Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 142
140
TlMARIT VFI 1967
íslandi. Þetta helzt í hendur. Ef hér kemur upp
niðursuðuiðnaður, þá skapast auðvitað skilyrði
fyrir meiri dósagerð, og þá er hægt að fara
að framleiða ódýrar dósir og alls konar umbúðir
fyrir niðursoðnar og niðurlagðar vörur.
Um markaðsöflun vil ég geta þess, að Siglu-
fjarðarverksmiðjan hefur náð markaði í Þýzka-
landi á eigin spýtur fyrir gaffalbita og flök, og
varan líkar ágætlega. Nú, en hvað kemur þá?
Þá vill svo til, að við erum fyrir utan Efnahags-
bandalag Evrópu og verðum að greiða af þessu
20 eða 22% toll, og það er alvarlegur hlutur.
Og þetta á náttúrlega við um fleiri framleiðslu-
greinar heldur en niðursuðu. Ég er alveg viss
um það, að væri ekki þessi tollur á niður-
lagðri síld til Þýzkalands, þá mundi Siglufjarð-
arverksmiðjan geta gert ágæt viðskipti. Nú, fleiri
aðilar hafa komið sínum vörum sjálfir inn á er-
lendan markað, Björgvin Bjarnason hóf innflutn-
ing á þorskhrognum til Englands, og nú eru
komnir fleiri. Nú er Atlantor kominn líka. Þeir
hafa gert þetta á eigin spýtur, og hafa báðir
náð allmikilli sölu. Enn fremur S.l.S. Það hefur
framleitt kavíar í mörg ár og flytur hann út í
glösum, sem eru meira að segja flutt erlendis
frá, af því að glerverksmiðjan er því miður ekki
lengur til. En við sjáum það núna, að það hefði
nú kannski verið betra, að glerverksmiðjan hefði
lagt sig niður við að búa til flöskur og glös og
eitthvað svona einfalt, heldur en að fara að búa
til rúðugler. En það er nú seint séð. En, sem
sagt, S.Í.S. flytur inn sín glös og flytur út
kavíar í mjög smekklegum umbúðum. Og þessi
vara fer til Frakklands, hún fer til A-Evrópu,
og hún fer víðar og líkar ágætlega. Þannig eru
ljósir punktar í þessu öllu saman og líkur til að
margvíslegir möguleikar séu þarna fyrir hendi.
Aðalsteinn Sigurðsson:
Það er oft búið að minnast á hráefnismögu-
leika sjávarútvegsins hér í dag. Hafa skoðanir
verið skiptar um það, hvort auka megi afla
landsmanna eða hann muni standa í stað eða
minnka.
Það er óhætt að fullyrða, að helztu fiskstofn-
arnir á Islandsmiðum eru þegar um það bil full-
nýttir, og þar af leiðandi eru einu möguleikarnir
til aflaaukningar, sem einhverju nemur, annað
hvort að ná meiri hluta en nú af því, sem veitt
er hér við land, eða sækja meira en gert er á
f jarlæg mið, en mér virðist hvorug leiðin sérlega
álitleg til mikils árangurs eins og stendur.
Þar sem fólkinu í landinu fjölgar stöðugt, er
framleiðsluaukning lífsnauðsyn fyrir þjóðina.
Þar sem engar likur eru til, að aukinn afli leysi
vandann, verðui; að finna aðrar lausnir. Mér
hefir alltaf fundizt liggja næst að leggja meira
kapp á, en gert hefir verið, að afla góðs hrá-
efnis úr sjó og nýta það síðan eins og auðið er
til aukins iðnaðar í landinu, en að sjálfsögðu
eru aðrir dómbærari um það, hvað hentar bezt
að gera við aflann.
Það er ekki útlit fyrir að arðvænlegt sé að
auka framleiðslu landbúnaðarins til muna á
næstu árum, og þar sem sjávaraflinn verður
tæplega aukinn heldur, er varla um annað að
ræða en auka framleiðslu iðnaðarins í einhverri
mynd. Jónas Haralz sagði áðan, að það vantaði
iðnaðarumhverfi fyrir iðnað, sem notaði hráefni
frá útveginum. En vantar þá ekki iðnaðarum-
hverfi fyrir allan iðnað, hvaða hráefni sem not-
að er, og verður ekki að skapa það?
Jónas H. Haralz:
Til að komast hjá misskilningi vegna orða síð-
asta ræðumanns vil ég taka það fram, að þegar
ég tala um skort á iðnaðarumhverfi hér á landi,
felst að sjálfsögðu ekki það í því, að ég telji, að
slíkt iðnaðarumhverfi muni ekki skapast hér á
landi. Það hlýtur það að gera með tíð og tíma.
Það, sem ég vildi skýra, þegar ég tala um skort
á iðnaðarumhverfi, er, að hvaða leyti við stönd-
um illa að vígi eins og nú standa sakir í full-
vinnslu sjávarafla. Ein af ástæðunum fyrir
þessu er einmitt skorturinn á iðnaðarumhverfi.
Mig langar að öðru leyti að minnast á eitt at-
riði, sem mér finnst mjög áberandi í þessum um-
ræðum og raunar einnig í erindunum. Þetta er
það, hvað umræðumar eru mikið á reiki. Við
tölum um alls konar kosti. Það er nefndur krækl-
ingur, kúfskel, síld, og margt margt annað. Allir
hugsanlegir kostir fljúga um í loftinu. Hvernig
stendur á því, að við getum ekki komið okkur
niður á, hvað af þessu muni vera vænlegast og
gert síðan gangskör að því að gera frekari at-
huganir á þessum kosum? Er það svo erfitt?
Er hér ekki einhverju ábótavant í skipulagi okk-
ar, í rannsóknastarfseminni, í fyrirtækjunum, í
almennri stjórnun? Beita rannsóknastofnanir og
aðrir rannsóknaraðilar nógu snemma haglegum,
rekstrarlegum og viðskiptalegum sjónarmiðum
við athugun kosta? Spyrja þeir hinna þýðingar-
miklu haglegu, rekstrarlegu og viðskiptalegu
spurninga frá upphafi? Oft er unnt að útiloka
kosti mjög snemma af þessum ástæðum, og þá
er heldur ekki rétt að eyða í athugun þeirra
meiri orku. Hvernig er svo sambandið við fyrir-
tækin, við atvinnuvegina, við þá menn, sem þurfa