Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 163
TlMARIT VFl 1967
161
Skreið sú, sem Noregur, HoIIand og Vestur-
Þýzkaland hafa keypt, hefur að mestu leyti verið
flutt aftur út til Nígeriu. Noregur keypti skreið
á árunum 1951 til 1955, samtals um 2.504 tonn.
í sundurliðnum „önnur lönd“ eru talin m.a.
Bandaríki Norður-Ameríku og Svíþjóð.
Síðastliðin 4 ár hefur ekkert verið flutt til
Svíþjóðar, en þangað er hægt að selja ráskorna
löngu fyrir mjög gott verð. Til Finnlands hefur
ekkert verið flutt síðan árið 1958, en þangað
hófst útflutningur árið 1952. Finnland kaupir
ráskorna skreið, bæði þorsk og ufsa, en nú er
sú verkunaraðferð orðin svo dýr, að skreiðar-
framleiðendur hafa ekki talið sér fært að verka
skreið þannig.
Það kemur og í ljós í áðurnefndri greinargerð
um útflutninginn, að flutt hafa verið út til Finn-
lands á árunum 1952 til 1958 eða á 7 árum
1.568 tonn eða að meðaltali 225 tonn á ári. Þetta
er reyndar ekki mikið magn, en þessi markaður
er ekki nýttur vegna þess að talið er, að fram-
leiðslukostnaður sé of hár.
Vestur-Þýzkaland hefur keypt af Islandi árin
1951 til 1962 eða í 12 ár samtals 4.476 tonn.
Þessi skreið hefur verið flutt út aftur frá Þýzka-
landi. Okkur er kunnugt um, að þessi skreið var
seld frá Þýzkalandi, bæði til Ítalíu og Nígeríu,
og er nú auðsætt, að þarna hafa verið að verki
óþarfa milliliðir.
Það hefur auðvitað ekki farið framhjá hinum
miklu fiskveiðiþjóðum, Rússum og Japönum, að
í Nígeríu og í öðrum Afríkulöndum eru miklir
markaðir mögulegir fyrir frystan fisk, og allt
frá árinu 1961 hefur verið stöðugur og vaxandi
innflutningur á frystum fiski, sem landað er
bæði í Lagos og Port Harcourt og dreift þaðan
með kælibílum út um landið. Ég hefi komið í
slíkar kæligeymslur og séð með eigin augum
þessa innrás inn á hinn gamla og að því er hef-
ur virzt örugga markað fyrir skreið.
IJtflutningur á skreið hefur minnkað vegna
minnkandi afla. 1 Nígeríu hefur það skeð síðast-
liðin 5 til 6 ár, að vaxandi er löndun á frystum
fiski frá japönskum og rússneskum fiskiskipum,
sem starfa þannig, að þau eru skrásett í Nígeríu
og sigla undir fána þess lands, þannig að komizt
verði hjá að greiða háan innflutningstoll á nýj-
um fiski. Hins vegar er rétt að geta þess, að inn-
flutningstollur á skreið til Nígeríu er um 1
pence á hvert þyngdarpund.
IJtflutningur á skreið frá Islandi er á höndum
margra aðila og hefur fjöldi útflytjenda komizt
á þriðja tug. Mikill dugnaður hefur ríkt í þess-
ari útflutningsstarfsemi og hefur verið flutt út
mest af skreiðinni frá Islandi á tímabilinu frá
ágúst/september til desember/janúar ár hvert.
Á þessu 5-6 mánaða tímabili hefur megin-
magnið verið flutt út. Með þessu er auðsætt, að
miklu minna magn af skreið hefur verið flutt
út á tímabilinu.febrúar-júlí eins og sést bezt af
eftirfarandi töflu yfir útflutning áranna 1965 og
1966 til Nígeríu:
1965 1966
Janúar 840.780 kg 546.190 kg
Febrúar 638.775 — 565.200 —
Marz 743.130 — 573.930 —
Apríl 635.175 — 207.855 —
Maí 862.875 — 157.590 —
Júní 534.015 — 136.935 —
Júlí 557.685 — 217.305 —
Ágúst 505.125 — 373.680 —
Sept. 623.070 — 925.065 —
Okt. 1.135.440 — 1.503.090 —
Nóv. 833.670 — 623.970 —
Des. 772.020 — 682.695 —
Ég hefi allt frá miðju ári 1953 starfað í Sam-
lagi Skreiðarframleiðenda og þekki þess vegna
allvel til um markaðsmál skreiðarinnar. Ég hefi
ávallt, hvenær sem tækifæri hefur gefizt, rætt
um nauðsyn þess að útflutningurinn á skreið
sé þannig skipulagður, að aðalmarkaður skreið-
arinnar fái sem jafnastar afskipanir, að árs-
framleiðslan verði afskipuð þannig, að jafn út-
flutningur geti haldizt allt árið, þ.e. að alltaf
verði skreið til á markaðnum og að aldrei verði
skreiðarlaust á markaðnum í Nígeríu. Nú hagar
svo til, að síðasta skreiðin frá árinu 1966 er að
fara um miðjan maí og nýja framleiðslan verð-
ur að venju ekki útflutningshæf fyrr en seint í
júlí eða byrjun ágúst. Það er því augljóst, að
nú verður um tveggja mánaða tími, sem engin
eða sama, sem engin skreið fer frá Islandi til
Nígeríu. Það myndast tómarúm, sem verður
fyllt upp með öðrum fiski, t.d. japönskum og
rússneskum.
Samkvæmt því, sem ég hefi sjálfur séð og
athugað, þá er þessi japanski og rússneski fisk-
ur seldur mjög ódýrt. Þessar þjóðir virðast stað-
ráðnar í að vinna markað í Nígeríu, hvað sem
það kostar. Nígería hefur keypt á einu ári meira
en 30 þúsund tonn af skreið, sem er um 180
þúsund tonn af hausuðum og slægðum fiski, svo
það er auðsætt að eftir miklu er að slægjast.
Mér hefur orðið tíðrætt um Nígeríu, enda er
það aðalmarkaður Islands í skreið, en næst á
eftir Nígeríu kemur Italía, sem er afar þýðing-