Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 157
TlMARIT VFl 1967
155
stuttorður og einskorða mig við fyrirspurn Fisk-
matsstjóra viðvíkjandi saltflutningunum. Ég
hygg það rétt vera, að salt mengist nú ekki af
kopar við framleiðslu, a.m.k. ekki á Spáni eða
Italíu, og vandamálin eru nú raunar einskorðuð
við flutningaskipin. Ég hef verið á Spáni fyrir
stuttu síðan og skoðað þar mörg flutningaskip,
og ég álít að það séu ekki mikil vandkvæði á
að framkvæma slíka skoðun á þann hátt, að
næstum fullt öryggi fáist. En skoðunin tekur
náttúrlega dálítinn tíma, ég mundi segja 4-5
klukkutíma á meðalskip, og slík skoðun ætti
að framkvæmast af efnafræðingi, vegna þess að
það koma alltaf fyrir við þessa skoðun mjög svo
afbrigðileg tilfelli, þar sem reynir í raun og
veru á dómgreind efnafræðings. En, sem sagt,
ég álít, að það sé hægt að framkvæma þessa
skoðun.
Loftur Loftsson:
Herra fundarstjóri. Bergsteinn ræddi um það
hérna áðan, að úti í Ameríku og víðar, þar sem
neytendapakkningar hefðu verið framkvæmdar,
væri ekki hægt að pakka í þær nema eftir hend-
inni, t.d. vegna þess að salt myndi kristallast í
sárunum. Ég gæti nefnt það, að við reyndum
hérna með pakkningu fyrst, þar sem saltfiskur
var bara settur í öskju og síðan sellófan yfir, og
reynslan varð sú, að eftir dálítinn tíma í geymslu
fór salt að kristallast í gegn um pappann og í
gegn um sellófanið, og varan er því ófær að
geymast í verzlunum því hún vill smita frá sér.
En með því að setja fyrst Cry-O-Vac plastfilmu
utan yfir fiskinn og hitaloka því, þá höfum við
alveg útilokað að þetta geti skeð. Eftir þetta hef-
ur varan geymzt ágætlega í þessum pökkum
eins og sjá má af þessum pökkum hérna. Það
er ekki farið að kristallast neitt salt þarna í
gegnum þetta. Eins má líka vakúmpakka fisk-
inn, en það er bara langtum dýrara. Að sumra
áliti verður fiskurinn bragðbetri eftir nokkra
mánaða geymslu í slíkum umbúðum.