Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 130
128
TlMARIT VFl 1967
TONN
1000 ---
900 ----
ÖOO-----
700 ---
600 ---
19J2--35 '36 ‘37 '30 '39 ‘40 ‘41 '42 '43 44 '45 ‘46 ‘47 ‘48 '49 ‘50 ‘51 ‘52 ‘53 ‘54 '55 ‘56 '57 '5ð '59 ‘60 ‘61 ‘62 ‘63 ‘64 ‘65
ÚTFLUTT NIÐURSOÐIÐ OG NIÐURLAGT FISKMETI 1912-1965
Canned fish products exported 1912—1965
eða aðeins 0,1% árið 1965. Viðskiptalandfræði-
lega er þetta mjög óeðlilegt. Eðlilegt mætti telj-
ast, að Islendingar væru með stærstu framleið-
endum í heimi á niðursoðnum fiskafurðum. Ber
það til í fyrsta lagi, að hér er til gnægð af ágætis
hráefni til niðursuðu, einkum þó af síld af mis-
munandi stærðum og holdafari. 1 öðru lagi gerir
fjarlægð landsins frá erlendum mörkuðum það
að verkum, að erfitt er að koma þangað ferskum
fiskafurðum. Niðursuða og niðurlagning ásamt
frystingu hljóta því að verða þær framleiðslu-
greinar, sem bezt henta aðstæðunum hér.
Frystiiðnaðurinn hefur þegar verið byggður
svo upp á Islandi, að til fyrirmyndar er, og
frystur fiskur er nú stærsti liður útflutningsins.
Þessi uppbygging fór hér fram á sama tíma og
hjá öðrum þjóðum og höfðum við því strax
nokkuð jafna aðstöðu á heimsmarkaðinum. Með
niðursuðuiðnaðinn skiptir öðru máli. í þeirri
grein gerðum við Islendingar ekki neitt meðan
aðrar þjóðir byggðu upp og öfluðu markaða.
Niðurstaðan er því sú, að nú standa Islendingar
einir allra fiskveiðiþjóða fyrir utan hinn frjálsa
markað fyrir niðurlagt og niðursoðið fiskmeti.
Aðeins smá glufur hafa opnazt í hinn mikla múr,
sem umlykur þann markað, og höfum við reynt
að notfæra okkur þær, en meginhlutinn af fram-
leiðslu okkar hefur farið til jafnvirðiskaupa-
landa. Verður hér nú vikið að þeim fiskhráefn-
um, sem aðallega hafa farið hér til niðurlagn-
ingar og niðursuðu hingað til, eða líkleg eru til
að gera það framvegis.
Síldin
Síldin er tvímælalaust sá fiskur íslenzkur, sem
bezt hentar til niðurlagningar og niðursuðu. Nið-
urlögð kryddsíld í flökum og gaffalbitum er
löngu orðin vinsæl hjá íslenzkum neytendum, og
árið 1965 voru flutt út 168 tonn af þessari
vöru. Til niðurlagningar er nær eingöngu notuð
norðurlandssíld. Suðurlandssíld gefur ekki eins
góða vöru. Aðalframleiðendur á gaffalbitum eru
Kr. Jónsson & Co. á Akureyri og Niðursuðu-
verksmiðja ríkisins á Siglufirði, og fer nær öll
framleiðsla þeirra til Sovétríkjanna. Nokkuð af
niðurlagðri kryddsíld hefur verið flutt út til
Danmerkur og Bandaríkjanna, og unnið er að
því að koma henni inn á vestur-þýzkan markað.
Niðursoðin síld, bæði reykt og í olíu eða sós-
um, hefur verið framleidd hér öðru hverju, og er
mest notuð í hana suðurlandssild. Árin 1941—
1942 flutti Niðursuðuverksmiðja SlF út talsvert
af reyktri síld (kippers), en Fiskiðjuver ríkis-
ins flutti síðar út nokkuð af niðursoðinni síld,
bæði í sósum og reyktri. I lok ársins 1965 hóf
Norðurstjaman í Hafnarfirði framleiðslu á nið-
ursoðinni reyktri síld í samvinnu við norska fyr-
irtækið Bjelland. Um Norðurstjörnuna í Hafn-