Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 153
TlMARIT VFl 1967
151
og haganlegt aðgerðarkerfi sparar því dýrt
vinnuafl og stuðlar að því, að fiskurinn komist
fyrr í salt en ella og um leið í betri gæðaflokk.
Yrði söltunarstöðvunum skipt í þrjá höfuð-
flokka, allt eftir því, hvernig aðgerðarkerfin eru
í þeim, yrði flokkunin eitthvað á þessa leið:
A-flokkur. Stöðvar með fullkomnu aðgerða-
kerfi, þ.e. hausunarvél, flatningsvél og vöskun-
arvél ásamt fullkomnu færibandakerfi, sem flyt-
ur fiskinn úr fiskmóttöku að vélum (hausunar-
vél), á milli véla og borða, og færibönd, sem
flytja sundurskilinn úrgang (slor, lifur, hrogn
og bein) stöðugt frá aðgerðinni upp í kassa
fyrir utan húsið.
Líklega má áætla, að. um 30 stöðvar fari í
þennan flokk. Svona kerfi kosta uppsett um V/>
milljón króna, stundum meira. Vinnsluafköst í
slíkum kerfum geta orðið 10-12 tonn/klst miðað
við fisk upp úr sjó, en það jafngildir ca. 3-4
tonnum/klst af fullstöðnum fiski.
B-flokkur. Yfirleitt heldur minni stöðvar, en
oft í nýjum og fullkomnum húsakynnum. Að-
gerðarkerfið samanstendur af haganlegum færi-
bandaútbúnaði, sem flytur fisk úr fiskmóttöku
að aðgerðarborðum og einnig sundurliðaðan úr-
gang frá aðgerðinni upp í kassa fyrir utan. 1
þessum kerfum er engin flatningsvél, sem er
dýrasti hluti aðgerðarkerfis A-flokks stöðva, en
stundum er þarna að finna ódýra hausunarvél
og vöskunarvél.
Erfitt er að segja með vissu, hve margar
stöðvar má flokka undir þennan lið, en líklega
yrðu þær heldur færri en A-flokks stöðvar. Af-
köst í svona kerfum geta orðið 3-5 tonn/klst.
Uppsett geta þessi kerfi kostað allt að kr. þó
milljón.
C-flokkur. Yfirleitt gamlar stöðvar, litlar
stöðvar og jafnvel skúrar, þar sem unnið er upp
á gamla mátann við aðgerðina, þ.e. þar er ekki
að finna nein færibönd eða fiskvinnsluvélar,
heldur er fiskinum lyft upp af gólfi með hand-
afli einu sinni eða oftar, slori, lifur og gotu
safnað í tunnur og bala við aðgerðarborðin, en
beinum fleygt á gólfið og mokað þaðan seinna
upp á bíl.
Afköstin geta verið frá 1 upp í nokkur tonn/
klst, eftir því hve mörgum borðum má koma
þarna fyrir. Þessi „kerfi“ kosta lítið. Ennþá eru
margar stöðvar í þessum flokki, en þeim fer
fækkandi. Einnig eru margar stöðvar sambland
af floltkum B og C.
Að lokum má minnast nokkrum orðum á þann
leiða misskilning, sem víða virðist ríkjandi, að
saltfiskiðnaður tilheyrði gamla tímanum og eigi
varla mikla framtíð fyrir sér á tímum nýrrar
tækni. Þetta er misskilningur, sem þyrfti að út-
rýma. Má í því sambandi t.d. benda á, að í þess-
ari atvinnugrein mætti ekki síður beita nýrri
tækni en í öðrum greinum. Saltfiskframleiðend-
ur hafa á síðari árum sýnt fullan hug á að hag-
nýta sér tæknina, jafnvel þótt þeir væru ekki
styrktir til þess af almannafé, eins og sumir
aðrir fiskverkendur. Þá má í þessu sambandi
einnig vekja athygli á því, að markaðir fyrir
saltfisk væru nú hagstæðari en fyrir ýmsan ann-
an fisk. Á nýafstaðinni vertíð hefði t.d. mátt
salta mun meiri stórþorsk en gert var með til-
liti til sölumöguleika, og hefði sú ráðstöfun lækk-
að uppbætur úr ríkissjóði til fiskverkenda.
Gunnar Bjarnason:
Herra fundarstjóri, góðir fundarmenn. Ég vil
leyfa mér að þakka stjórn Verkfræðingafélags
Islands fyrir það framtak, sem hún hefur sýnt
með því að stofna til þessarar ráðstefnu, og
sömuleiðis þeirri nefnd, sem séð hefur um undir-
búning hennar. Ég vil og óska þessum aðilum
til hamingju með árangurinn, því það, sem hér
hefur farið fram, hefur verið mjög fróðlegt og
ég tel mjög gagnlegt, að þessi mál, vinnsla sjáv-
arafla, sé rædd á þessum vettvangi.
Þá vil ég einnig þakka Lofti Loftssyni fyrir
ágætt rit um saltfiskverkun, sem hér liggur
fyrir. í því er að finna mikinn fróðleik um salt-
fiskiðnaðinn og er ekki nema allt gott um það
að segja. Ég hefði þó kosið að grundvallaratrið-
um fiskþurrkaðferða hefði verið gerð nokkru
nákvæmari skil.
Þurrkun saltfisks í húsi er framkvæmd með
því að láta heitt loft leika um hann. Rakinn í
fiskinum eimist og flyzt á brott með loftinu.
Frumskilyrði þurrkunar er að ástand loftsins sé
þannig, að það geti tekið við rakanum, þ.e. að
loftið sé hæfilega þurrt. Eftir því, sem raka-
prósenta eða rakastig loftsins er lægra því meiri
raka getur ákveðið magn af lofti tekið við og
því örari verður eimunin. Þegar vatn er í snert-
ingu við loft, heldur eimunin áfram, þangað til
loftið er mettað. Sé engin hreyfing á loftinu, get-
ur þetta tekið talsvert langan tíma vegna þess,
að það loft, sem næst er vatninu, mettast og
getur því ekki tekið við neinu fyrr en — og jafn-
óðum og — eitthvað af rakanum síast til um-
lykjandi lofts, diffusion. Sé loftið á hreyfingu,
gengur þetta mun hraðar, því með því móti
kemst ómettað loft í stöðugt samband við vatn-
ið. Sé vatnið bundið föstum efnum, verður loftið