Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 143

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 143
TlMARIT VFl 1967 141 að taka við kostunum, þróa þá og koma þeim í framkvæmd? Stendur ekki ýmislegt til bóta í þessu efni hér á landi? Þetta er mjög eðlilegt miðað við allar aðstæður. Við gleymum því oft, að einkenni íslands og íslenzks þjóðfélags er fá- mennið, sú staðreynd, að við erum ekki nema 200.000 manns. Þess vegna eigum við erfitt með að leysa af höndum verkefni, sem stærri þjóð- um eru tiltölulega auðveld. Þess vegna verðum við raunverulega að gera mjög strangar kröfur til okkar sjálfra um að bæta skipulag okkar þannig, að sem mestur árangur náist af þeim takmörkuðu starfskröftum og fjármunum, sem við höfum yfir að ráða. Einar M. Jóhannsson: Fundarstjóri og heiðruðu gestir. Mig langar aðeins að skjóta hér inn í sambandi við það, sem Jónas Haralz sagði áðan, um sambandið milli rannsóknastofu og framleiðanda. Það er alveg rétt hjá Jónasi, að það er ekki nóg að búa til vöru á rannsóknastofu, hún getur verið ágæt í sjálfu sér. Það þarf að gera markaðs- rannsókn á henni, áður en raunveruleg fram- leiðsla er hafin. Við leituðum t.d. í haust til Rannsóknastofnunar sjávarútvegsins í sambandi við lifur og lifrarpasta, sem dr. Sigurður minnt- ist á, og fundum bráðlega út, að varan í sjálfu sér var góð, en hún passaði ekki fyrir markað- inn. Síðan höfum við gert ítrekaðar tilraunir og þreifað okkur áfram með þessar vörur og teljum okkur núna vera komna með nokkuð góða vöru — góða lifur. Við erum ennþá að þreifa fyrir okkur með pasta en við erum samt með ágæta vöru þar, sem við getum selt, en erum ekki full- komlega ánægðir með. Að þessum markaðskönn- unum loknum, er hugmyndin hjá Sambandi ísl. samvinnufélaga að reyna að fá aðra til þess að framleiða þessar vörur, hvort sem það verður undir framleiðslumerki kaupenda, einhverju hlutlausu merki eða undir framleiðslumerki Sam- bandsins. Það skiptir ekki öllu máli. En ég held, að það sé yfirleitt of dýrt fyrir hvern einstakan framleiðanda að ætla að taka rannsóknastofu- vöru, jafnvel þó að hún sé góð í sjálfu sér, og gera markaðskönnun á henni. Þessi tilraun, sem við erum að gera suður í Hafnarfirði núna, er kannski fálm og kák eins og er, en við vonumst til þess að fá eitthvað almennilegt út ur þessu. Við höfum þegar fengið, jafnvel frá Tékkósló- vakíu, ágæta pöntun í lifrina, og við vitum að við getum fengið markað fyrir hana, bæði suð- ur á Spáni og í Frakklandi. En við höfum ekki þorað að bjóða hana ennþá, vegna þess að þetta er ekki rétti tíminn til þess að afla hráefnis í þessa vinnslu, og það þýðir í sjálfu sér ekki að byrja sölur, fyrr en við erum nokkuð öruggir um að geta framleitt í þetta. Það kom áþreifan- lega í ljós í sambandi við þessa lifrarsölu til Tékkóslóvakíu, er við sendum þangað sýnishorn og fengum pöntun um hæl upp á 100.000 dósir og áttum að framleiða þetta á einum mánuði. Þá fengum við þau svör í Dósaverksmiðjunni, þegar við báðum um dósir undir þetta magn: „Því miður, það er ekki hægt. Við getum látið ykkur hafa dósirnar, að vísu, en ekki lokin“. Við höfum lítið við dósimar að gera loklausar. Ég hef reyndar aldrei heyrt talað um það, að dósir væru seldar loklausar fyrr en þarna, en þetta er ofurlítið dæmi um, hverja erfiðleika er við að etja. Sem betur fór erum við búnir að tryggja okkur litprentaðar dósir frá Finnlandi fyrir aðeins um 60% af því verði, sem við urð- um að borga fyrir dósirnar hérna heima, þá átt- um við eftir að borga miða og vinnu við að líma þá á og annað, þannig að það má reikna með, að þessar dósir, litprentaðar að utan, kosti okk- ur aðeins helming þess, sem þær kosta hér heima. Það, sem kom mér aðallega til þess að standa upp hérna, var ekki þetta heldur hitt, að ég held að við séum að sitja af okkur ýmislegt í sambandi við sjávarafurðir, og það sem kom mér fyrst og fremst til þess að fara að hugsa um þetta er það, að Japanir hafa verið hér eins og gráir kettir í allan vetur til þess að kaupa hrogn. Og til hvers? Ekki til þess að flytja út aftur, heldur til þess að selja á innanlandsmark- aði í Japan. Þeir ætla að kaupa hrogn héðan, borga $ 100,—/tonn í flutningskostnað frá Evr- ópu, og selja þau á innanlandsmarkaði í Japan, sem borgar a/« af þeim vinnulaunum, sem við greiðum hérna! Það hlýtur eitthvað að vera bogið við þetta. Fyrst við erum að tala um hrognin, þá minnir mig, að 1964 hafi verið flutt út iðnaðarhrogn fyrir um 50 millj. króna. Hefðu þessi hrogn verið soðin niður hérna heima, þá mundu þau hafa skapað útflutningsverðmæti, sem væri hér um bil þrefalt hærra. Og við get- um reiknað með, að þriðjungur af því hafi farið í erlendan kostnað og þá hefðum við átt eftir um 50 millj. krónum meiri útflutningsverðmæti nettó, heldur en við fengum út úr þessum frystu hrognum, en það er álíka mikið eða meira en kísilgúrverksmiðjan fræga mundi skila á einu ári. Og ekki nóg með það. Ég held, reiknað svona með slumpareikningi, að til þess að anna þessari niðursuðu hefði kannski þurft að flytja inn nið- ursuðuvélar fyrir á milli 5 og 10 millj. króna.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260
Page 261
Page 262
Page 263
Page 264
Page 265
Page 266
Page 267
Page 268
Page 269
Page 270
Page 271
Page 272
Page 273
Page 274
Page 275
Page 276
Page 277
Page 278
Page 279
Page 280
Page 281
Page 282
Page 283
Page 284
Page 285
Page 286
Page 287
Page 288
Page 289
Page 290
Page 291
Page 292
Page 293
Page 294
Page 295
Page 296
Page 297
Page 298
Page 299
Page 300
Page 301
Page 302
Page 303
Page 304
Page 305
Page 306
Page 307
Page 308
Page 309
Page 310
Page 311
Page 312
Page 313
Page 314
Page 315
Page 316
Page 317
Page 318
Page 319
Page 320
Page 321
Page 322
Page 323
Page 324
Page 325
Page 326
Page 327
Page 328
Page 329
Page 330
Page 331
Page 332
Page 333
Page 334
Page 335
Page 336
Page 337
Page 338
Page 339
Page 340

x

Tímarit Verkfræðingafélags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Verkfræðingafélags Íslands
https://timarit.is/publication/860

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.