Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 136
134
TlMARIT VFl 1967
Þetta er alveg rétt. Meðan iðnaðurinn er svo lítill,
að enginn hefur efni á því og meðan það felur
í sér beinlínis áhættu að flytja inn til landsins
vélar til framleiðslu á dósum með hæfilegum
kostnaði og óvissa er um markað fyrir dósir,
er von að illa gangi. Til þessa hafa menn yfir-
leitt ekki haft efni í dósir eða tilbúnar dósir á
lager, vegna þess að vafasamt hefur verið um
sölu á vörunni. Ef um meiri notkun væri að
ræða mundi þetta breytast.
En þá er það markaðurinn. Er hann fyrir
hendi? Eins og núna standa sakir vinna þær
verksmiðjur, sem hér leggja niður síld, svo að
segja eingöngu fyrir Rússlandsmarkaðinn. Það
eru ýmsar orsakir til þess að þær selja þar. Ein
höfuðorsökin er sú, að þar er oft hægt að gera
samninga fyrirfram, meira að segja nokkuð
löngu fyrirfram. Ég vil taka það fram, að ég
álít það engan veginn neitt neyðarúrræði að selja
til þeirra landa, sem venjulega hafa verið kölluð
jafnvirðiskaupalönd, þvert á móti hefur oft falizt
í því mikið öryggi. Hráefni verður að tryggja
sér einhvern tíma að sumrinu og það þykir
mönnum áhættusamt, nema samningar liggi fyr-
ir, og ég reikna með að þetta sé ein höfuðor-
sökin til þess, að þarna er fyrst og fremst selt.
Hitt er svo annað mál, að ég þykist vita, að
undangenginni talsverðri athugun, að það eru
miklir markaðsmöguleikar líka annars staðar,
t.d. í Bandaríkjunum, en ef maður ætlar að kom-
ast inn á þá markaði að gagni, þá verður að
taka sig til og segja: ,,Nú ætla ég næstu árin
að vinna upp þennan markað“, og haga sér sam-
kvæmt því. En að koma og senda sýnishorn ein-
hverjum og einhverjum og segja: „Hvernig líst
þér á þetta? Ertu tilbúinn að kaupa? Ég fram-
leiði kannski eitthvað af þessu fljótlega“. Það
hrífur ekki. Og þar held ég að við höfum fyrir
okkur ágæta reynslu, einmitt úr frysta fiskin-
um. Þar var ákveðið fyrir mörgum árum að
byggja upp markað fyrir frystan fisk, og sann-
leikurinn var sá, þó að það væri ekki beinlínis
sagt, þá lá það á bak við, hvað sem það kostaði.
Og það var ákaflega dýrt. Það var satt að segja
miklu dýrara heldur en að margir gera sér Ijóst,
vegna þess að mörg fyrstu árin, meðan magnið
var að vísu ekki mjög mikið, þá var fiskurinn
seldur langt undir kostnaðarverði. Að því er
framleiðendur snerti, þá var það borið uppi að
nokkru leyti, a.m.k. um tíma og jafnvel kannski
á erfiðasta tímanum, vegna þess að þá var hér
svokallað ábyrgðarverð og framleiðandinn fékk
raunverulega fyrir fiskinn frá ríkissjóði það,
sem vantaði á þetta ábyrgðarverð, hvort sem
hann seldi betur eða verr. Ég held að enginn
telji þetta eftir nú, og ég er sannfærður um, að
ef við ætlum að byggja þarna upp markað fyrir
niðursuðu, sem ég er viss um að er líka hægt,
þá þurfum við að nota eitthvað svipaðar að-
ferðir.
Því er alloft slegið fram, að niðursuðuiðnað-
urinn sé eitthvað sérstaklega erfiður í fram-
kvæmd miðað við aðra vinnslu sjávarafla. Ég
er alls ekki á sama máli. Það eru viss grund-
vallaratriði, sem verður að taka tillit til og
kunna, en svo er um flesta aðra framleiðslu.
Sem sagt, ég held að við þyrftum að gera
ákvörðun um það einhvern daginn, að við ætl-
um að vinna nauðsynlega markaði. Við þurfum
að gera áætlun nokkur ár fram í tímann, og við
þurfum að kynna hana og auglýsa. Og ég er
sannfærður um það, og þykist hafa allgóðar
upplýsingar þar að baki, að í Bandarikjunum
og víðar er hægt að vinna upp mjög mikinn
markað.
Að því er snertir niðursuðu á síld, gagnstætt
niðurlagningunni, þá má kannski segja, að þar
séum við ennþá skemmra komnir. En það held
ég líka að sé fyrst og fremst vegna þess, að
við höfum ekki tekið ákvörðun um að hrinda
málinu í framkvæmd. Dr. Sigurður minntist á
áðan einn staf hér í línuriti, sem hann var
með, sem hann vildi þakka mér eða starfsemi
minni í Fiskiðjuveri ríkisins. Það var nú ekki
varðandi síld, að mig minnir þó, heldur vegna
þunnilda og fisks úr þorskhausum, sem ég var
þá að sjóða niður og hætti svo við vegna þess,
að söltuð þunnildi hækkuðu svo mikið í verði á
ítalíu, að það borgaði sig ekki að nota þau sem
hráefni til niðursuðu. Hitt er annað mál, að
nokkrum árum seinna var ég að vinna að því
að sjóða niður síld á sama stað, að vísu með
mjög takmarkaðri fjárhagslegri getu, og var,
eins og þeir gera núna með niðurlögðu síldina,
að selja hana í A-Evrópu. Það var þá þannig,
að hér var sagt í bönkunum: „Þú færð rekstr-
arlán til að framleiða þessa vöru, ef þú ert
búinn að selja hana fyrirfram.“ Þá var þess
vegna, eins og nú, enginn leið að selja fyrir-
fram, nema þarna fyrir austan, og þar að auki
var þar þörf, að því er virtist, og markaðseftir-
spurn eftir þessari vöru. Árið 1959, um það bil
sem þessi starfsemi var lögð niður, sendi ég
ráðuneytinu skýrslu um þessi mál. Þar sagði
eftir að rætt hafði verið um undangengnar söl-
ur: „Það er nú augljóst af því, sem að ofan
greinir, að til þessara tveggja landa — þ.e.
Tékkóslóvakíu og A-Þýzkalands — hefði á ár-