Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 133
TlMARIT VFÍ 1967
131
farið hér fram rannsóknir á þessum vörum og
eftirlit með þeim. Eftirlit þetta var fyrst fram-
kvæmt í Iðnaðardeild Atvinnudeildar Háskólans,
en síðar í Gerladeild Rannsóknastofu Fiskifélags
Islands (nú Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins).
Árið 1958 var sett reglugerð um framleiðslu, mat
og útflutning á niðursoðnum og niðurlögðum
fiskafurðum, en samkvæmt henni skal vottorð
frá Rannsóknastofnuninni fylgja hverri sendingu,
sem út er flutt af þessum vörum.
Auk þess sem gerladeild Rannsóknastofnunar-
innar hefur framkvæmt þetta eftirlit, þá hefur
hún unnið að margs konar tilraunum í niðurlagn-
ingu og niðursuðu fiskafurða, ýmist ein sér eða
í samvinnu við niðursuðuverksmiðjur. Hefur
deildin sérstakt húsnæði til þeirrar starfsemi og
talsvert af tækjum. Af þeim verkefnum, sem
deildin hefur fengizt við, má nefna niðurlagningu
á kavíar úr grásleppuhrognum, niðurlagningu á
súrkryddaðri síld, niðursuðu á þorskhrognum,
þorsklifur, humar, kræklingi og kúfiski og reyk-
ingu og niðursuðu á háfi.
Undanfarið hafa í gerladeildinni verið gerðar
allmargar tilraunir með lifrarpöstu úr þorska-
lifur, kryddaðri á ýmsan hátt. Við þessar til-
raunir hefur komið í ljós, að með því að blanda
í lifrarmaukið vissu magni af þorskhrognum fæst
vara, sem að útliti og gerð líkist mjög lifrar-
kæfu, en hefur þó sérkenni lifrarinnar og hrogn-
anna hvað bragð snertir. Má vafalaust gera úr
þessu ennþá betri vöru með íblöndun krydds.
í vöru sem þessa höfum við nóg hráefni.
Vegna mikilla eftirspurna á grásleppuhrogn-
um er miklu meira veitt hér af grásleppu en
svo, að unnt sé að nota allan fiskinn til matar.
I gerladeildinni hafa því verið gerðar nokkrar
tilraunir til að finna einhverja þá verkun á grá-
sleppunni, sem gæti gert hana að neyzluvöru.
Árangur þessarra tilrauna er sá, að tekizt hefur
að gera mjög góða vöru, sem auðvelt er að fram-
leiða. Er hér um að ræða fisk í hlaupi, en svipuð
vara er algeng erlendis, gerð úr öðrum fiskum.
Reyking og súrsun
Reyking og súrsun eru hvorttveggja gamlar
aðferðir við verkun bæði á kjötmeti og fiskmeti
hér á landi. Báðum aðferðunum er það sameigin-
legt, að þær miða bæði að því að rotverja mat-
vælin og gefa þeim eftirsótta eiginleika. Reyk-
ing eða súrsun er algengur þáttur í undirbún-
ingi vörunnar undir niðursuðu eða niðurlagningu,
en oftar er hér þó um sjálfstæðar verkunarað-
ferðir að ræða.
Talsvert hefur verið um reykt kjötmeti hér
á landi, einkum reykt kindakjöt, en reyktur fisk-
ur hefur verið mjög sjaldgæfur. Víða erlendis
er mikið notað af reyktum fiski, einkum síld, og
er varan stundum soðin niður eftir reykinguna,
s.s. kippers og síldarsardínur. Hér á landi eru
báðar þessar vörutegundir nú framleiddar og má
ætla, að sú framleiðsla fari mjög í vöxt, sérstak-
lega eftir að niðursuðuverksmiðjan Norður-
stjarnan í Hafnarfirði kom til sögunnar. Sjó-
laxinn er reyktur, áður en hann er lagður niður,
og hefur talsvert verið framleitt af honum hér
eins og áður var greint frá. Ofurlítið er hér
alltaf reykt af laxi, silungi og rauðmaga, en
ekkert af þeim vörum hefur farið í dósir.
Reyktur háfur er algeng vara í Þýzkalandi, og
er hann seldur þar sem reyktur áll eða álslíki.
Hér í Rannsóknastofu fiskiðnaðarins hafa verið
gerðar nokkrar tilraunir með reykingu á háfi og
niðursuðu á honum á eftir og er það ágætis
vara. Ætti að geta orðið talsverð framleiðsla af
slíkri vöru hér, þar sem háfur veiðist oft hér
við land.
Súrsun matvæla í súrri mysu hefur alla tíð
verið mjög algeng á Islandi. Á síðustu árum
hefur það þó stöðugt farið í vöxt að nota edik
í stað skyrsýru, enda allar erlendar forskriftir
við það miðaðar. Marineruð, eða kryddsúrsuð,
síld er orðin hér nokkuð algeng, en hefur þó ekki
verið flutt út ennþá. Súrsuð síldarflök í tunnum
voru aftur á móti flutt út héðan árin 1962—1963
fyrir ca. 28 milljónir króna, en slík flök eru bezta
hráefnið fyrir marineraða síld og aðra súra síld-
arrétti. Allskonar súrir síldarréttir njóta nú vax-
andi vinsælda, einkum í Bandaríkjunum. Má það
kallast mjög óeðlilegt, ef við íslendingar getum
ekki orðið samkeppnisfærir um slíka framleiðslu.
Lokaorð
Það er nauðsynlegt, að Islendingar efli hjá
sér niðursuðuiðnaðinn sem allra fyrst. Með opin-
berri aðstoð á að byggja hér upp stórframleiðslu
á niðurlögðum og niðursoðnum sjávarafurðum
og koma þeim inn á erlendan markað. Þetta
kostar bæði fé og fyrirhöfn. En það kostaði líka
mikið fé og fyrirhöfn að byggja upp frystiiðn-
aðinn á sínum tíma.
Fiskimálanefnd, sem mestan þátt átti í því að
byggja upp íslenzka freðfiskframleiðslu, starf-
aði á árunum 1935—1943 (2). Framlag ríkissjóðs
og Fiskimálasjóðs til nefndarinnar nam að með-
altali á ári um 420 þúsund krónum. Til mark-
aðsleitar og vegna taps á tilraunasendingum
greiddi nefndin á árunum 1935—1937 70 þúsund
krónur á ári að meðaltali. Og til niðursuðuverk-