Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 156
154
TlMARIT VFl 1967
Tættan saltfisk má nota í ýmsa matreiðslu, t.d.
bollur, súpur og svo framvegis. Undanfarin ár
höfum við ekki getað fullnægt eftirspurn á salt-
fiski til Miðjarðarhafslanda, og tel ég að þetta
byggist einkum á því, að við erum nær eina
þjóðin, sem getur selt þessum þjóðum stórfisk.
Hins vegar er komið svo nú í þessum markaðs-
löndum eða var minnsta kosti um síðustu ára-
mót, að það var ákaflega erfitt að selja smá-
fisk. Um síðustu áramót áttu Færeyingar eftir
óselt 10.000 tonn af smáum saltfiski, sem þeir
virtust ekki geta selt með ágóða.
Miðað við eftirspurnina eftir okkar stóra salt-
fiski, þá má taka dæmi frá Italíu, en 1965
flutti ítalía inn ca. 40.000 tonn af saltfiski —
þar af 8.000 tonn frá íslandi, en annar saltfisk-
ur var aðallega frá V.-Þýzkalandi, Færeyjum,
Grænlandi, Rússlandi og Noregi. Þessi 8.000 tonn
frá íslandi voru nær eingöngu stórfiskur, en
mjög lítið magn af stórfiski frá öðrum innflytj-
endum.
Síðustu áratugi hafa Islendingar selt mest af
sínum saltfiski óverkað eða blautsaltað. 1 fyrsta
lagi er fisksins neytt í slíku ástandi' á Italíu
og í Grikklandi. Á Spáni og í Portúgal kjósa
kaupendur að verka hann sjálfir t.d. vegna lægri
verkunarkostnaðar þar en hér. Spánverjar þurrka
fiskinn nokkurn veginn eftir því sem hans er
neytt. Með þessu geta þeir leyft sér að þurrka
hann minna, og saltfiskur, sem er nýþurrkaður,
lítur miklu betur út, hann er hvítari og fallegri
heldur en saltfiskur, sem er þurrkaður og geymd-
ur um langan tíma eins og við mundum alltaf
þurfa að gera. Saltfiski er hætt við að missa
þennan hvíta lit, sem neytendum finnst æskileg-
ur, nema að hann sé boðinn til sölu tiltölulega
fljótt eftir að hann er þurrkaður. Saltfiskur,
sem hefir verið geymdur lengi þurrkaður, þolir
ekki útlits-samanburð við nýþurrkaðan.
Portúgalir hafa sjálfir þvegið og þurrkað all-
an fisk, sem þeir hafa keypt frá íslandi, a.m.k.
allt frá því að síðasta stríði lauk. Þegar eftir-
spurn hefur verið eftir saltfiski eins og núna
mörg undanfarin ár, sem við höfum ekki getað
fullnægt, mun þægilegt fyrir framleiðendur að
geta selt saltfiskinn tiltölulega fljótt, og mörg
undanfarin ár hefir útflutningi framleiðslu vetr-
arvertíðar verið lokið í byrjun júlí. Það er ör
afsetning, sem hlýtur að vera mikið hagræði
fjárhagslega.
Það eru þannig margar ástæður fyrir því, að
þurrkun er ekki framkvæmd að neinu ráði leng-
ur nema á litlu magni og e.t.v. útlit fyrir að svo
verði framvegis. Hins vegar vildi ég leggja
áherzlu á í sambandi við lægstu gæðaflokka, að
athuga einhverja sérverkun á þeim flokkum, t.d.
tætt (Shreddedj í smápakkningum. Við slíka
frámleiðslu mætti nema burtu gallana, sem valda
okkur kvörtunum og rýra. álit á mörkuðum.
Þegar við flytjum saltfisk til markaðsland-
anna í óverkuðu ástandi, getur vatnsinnihald í
honum verið allt að 55%. Þeðsi fiskur hefur
eiginleika til þess að léttast ákaflega mikið, bæði
eftir að hann er pakkaður og einnig í flutningi.
Þetta hefur árum saman valdið ýmsum örðug-
leikum við útflutning á óverkuðum saltfiski, og
fyrir allmörgum árum var gert út um það sam-
eiginlegá af Fiskmati ríkisins og S.I.F., að reyna
að fara einhvern miliiveg með vigtun í þessu
sambandi. Þá var ákveðið að vega skyldi 52
kíló af fiski í pakka, til þess að vega upp á móti
vigtartapi og lausu salti. Þessi 2 kg hafa þó í
mörgum tilfellum ekki reynzt næg ráðstöfun.
Ástæður fyrir þessu eru margar. I fyrsta lagi
umbúðir fisksins, sem eru strigi og verja hann
ekki að neinu leyti fyrir léttun, hvorki af press-
un af þunga í skipum eða fyrir útgufun, en fisk-
urinn léttist af báðum þessum ástæðum. Það
hefur oft verið rætt um að fyrirbyggja þetta
með því að fá aðrar umbúðir, t.d. kassa. I sam-
bandi við umbúðirnar skal ég geta þess, að
ítalskur læknir, sem ég var með á fundi fyrir
nokkrum árum, taldi að strigaumbúðir yrðu
bannaðar, þar sem menn gengju í hafnarhverf-
unum um borð í skipin og þurrkuðu af fótun-
um á sér á pökkunum.
Ég held að ég fari rétt með, að Kanadamenn
sendi nú allan sinn saltfisk frá sér í kössum, og
allur fiskur, sem Rússar selja t.d. til ítalíu og
Grikklands, er í kössum og þeim úr svo góðu
efni, að þeir eru notaðir í steypumót. Ég álít
að unnt sé að fá kassa, sem ekki eru dýrari en
svo, að útilokun á vigtartapi í flutningi og hag-
ræðing við pökkun í kassa mundi greiða verð
kassanna. Ef svo væri, er ekki álitamál að breyta
um umbúðir.
Ég er eins og sumir aðrir, sem komnir eru
yfir miðjan aldur, að mér þykir vænt um þessa
framleiðslugrein. Ef við lítum til fyrstu 30 ár-
anna frá aldamótum, þá er það nú saltfiskurinn,
sem bar uppi mest af okkar viðreisn í sjávar-
útvegi. Má benda á það, að mörg af fyrstu frysti-
húsunum, sem byggð voru á árunum 1936-1940,
voru sett upp í húsnæði, er framleiðsla og verzl-
un saltfisksins hafði skapað.
Geir Arnesen:
Herra fundarstjóri. Ég skal vera ákaflega