Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 164
162
TlMARIT VFl 1967
armikill markaður, bæði hvað magn og sérstak-
lega verðlag snertir. Skreiðin, sem seld er til
Italíu, er talsvert dýrari en skreiðin, sem seld
er til Nígeríu, og þess vegna ber að leggja mikla
áherzlu á að sinna þeim markaði vel.
I áðurnefndri grein Sigurðar B. Haraldssonar
í töflu 1 kemur mjög skýrt fram, að útflutn-
ingur íslands til ftalíu hefur verið allskrykkjótt-
ur. Til dæmis eru flutt út árið 1954 2.320 tonn
og minnkar það jafnt og þétt til ársins 1960 í
254 tonn. Þar koma til greina ákvæði Fiskmats
ríkisins um matsreglur.
Framleiðendum varð ljóst, að nauðsynlegt var
að fá breytingar á gildandi matsreglum á skreið
til ftalíu og tókst það árið 1964 með þeim
árangri, að útflutningurinn til ítalíu hefur aftur
komizt í sitt fyrra horf og jafnvel betur, því á
árunum 1963, 1964 og 1965 hafa verið flutt út
um 3.000 tonn á ári að meðaltali.
Ég mun ekki orðlengja ræðu mína en vil nota
þetta tækifæri til þess að hvetja alla framleið-
endur skreiðar til þess að vanda framleiðslu sína
sem allra mest, því með því höldum við trausti
kaupenda og neytenda, og ég vil undirstrika
það, sem ég hefi áður sagt, að það er nú orðin
höfuðnauðsyn með tilliti til útflutnings skreið-
ar til Nígeríu, að honum sé afskipað sem jafn-
ast hvern mánuð ársins.
Bergsteinn Á. Bergsteinsson:
Eins og flestir vita er skreiðin að nokkru leyti
olnbogabarn íslenzkrar fiskframleiðslu að því
er gæði hráefnis snertir, þótt líka sé notað eitt-
hvert magn af góðu hráefni. Geimsluþol fullþurr-
ar skreiðar er mikið miðað við ýmis önnur mat-
væli, en á þeim forsendum og nákvæmri gæða-
flokkun til útflutnings hefir fengizt stöðugur
markaður fyrir þessa vöru erlendis, að mestum
hluta í Afríku og nokkrum á ítalíu.
Italir kaupa aðeins skreið í þeim gæðaflokki,
að þeir geti bleytt fiskinn upp og tekið af hon-
um heilleg flök, sem þeir síðan bjóða þannig til
sölu. En til þess að fá heilleg flök verður fisk-
urinn að vera efnislega góður og má alls ekki
hafa frosið. Fyrir þennan fisk fæst miklu meira
verð, og með þeim breytingum, sem gerðar voru
á mati og útflutningi skreiðar á Islandi fyrir
tveimur árum, þá hefur tekizt að nýta algerlega
þann hluta úr íslenzkri skreið, sem uppfyllir
kröfur kaupenda á Italíu-markaði.
I Afríku er fiskurinn stykkjaður niður og soð-
inn þannig, án þess að bleyta hann út áður. Þessi
matreiðsluaðferð og lægri kröfur neytenda í
Afríku heldur en á Italíu gerir mögulegt að
selja til Afríku lægri gæðaflokka en til ítalíu.
Oft kemur fyrir, að skreiðin frýs á hjöllunum,
og er það fjárhagslegt tjón, sérstaklega ef um
gæðavöru er að ræða. Hér á landi kemur oft
frost, sem stendur ekki nema í tvo, þrjá eða
fjóra daga. Þegar svo stendur á, eru sumir fram-
leiðendur skreiðar farnir að taka upp þá aðferð,
að geyma fiskinn í vatni kældu með ís yfir frost-
dagana, eða aðeins ísvarinn. Það er sjálfsögð
ráðstöfun, að reyna þannig að komast hjá því
að láta fiskinn frjósa, en þá verður að geyma
hann vel, svo að hann skemmist ekki á annan
hátt.
Að lokum vil ég ítreka það, sem Sigurður Har-
aldsson benti á, að það er með skreið eins og
aðra vöru, að því betra hráefni, sem notað er í
hana, því meiri gæðavara verður hún, ef herzl-
an tekst vel.