Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Síða 149
TlMARIT VFl 1967
147
Mynd 4. Gaffailyfta lyftir fiski í kassa upp til hausara.
Þá eru nokkrir tuga þurrkklefa starfræktir
víðsvegar um landið, um 10-15 þessara klefa eru
útbúnir fullkomnum sjálfstýribúnaði, sem stjórna
hita- og loftrakastigi í klefunum (sjá framar).
Tryggir það bæði fljótari og öruggari þurrkun.
Milli 35-40 stöðvar nota þýzku Baader haus-
unar- og flatningsvélarnar, sem létta geysimikið
störf aðgerðarmannanna. Nokkrar íslenzkar
hausunarvélar eru lika notaðar hér. Yfirleitt er
fullkominn færibandaútbúnaður í kringum þess-
ar vélar til að flytja fisk að og frá þeim, en
úrgang (slor, lifur, hrogn og bein) jafnóðum
frá aðgerðarsvæðinu upp í geymslukassa úti.
I öðrum stöðvum, sem ekki hafa þessar fisk-
vinnsluvélar, hafa oft verið sett upp minni færi-
bandakerfi og útbúnaður, sem f jarlægir jafnóðum
allan úrgang frá aðgerðarsvæðinu. Þetta léttir
líka mikið aðgerðarvinnuna og gerir hana þrifa-
legri. Eins hafa margar stöðvar fengið ný net-
þvottabönd með kröftugum vatnssprautum. Það
sparar menn við uppþvott á flatta fiskinum. Eins
hafa sumar stöðvar, sem ekki hafa fiskvinnslu-
vélar, komið útbúnaði á hjá sér, sem lyftir fisk-
inum upp í vinnuhæð hjá hausurum, þannig að
fiskurinn fellur niður frá þeim til aðgerðar-
manna og áfram ofan í vöskunarker. Þetta léttir
mjög erfið verk við lyftingar á fiskinum.
Útbúnaður sá, sem lýst hefur verið hér að
framan, miðast við að spara vinnu og flýta sem
mest aðgerðinni, þ.e. að koma fiskinum sem fyrst
í salt eftir að hann kemur inn í húsin, en það er
oftast á kvöldin á vetrarvertíðinni.
Með gamla laginu tekur það um 15 vinnu-
stundir að gera að og koma í salt 3000 kg af
fiski upp úr sjó, en það jafngildir nokkurn veg-
inn 1000 kg af blautsöltuðum fiski. Með tilkomu
fiskvinnsluvélanna, færibanda, og betri aðgerða-
svæða o.fl., má draga mikið úr þessari vinnu,
létta hana og gera þrifalegri.
Til að fullvinna 1000 kg af blautum saltfiski
þarf til viðbótar álíka margar vinnustundir, og
þegar eru komnar, til að umstafla, moka salti,
paklta og skipa út. Þetta eru allt erfið störf, sem
oft eru framkvæmd með litlum tækjakosti, öðr-
um en skóflum, hjólbörum og einföldum borð-
um. Þó hafa nú ýmsar stærri stöðvar tekið í
notkun liprar gaffallyftur til að létta undir og
flýta fyrir þessum störfum. Eru þær þá notaðar
með stórum vöruflekum, þar sem fiski og fisk-
pökkum er raðað á, en lyftan sér um allar til-
færslur og lyftingar á þeim. Sparar þetta geysi-
mikil átök. Þá hafa þessar sömu lyftur verið út-
búnar með stórum saitskóflum, þannig að þær
geta líka séð um allan saltmokstur í húsunum,
en saltmokstur er erfitt og erilsamt verk, enda
þarf margsinnis að moka sama saltinu yfir hverja
vertíð, þar sem við umstöflun og pökkun fellur
mikið salt af fiskinum og er það notað aftur í
söltun. Pr. 1000 kg af fullstöðnum fiski þarf
um 800—1000 kg af salti, sem þarf að moka
nokkrum sinnum.
Við saltfiskframleiðslu þarf mikið gólfrými
Mynd 5. Fiskþvottavél — flatningsvél til hægri.