Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 135
TlMARIT VFl 1967
133
Umrœður
Dr. Jakob Sigurðsson:
Ég vil fyrst og fremst þakka dr. Sigurði Pét-
urssyni fyrir þetta ýtarlega erindi hans og, eins
og oft hefur komið fram áður, er ég honum í
höfuðatriðum sammála um það, að hér þurfi að
rísa, og geti risið, mikilvægur niðursuðuiðnaður,
og vildi ég gjarnan minnast á fáein atriði í því
sambandi. Annars finnst mér, að þessi vinnsla
sjávarafla hafi að vissu leyti haft þá sérstöðu
hér undanfarin allmörg ár, að það hafi verið
mikið um hana talað. Ósköpin öll af þingsálykt-
unartillögum, frumvörpum og nefndarálitum
um þetta mál hafa verið samin, en flest af því
hefur endað án mikilla framkvæmda. Menn virð-
ast hafa verið hræddir við að hefjast handa af
þeim krafti, sem nauðsynlegur er, eða á þann
hátt, sem að gagni hefði orðið. Jónas Haralz
minntist á það hér áðan, að hann byggist ekki
við — og hann er ekki einn um þá skoðun —
að veiðar og frumvinnsla aflans geti haft sömu
þýðingu framvegis eins og hingað til. Hann
vildi ekki mótmæla því, sagði hann, að full-
vinnsla sjávarafla sé mikilvægt verkefni, en taldi
þó ekki möguleika á þessu sviði öllu meiri held-
ur en annars staðar. Um það verður þó ekki
deilt, hvort sem það verður mikilvægasta lausn-
in, að vinna nánar úr sjávaraflanum eða ekki,
þá verður það í öllu falli mjög mikilsvert við-
fangsefni, sem áreiðanlega hlýtur að takast á
ýmsum sviðum, ef rétt er að því unnið og með
fullri djörfung.
Dr. Sigurður minntist á, að niðurlagning á
síldarflökum væri eiginlegá sú grein innan þessa
atvinnuvegar núna, sem einna hæst ber, enda
eru nú tvær verksmiðjur, sem talsvert leggja
niður af síld. Menn hafa verið að velta því fyrir
sér, hvort þetta borgi sig, hvort að það sé raun-
verulegur grundvöllur fyrir þetta. Fyrst og
fremst er þá að athuga, hvort kostnaðurinn hér
á landi verður sambærilegur við það sem annars
staðar gerist. Varðandi hráefnið, þá þurfum við
náttúrlega ekki að efast um það, að það hlýtur
að verða heldur ódýrara hérna heldur en víðast
hvar annars staðar, að minnsta kosti miðað við
þær aðferðir, sem nágrannar okkar nota núna
til þess að afla hráefnisins, t.d. með því að kaupa
síld í tunnum frá Islandi. Það er bersýnilegt, að
þeir — við skulum segja Svíar, sem hvað lengst
eru komnir og bezt vinna að þessu — þurfa að
borga af síldinni, ekki einungis útflutningsgjöld
frá íslandi, heldur flutningskostnað og ýmsa
fyrirhöfn við að koma henni til sín. Það er því
bersýnilegt, að hráefnið, sem hlýtur þó að verða
einhver stærsti kostnaðarliðurinn, verður ódýr-
ara hér heldur en þar. Þá hlyti verksmiðja, sem
starfaði hér á landi að því að flaka síld upp úr
tunnum að geta notað tunnurnar viðhaldslítið í
2 ár og með nokkru viðhaldi lengur, þannig að
þar væri hægt að lækka kostnað mjög verulega.
Sem sagt, hráefnið hlýtur að verða ódýrara hér.
Nú, þá er vinnukostnaðuriiin. Það er ómögulegt
að halda því fram, að hann geti orðið eða eigi
að verða hærri hér en annars staðar. Það er
svo í þessum iðnaði, eins og mörgum öðrum,
að vélvæðing fer mjög vaxandi. Þó að það hafi
heyrzt, og jafnvel hafi raunverulega borið á því
stundum undanfarin ár, að afköst íslenzks
verkafólks væru heldur léleg, þá vil ég ekki trúa
því, að með hæfilegum kaupauka- eða ákvæðis-
vinnukerfum sé ekki hægt að ná sambærilegum
afköstum hér og annars staðar. Og svo er þetta,
að handavinnan við þetta fer tiltölulega ört
minnkandi. Einn aðalliður vinnunnar við það, að
leggja niður gaffalbita í dósir, hefur alveg fram
á síðustu árin verið sá að flaka síldina, en það
eru nokkur ár síðan hætt var að gera það með
höndunum. Þar til allra síðustu ár var mjög sein-
legt og dýrt að roðfletta síldina. Nú eru komnar
vélar til að gera það, hraðvirkar og að því er
virðist mjög góðar. Þá var að leggja bitana nið-
ur í dósir. Það var gert með höndunum og var
seinlegt verk. Nú má gera það með vélum. Það
fer ekki að verða mikið, sem þarf að gera með
höndunum, nema svona almenna tilfærslu á efni
og stjórnun véla. Ef við vinnum svona að þessu
og tileinkum okkur það bezta, sem annars staðar
er gert, fæ ég ekki séð annað heldur en að við
hljótum að fá framleiðslukostnað að flest öllu
leyti að minnsta kosti sambærilegan við það, sem
annars staðar gerist og jafnvel lægri. Stofnkostn-
aður slíkra verksmiðja hér er ekki hár. Sann-
leikurinn er sá, að það er til víða á landinu
meira en nóg lítt notað húsnæði, og vélar af
þessu tagi eru ekki dýrar. Stofnkostnaður mið-
að við árlega veltu er því lágur.
Dr. Sigurður Pétursson minntist áðan á að
dósir hér væru erfiðar viðfangs, þareð efnið eða
dósirnar sjálfar þyrfti að panta frá útlöndum.