Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 126
124
TlMARIT VFl 1967
og Bretar eigi eftir að snúa sér meira að þess-
um skipagerðum. Þetta mun tíminn einn leiða
í Ijós.
Um uppþíðingu og notkun á heilfrystum fiski
sem hráefni til frekari vinnslu í fiskvinnslu-
stöðvum vil ég aðeins undirstrika það, sem ég
sagði í grein minni um hráefnið. Frystihúsin
mundu vafalaust taka með þökkum við slíku hrá-
efni, ef þau ættu þess kost að kaupa hann á
því verði, sem gerði þeim kleift að vinna úr
honum. Það eru ýmsar gerðir af uppþíðingar-
vélum á markaðnum, eins og þegar hefur verið
skýrt frá, og það má segja, að það sé tæknilega
leyst mál að þíða upp þykkar, heilfrystar blokk-
ir, þó að vandinn sé hins vegar sá, að það eru
margar vélar á markaðnum og vandi að velja
þá réttu. Eins og þegar hefur komið fram, standa
yfir tilraunir um uppþíðingu og endurfrystingu
á vegum Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins og
Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, en niðurstöð-
urnar liggja ekki fyrir. Þær munu gera það inn-
an skamms, og má búast við, að við fáum mjög
fljótlega að vita miklu meira um þetta mál.
Haraldur Ásgeirsson:
Fyrir 2 árum skoðaði ég í Kaliforníu tuna-
fiskibát. Hann var útbúinn þannig, að hann var
með mörgum tönkum, sem fylla mátti af salt-
pækli, og frystitækjum, sem frystu niður þennan
pækil. Tunafiskurinn var látinn renna niður í
pækilinn og fraus þar mjög fljótt. Síðan var
pæklinum dælt af fiskinum og dyr opnaðar í
tönkunum, fiskurinn tekinn þar út og staflað í
kældar lestar í skipinu. Þetta eru talsvert stór
skip, sem þurfa að sigla langa vegalengd. Með
mér var bekkjarbróðir minn, sem þarna starfar
úti, og þegar við vorum að ræða um þetta, þá
skaut hann því að mér, að það hefðu orðið svo
miklar framfarir núna á síðustu árum einmitt
í sambandi við geimflug og annað slíkt, að
fljótandi köfnunarefni væri að verða samkeppn-
isfær vara við ís til kælingar. Það hvarflar því
að mér í sambandi við það, sem hér hefur verið
rætt, að ef til vill eigi eftir að verða breytingar
þarna eitthvað í þessa átt í framtíðinni. E.t.v.
eru hér inni menn, sem vita nú miklu meira
um þetta, og ég vona að ég sé afsakaður fyrir
það að koma óundirbúinn og slá þessu svona
fram, en það virðist, svona frá leikmannssjón-
armiði, möguleiki á því að nota fljótandi köfn-
unarefni, ekki bara til þess að frysta fiskinn,
heldur líka til þess að kæla hann. Þetta kom
að vísu fram í brezka erindinu, sem var haldið
hér í morgun, og minnzt þar á einhver vand-
kvæði á þessu, en raunverulega er þetta á frum-
stigi. Ég vildi aðeins varpa fram þessari fyrir-
spurn, ef einhver hefði áhuga á því.