Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 132
130
TlMARIT VFl 1967
smiðja Langeyrar dálítið af þessari vöru árið
1965 og flutti út til Frakklands.
Laxfiskar
Lax var soðinn hér niður af Englendingum
öðru hverju á síðari hluta 19. aldar, en aldrei
síðan. Silungur úr Þingvallavatni, svokölluð
murta, hefur aftur á móti verið soðin niður í
mörg ár og er enn. Niðursuða þessi hófst í verk-
smiðju SÍF hér í Reykjavík, en síðan hefur henni
verið haldið áfram í Ora í Kópavogi. Er fram-
leiðslan öll flutt út, bæði til Bandaríkjanna,
Þýzkalands og Frakklands. Árið 1965 nam þessi
útflutningur 44,3 tonnum. Gæti hann hæglega
verið meiri, en hráefnismagnið er takmarkað og
þar af leiðandi framleiðslan. Með aukinni rækt-
un á laxi og silungi hér á landi getur orðið hér
um að ræða mikla niðursuðu á þessum fiskum.
Kavíar
Kavíar úr grásleppuhrognum hefur verið fram-
leiddur hér í nokkur ár og flutt út af honum
talsvert magn. Hefur Samband ísl. samvinnufé-
laga staðið að þessari framleiðslu. Niðurlagning-
in fór fyrst fram hjá Matborg, en síðar í til-
raunastöð S.I.S. í Hafnarfirði. Hér er eins hátt-
að og með ufsann og þorskhrognin, að mikill
hluti hráefnisins og það bezta af því kemur héð-
an frá íslandi. Erlendir kavíarframleiðendur eru
því mjög háðir Islendingum, sem hæglega geta
orðið alls ráðandi um framleiðslu á kavíar úr
grásleppuhrognum, ef þeir kæra sig um.
Erlendis er gerður kavíar bæði úr þorskhrogn-
um og laxhrognum, og má að sjálfsögðu eins
gera það á íslandi. Eru flutt héðan út söltuð
þorskhrogn í tunnum og fara þau í kavíarfram-
leiðslu erlendis.
Krábbadýr og skeldýr
Rækja hefur í mörg ár verið verðmætasta nið-
ursoðna varan, sem flutt er út frá Islandi. Fram-
leiðsla á niðursoðinni rækju hófst á Isafirði árið
1936 og hefur farið þar fram alla tíð síðan, nú
síðustu árin í þremur verksmiðjum. Á Bíldudal
var og soðin niður rækja á tímabili og niður-
suðuverksmiðjan á Langeyri hóf niðursuðu á
rækju árið 1964. Á síðustu rækjuvertíð var mjög
mikil rækjuveiði í ísafjarðardjúpi, en sökum þess
að hagstætt verð var á frystri rækju á erlend-
um markaði, var aðeins lítill hluti aflans soð-
inn niður að þessu sinni.
Humarveiði á ekki langa sögu á Islandi, hófst
fyrst svo nokkru næmi árið 1958. Nú er veitt
hér mikið af humar og er hann fluttur út fryst-
ur. Humar hentar mjög vel til niðursuðu og
getur á sama hátt og rækjan orðið mjög verð-
mæt útflutningsvara niðursoðinn.
Kræklingur var soðinn niður í niðursuðuverk-
smiðju SlF á árunum 1938—1944, en engin verk-
smiðja hefur síðan tekið upp þá framleiðslu. Hér
við land er víða talsvert af kræklingi og er sjálf-
sagt að hagnýta hann til niðursuðu.
Kúfiskur hefur aldrei verið soðinn hér niður,
en tegund náskyld honum er soðin niður á aust-
urströnd Bandaríkjanna og þykir ágætis matur.
Kúfiskur frá Islandi hefur verið fluttur út fryst-
ur til Bandaríkjanna, en sá útflutningur féll nið-
ur af misskilningi, sem enn hefur ekki verið leið-
réttur. Gera þarf hér sem fyrst tilraunir með
niðursuðu á kúfiski, því að af honum er mjög
mikið hér við land.
Geta má þess, að smokkfiskur er soðinn nið-
ur sums staðar erlendis, en hér er hann aðeins
veiddur til beitu.
Umbúðir
Einn stærsti kostnaðarliðurinn við alla niður-
lagningu og niðursuðu eru umbúðirnar, hvort
sem þær eru úr blikki, áli, gleri eða plasti. Er
það hverri niðursuðuverksmiðju mjög mikilvægt,
að hún eigi greiðan aðgang að hvers konar um-
búðum á hvaða tíma sem er á venjulegu mark-
aðsverði. Á þessu sviði er aðstaðan hjá íslenzku
niðursuðuverksmiðjunum mjög erfið og miklu
óhagstæðari en hjá sams konar verksmiðjum er-
lendis. Hér á íslandi er aðeins ein verksmiðja,
sem framleiðir niðursuðudósir. Verksmiðja þessi
hefur ekki ennþá náð þeirri stærð, sem nauðsyn-
leg er til að veita niðursuðuiðnaðinum fullkomna
þjónustu. Hér er því árlega flutt mikið inn af
niðursuðudósum. Auk þess hafa tvær niðursuðu-
verksmiðjur hér, Kr. Jónsson & Co., Akureyri,
og Niðursuðuverksmiðjan á Langeyri, fengið sér
pressur til þess að gera dregnar dósir til eigin
nota. Það er mjög aðkallandi, að hér verði sett
upp stór nýtízku verksmiðja til framleiðslu á
hvers konar dósum.
Rannsóknir og tilraunir
Þar sem niðursuðuiðnaður er svo skammt á
veg kominn sem hér á íslandi, er ekki við því
að búast, að héðan hafi ennþá komið neinar nýj-
ungar í niðursuðuvörum. Með þróun þessarar
iðngreinar hér á landi og vaxandi tilraunastarf-
semi hlýtur þó fjölbreytni framleiðslunnar að
aukast.
Allt frá 1940, að útflutningur á niðursoðnum
fiskafurðum hófst héðan að nokkru ráði, hafa