Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 128
126
TlMARIT VFl 1967
hvort varan verður steríl eða ekki. Suður, sem
reynst hafa nægilegar fyrir hreint og gott hrá-
efni, geta reynzt algerlega ófullnægjandi, ef
hráefnið er mjög gerlaríkt.
Við niðurlagningu er gerlaf jöldinn í hráefninu
skiljanlega líka mikilvægt atriði. Því meiri gerla-
fjöldi, því fleiri lífseigir gerlar, því minni áhrif
rotvarnarefnisins og því minna geymsluþol vör-
unnar. Margar þjóðir hafa nú bannað notkun
rotvarnarefna, sem hingað til hafa verið notuð
með góðum árangri. Þar sem ekki hafa fundizt
önnur jafn áhrifamikil rotvarnarefni, sem leyfi-
legt er að nota, þá er það nú einasta úrræði
þeirra, sem framleiða niðurlagðar vörur, að
vanda til hins ýtrasta meðferð hráefnisins og
gæta fyllsta hreinlætis við framleiðsluna alla.
Hvort sem hráefnið á að fara til niðursuðu eða
niðurlagningar, þá er nú alls staðar unnið mark-
visst að því að fá það eins gerilsnautt og fram-
ast er unnt. Gæði hráefnisins að öðru leyti eru
að sjálfsögðu ekki síður mikilvæg, og koma þar
margir séreiginleikar til greina. Þannig eru sum-
ar grænmetistegundir ræktaðar sérstaklega til
niðursuðu. Allt hráefni til niðursuðu eða niður-
lagningar þarf að veljast af kunnáttu með tilliti
til þeirrar meðferðar, sem það skal hljóta. 1 nið-
ursuðuiðnaðinum er vísindalega grundvölluð
meðferð og val á hráefninu orðin óhjákvæmileg
nauðsyn.
Niðursuðutœki
Tvenns konar tæki eru kjarninn í hverri nið-
ursuðuverksmiðju, en það eru sjóðararnir og lok-
unarvélarnar. Margs konar önnur tæki eru og
nauðsynleg, eftir því hver framleiðslan er og
hversu mikil, s.s. áfyllingarvélar, forsjóðarar,
þvottavélar, álímingarvélar, reykofnar o.m.fl.
Helztu nýjungar í gerð sjóðara eru hinir svo-
kölluðu hverfisjóðarar og hinir geysistóru suðu-
turnar. Hverfisjóðarinn er þannig gerður, að hið
lokaða hylki, sem dósimar eru soðnar í, er látið
snúast um sjálft sig í sífellu á meðan að á hitun
og kælingu stendur. Við þetta vinnst það, að
innihald dósanna hreyfist, svo framarlega sem
það getur mnnið til, en við það gegnhitnar inni-
haldið hraðar, svo að komizt verður af með
styttri hitunartíma en ella. Á sama hátt verður
og kælingin hraðari. Suðuturnarnir eru mjög
háir. Heinz fyrirtækið í London setti t.d. nýlega
upp 3 suðutuma, sem hver er 55 fet (16,5 m) á
hæð. Turnarnir vinna óslitið, þannig að dósimar
flytjast á færibandi í gegnum þá eftir lóðréttum
hólkum með mismunandi heitu vatni. Með hæð-
inni á tuminum vinnst það, að unnt er að nota
vatnssúlu til mótvægis gegn þrýstingnum í heit-
asta hluta sjóðarans, og eru dósirnar fluttar frá
toppi turnsins niður eftir honum og svo að lok-
inni suðu upp á toppinn aftur.
Af öðrum nýjungum í gerð sjóðara má nefna
notkun mjög heits loftstraums eða jafnvel gas-
loga til hitunar á dósunum. Þessi tæki eru þó
nánast á tilraunastigi og hafa ekki náð út-
breiðslu.
Lokunarvélar eru af ýmsum gerðum og stærð-
um. En þar sem gerð dósasaumanna er alls staðar
hin sama, eru meginhlutar vélanna að mestu leyti
eins í þeim öllum. Fjölbreytnin liggur í lögun,
efni, stærð og afköstum vélanna, en sjálf lokun-
in fer alls staðar eins fram. Fyrir glös eru að
sjálfsögðu notaðar sérstakar lokunarvélar, gjör-
ólíkar þeim, sem notaðar eru fyrir dósir. Plast-
umbúðum er og lokað með sérstökum vélum.
Vélar til áfyllingar eru mjög æskilegar, bæði
vegna þess að þær spara vinnukraft og auðveld-
ara er að verja vöruna óhreinindum. Er stöðugt
verið að endurbæta slíkar vélar og framleiða
nýjar gerðir af þeim fyrir hinar margvíslegustu
vörutegundir. Meðal þeirra verkefna, sem nú er
verið að glíma við, eru vélar til að leggja gaffal-
bita og sardínur í dósir, en eins og stendur er
það gert með höndunum og fer í það mikil vinna.
Reykofnar hafa tekið talsverðum breytingum
síðustu árin. I stað skápanna, sem notaðir hafa
verið mest fram til þessa, eru nú að koma láréttir
reykgangar, þar sem varan er flutt í gegn á vögn-
um eða færiböndum, eða þá háir turnar, þar sem
varan er flutt upp og niður á færibandi með hill-
um. Stundum er rafstraumur notaður til þess að
hraða reykingunni, en það gerist við eins konar
raffellingu á efnum reyksins á yfirborð vör-
unnar.
Umbúðir
Lang algengustu umbúðir um niðursoðnar og
niðurlagðar vörur eru dósir úr blikki. Blikkið,
sem í dósirnar er notað, hefur verið endurbætt
á margan hátt. Hefur verið stefnt að því að
gera dósirnar nægilega sterkar og haldgóðar,
með sem minnstri efnisnotkun, og eins að ganga
þannig frá innra borði þeirra, að málmarnir skaði
ekki vöruna. Aðalefnið í dósablikki er stál, en
á bæði borð þess er sett örþunn húð úr tini.
Fram til þessa hefur tinhúðunin oftast farið fram
í baði af bræddu tini, en nú er að verða miklu
algengara að tinhúða með raffellingu. Með raf-
fellingu fæst tinhúð, sem er þynnri og jafnari
en sú, er fræst með bráðnu tini, og sparast við
það tin.