Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 150
148
TlMARIT VFl 1967
undir fiskstæðurnar. Um 2—3 m2 gólfrýmis þarf
undir hvert saltfisktonn, framleitt á sömu vertíð,
þ.e. við 20.000 tonna saltfiskframleiðslu á vertíð
er bundið 40.000—60.000 m2 húsnæði, sem á öðr-
um árstímum er oft lítið notað.
Erfitt er að segja með neinni vissu um, hve
mikið fé er nú bundið í saltfiskstöðvum í landi.
Trúlega gæti það numið frá Ya til x/z af verð-
mæti ársframleiðslunnar miðað við verðlag 1965.
Miðað við fiskhráefni, er verðmætisaukningin á
blautsöltuðum fiski um 88% (fob verð), en tæp-
lega 70%, ef salt og umbúðir er reiknað með
hráefnisverðinu. Er hér miðað við verð á slægð-
um fiski með haus (1 a fisk) vertíðina 1965 og
fob verð á stórum saltfiski 1965.
Mynd 6. Saltfiskur fluttur á flekum með gaffallyftu.
Horfur eru góðar á áframhaldandi framleiðslu
og sölu saltfisks hér á Islandi, og er þá gert ráð
fyrir, að til framleiðslunnar sé vandað og not-
aður góður og stór fiskur. Þó þarf þessi iðnaður
að halda áfram að vélvæðast til að verða sam-
keppnisfær við aðrar atvinnugreinar um vinnu-
aflið. Helztu nýjungar í vélvæðingu mætti hugsa
sér vélasamstæðu í aðgerðinni, sem sæi um að
gera alveg að fiskinum, þ.e. hausa hann, slægja
og fletja. Unnið er nú að því erlendis að endur-
bæta vélar, sem slægja fiskinn, svo að ekki þarf
að vera svo langt þar til þetta gæti orðið að
veruleika.
Einnig mætti umsalta fiskinn á stóra tréfleka
(pallettur) og geyma þannig, þar til honum yrði
pakkað, en þá yrði fiskurinn rifinn upp af flek-
unum á borð til matsmanna. Pakkaða fiskinum
yrði þá strax raðað á þessa tæmdu fleka (30
pakkar/fleka) og hann geymdur á þeim, þar til
Mynd 7. Fiskur fluttur á vélstiga úr fiskstíu að upp-
hækkaðri hausunarvél.
honum yrði lyft á flekunum ofan í skipslest, þar
sem hann er losaður af þeim. Utskipun saltfisks
á flekum er þegar hafin á nokkrum stöðum hér-
lendis.
Þá mætti einnig athuga nánar möguleikana á
því að frumsalta flatta fiskinn beint á þessa tré-
fleka og einnig að pækilsalta fiskinn í stóra
kassa, sem má stafla hátt upp með gaffallyftum.
Með þessu móti yrði unnt að salta á einum stað
í húsinu (hjá vöskuninni), og koma fyrir hagan-
legum útbúnaði til að dreifa saltinu yfir fiskinn
(t.d. hristisíu). Myndi slíkt stuðla að betri dreif-
ingu salts yfir fiskinn og gera söltunina mun létt-
ari. Auk þess sparaðist mikil vinna við allar lyft-
ingar og tilfærslur í húsunum, þar sem ein lipur
gaffallyfta gæti séð um öll þessi erfiðu störf.
Ennfremur mætti nota miklu meiri ís til að
geyma fiskinn í stíum í húsunum, svo að ekki
yrði jafnmikil þörf á að koma fiski strax í salt,
eftir að hann berst í húsin, og nú er, meðan
ekki er ennþá farið að slægja og ísa fiskinn í
kassa um borð í bátunum. Bætt vinnuskilyrði
á aðgerðarsvæðum er líka nauðsyn, þ.e. bjartari,
hlýrri og hreinlegri vinnusvæði.
Þá mun líka koma að því, að meira verði unnið
af fiskinum í neytendapakkningar til að auka
verðmæti fisksins og skapa samfelldari og jafn-
ari vinnu í húsunum, þegar lítið er um aðra
starfsemi þar. Þá mætti líka smíða fleiri full-
komna þurrkklefa, sem þurrkuðu lakari fiskinn,
þannig að erlendis yrði aðallega sendur blautfisk-