
sennilega vegna þess, að minna má þíða upp í
einu, tækin þarfnast minna eftirlits og hitanýtn-
in talin betri.
Eftirfarandi tafla 2 sýnir samanburð Torry-
rannsóknastofnunarinnar á rekstrarkostnaði
tveggja mismunandi uppþíðingartækja, annað er
rafsviðstæki en hitt loftstraumstæki.
TAFLA 2
Kostnaður, f, á tonn við uppþíðingu á heilfryst-
um fiski
Cost, £, per metric ton of thawing whole sea-
frozen white fish
Uppþíðingaraðferð Method of thawing
Rafsviðs- Dielectric Loftstraums- Air-blast
Afskriftir Depreciation 0,30 0,57
Vextir Loss of interest 0,18 0,34
Rafmagn Electric power 0,61 0,13
Olla Fuel oil 0,00 0,09
Vinna Labour 0,97 1,00
Viðhald og hreinsun Maintenance and cleaning 0,22 0,16
Vatn 0,01 0,01
Water
Samtals Total 2,29 2,30
GϚi
Rannsóknir hafa leitt í ljós, að gæði heilfrysta
fisksins eru bezt, ef fiskurinn er frystur áður
en dauðastirðnun (rigor mortis) hefur átt sér
stað. Bezt er að blóðga fiskinn eins fljótt og
auðið er, gera að honum og þvo vel, strax og
honum hefur blætt út og geyma í ís, þar til hann
er settur í frystitækin. Fiskur, sem frystur er
strax eftir dauðastirðnun, gefur oftast góðan
árangur, en þó getur stundum átt sér stað smá-
vegis sundurlos. Þegar fiskurinn er í sjálfri
dauðastirðnuninni, getur verið erfitt að koma
honum í tækin.
Ef fiskurinn er flakaður um borð og frysta
á flökin, geta komið fram ýmis vandamál. Flök,
sem eru flökuð fyrir dauðastirðnun, geta dregizt
saman og breytzt í útliti, þegar stirðnun á sér
stað eftir uppþíðingu, og er því ráðlegast að flaka
fiskinn ekki fyrr en eftir stirðnun, eða að frysta
flökin 2—3 klst. áður en stirðnunin mundi byrja.
Seinni möguleikinn er oft óframkvæmanlegur,
en sá fyrri útheimtir geymslurými fyrir ísðan
fisk, þar sem fiskurinn er geymdur, áður en hann
er flakaður. Útlit þeirra flaka, sem fryst hafa
verið fyrir dauðastirðnun, getur oft verið dekkra
en þeirra flaka, sem fryst hafa verið eftir stirðn-
un.
Það virðist því vera öllu vandaminna að heil-
frysta fisk um borð en að frysta flök, gæðalega
séð.
Rekstur frystitogara
Komið hefur í ljós að þeir frystitogarar, sem
nú hafa verið teknir í notkun í Bretlandi, landa
hver um sig að meðaltali um 60% meira fisk-
magni á sama tíma en venjulegir togarar gera,
sem ísverja aflann. Niðurstöður þessar hafa
fengizt við samanburð á skipum, sem sótt hafa
á sömu fiskimið og verið stjórnað af jafnhæfum
mönnum. Ástæðan fyrir þessu er sú, að frysti-
togarar geta verið lengur við veiðar á miðunum,
og verið við þær jafnlengi og lestarnar eru að
fyllast eða olía og vistir endast. Venjulegur tog-
ari getur aðeins verið takmarkaðan tíma að
veiðum, ef landa á aflanum í markaðshæfu ásig-
komulagi. White Fish Authority í Bretlandi hef-
ur gert samanburð á rekstri frystitogara og
venjulegra togara. Samanburðurinn var gerður
á grundvelli jafn mikils aflamagns, sem landað
er, þ. e. a. s. samanburður á rekstri 1 frysti-
toga og 1,6 venjulegra togara.
Aðalkostnaðarliðir við rekstur skipanna eru
í sambandi við: a) höfuðstól, b) áhöfn, c) elds-
neyti, d) viðhald og e) veiðarfæri. Þegar hver
liður er athugaður fyrir sig, kemur í ljós að:
a) Verð frystitogara er mun hærra en venju-
legs togara, en þó ekki meira en nemur 60%. Von-
ir standa til, að með bættu fyrirkomulagi megi
minnka þennan mun verulega.
b) Kostnaður vegna áhafnar er um 20—25%
minni hjá frystitogaranum.
c) Reynslan hefur sýnt, að fiskiskip eyða
mim minni orku við veiðar en á siglingu. Þar af
leiðir að eldsneytisnotkun verður hlutfallslega