Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 131
TlMARIT VFl 1967
129
TAFLA 1
Útflutt niðursoðið og niðurlagt fiskmeti 1965
Canned fish products exported 1965
Tegvnd, Products Tonn, metric tons %
Sardínur, Sild-sardines 116,2 17,1
Smjörsíld, Butter-herring 66,3 9,7
Gaffalbitar, Gaffelbits 163,7 24,0
Sildarflök, Herrings filets 4,3 0,6
Silungur, Brook trout 44,3 6,5
Sjólax, Seasálmon 26,8 3,9
Þorskhrogn, Cod roe 185,6 27,2
Þorsklifur, Cod liver 2,4 0,4
Kaviar, Caviar 15,3 2,3
Rækja, Prawns 56,4 8,3
681,3 100,0
Land Tonn, Þús. kr.,
metric tons 1.000 Icel. kr.
Bandaríkin 25 1.473
Bretland 191 5.330
Danmörk 20 1.453
Finnland 26 2.429
Frakkland 20 2.110
Rúmenía 42 1.280
Sovétríkin 304 13.966
Spánn 4 672
Svíþjóð 1 131
Tékkóslóvakía 27 2.032
Ungverjaland 4 608
V-Þýzkaland 17 1.153
681 | 32.637
arfirði skal það sérstaklega tekið fram, að verk-
smiðjan hefur verið rekin alltof stuttan tíma til
þess að unnt sé að dæma um endanlega rekst-
ursafkomu hennar.
Síldarsardínur eru orðnar mikilvægur þáttur í
síldarniðursuðu hér. Hefur Kr. Jónsson & Co. á
Akureyri byggt þá framleiðslu upp og flutt út
talsvert magn af síldarsardínum, aðallega til
Sovétríkjanna. 1 þeirri verksmiðju hefur og verið
soðin niður millisíld í olíu, svokölluð smjörsíld,
og talsvert hefur verið flutt út af henni til
Austur-Evrópu. Smásíldin og millisíldin, sem
soðin er niður á Akureyri, er veidd í Eyjafirði,
en slík síld er einnig til í Isafjarðardjúpi, og
hefur Niðursuðuverksmiðja Langeyrar þegar
hafið framleiðslu á síldarsardínum þar.
Allar þær greinar niðurlagningar og niðursuðu
á síld, er hér hafa verið taldar, eiga hér mikla
framtíð. En fjölbreytnina má ennþá auka. Við
þarf að bætast marineruð síld, steykt síld og
síldarsvil.
Þorskfiskar
Nokkrar ágætar niðursuðuvörur eru fram-
leiddar hér úr þorskfiskum. Fiskbollur hafa verið
framleiddar hér lengi og á tímabili seldi Niður-
suðuverksmiðjan Matborg talsvert af þeim til
Finnlands. Nú eru fiskbollur aðeins framleiddar
til neyzlu innanlands og eins fiskbúðingur. Á
árunum 1946—48 sauð Fiskiðjuver rikisins mikið
niður af þunnildum og flutti út undir nafninu
Fish flakes. Ekki hefur þessi framleiðsla verið
tekin upp aftur.
Merkasta hagnýting þorskfiska í niðursuðu-
iðnaðinum hér hefur annars verið sjólaxinn, en
hann er gerður úr söltuðum ufsa og stundum
einnig úr söltuðum þorski. Á árunum 1956—
1962 framleiddi Niðursuðuverksmiðjan Matborg
mikið af sjólaxi og flutti hann út, fyrst til Finn-
lands en síðan til Tékkóslóvakíu. 1 Tékkóslóvakíu
er ennþá allmikill markaður fyrir þessa vöru,
en hann hefur ekki verið notaður eins vel og
hægt er. Samt er hér nýlega búið að setja upp
fullkomna vélasamstæðu fyrir sjólaxframleiðslu
hjá Júpiter h/f í Reykjavík.
Niðursoðin þorskhrogn (hrærð) eru nýlega
orðin hér mikilvæg útflutningsvara. Var það
Niðursuðuverksmiðja Langeyrar, sem hóf þessa
framleiðslu vorið 1964, en Guðmundur & Jóhann
á ísafirði byrjuðu niðursuðu á þorskhrognum
þá um haustið. Voru flutt út af þessari vöru
185,6 tonn árið 1965, og fór hún öll til Englands.
Nýlega er auk þessa byrjað að sjóða niður þorsk-
hrogn á Bíldudal. Áður hafði verið soðið hér tals-
vert niður af heilum þorskhrognum, en sú fram-
leiðsla er nú hætt. Er útht fyrir, að niðursuða
á hrærðum þorskhrognum eigi eftir að aukast
hér mjög mikið. Rétt er að benda á það, að ís-
lendingar hafa mjög sterka aðstöðu, hvað snertir
niðursuðu bæði á sjólaxi og þorskhrognum við
norðanvert Atlantshaf og geta haft hana á valdi
sínu meira en nú á sér stað. Ástæðan er sú, að
mikill hluti af hráefninu, ufsinn og þorsklirognin,
kemur héðan frá íslandi. Erlendar niðurlagning-
ar- og niðursuðuverksmiðjur eru því mjög háðar
Islendingum um öflun þessa hráefnis, og það
bezta af hráefninu kemur einmitt héðan. ís-
lendingar geta því hæglegt notað þetta ágæta
hráefni sjálfir og hætt að flytja það út óunnið.
Niðursoðin þorsklifur er nú talsvert eftirsótt
erlendis, en lítið hefur þeirri framleiðslu verið
sinnt hér ennþá. Þó framleiddi Niðursuðuverk-