Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 165
TlMARIT VFI 1967
163
SÍLDARSÖLTUN
Jóhann Guðmundsson, efnafræðingur
Kannsóknastofnun fiskiðnaðarins
Yfirlit yfir síldveiðar og síldarsöltun á Islandi
Upp úr miðri 19. öld hefja Norðmenn síldveið-
ar og síldarsöltun á Austfjörðum. Einhver síld-
veiði mun þó hafa átt sér stað á Islandi fyrir
þann tíma, en í mjög smáum stíl. 1 Evrópu hafði
síldarsöltun þó verið þekkt í margar aldir. Síld
hefir sennilega verið söltuð í Englandi á 6.—-8.
öld. Á 12.—13. öld er talsverð síldarsöltun við
Eystrarsalt og Norðursjó. Hollendingar hefja
síldarsöltun í stórum stíl á 14.—16. öld.
Síldveiðar Norðmanna við Austfirði voru stop-
ular fyrstu árin, en um 1880 hefur síldarsöltun náð
að festa rætur hér á landi, og eru Islendingar þá
farnir að taka þátt í söltuninni. Fyrir aldamótin
var einnig farið að veiða síld fyrir Norðurlandi.
Veiði fór þar vaxandi, svo að upp úr aldamótun-
um fór mestöll síldveiði og síldarsöltun fram á
Norðurlandi, og hélzt það svo fram til um 1960.
Þá jókst síldveiði verulega fyrir Austurlandi, og
hefur meginsöltunin farið þar fram síðustu árin.
Síldveiðar og síldarsöltun hefur átt sér stað í
smáum stíl, á Suðvesturlandi um alllangt skeið.
Um 1950 aukast þessar veiðar og eru talsverðar
fram til 1963, en eftir það hefur ekki verið um
mikla veiði eða söltun að ræða þar.
Frá því að síldveiðar hófust hér við land og
fram til 1911, var svo til öll síld, er veiddist,
söltuð. Það ár var fyrsta síldarverksmiðjan reist,
og sköpuðust þar með fjölbreyttari möguleikar
fyrir hagnýtingu síldarinnar.
Er Norðmenn hófu veiðar sínar hér við land,
veiddu þeir síldina í landnætur. Veiðin var háð
því, að síldin væri inni á fjörðum eða rétt við
land. Árið 1899 hefjast reknetaveiðar við Island
og örfáum árum seinna veiðar í herpinót. Með
þessum nýju veiðarfærum var hægt að veiða síld-
ina f jarri landi og þar með voru veiðarnar ekki
lengur háðar því, að síldin gengi inn á firði. Með
tilkomu þessara veiðarfæra varð veiðin örugg-
ari og aflamagnið og söltunin jókst verulega.
Á meðfylgjandi mynd er yfirlit yfir magn af út-
fluttri saltsíld frá 1901 til 1965, í 5 ára meðaltöl-
um. Á myndinni kemur fram, að á þessu tíma-
bili hafa verið fluttar út um 12 milljón tunnur
af saltsíld.
ÞUSUND TUNNUR
THOUSAND BARRELS
500
400
300
200
100
UTFLUTNINGUR A SALTSILD / TUNNUM
FIMM ÁRA MEÐALTÖL
EXPORTS OF SALT HERRING IN BARRELS
FIVE YEAR AVERAGES
1901 - 1965
55.030
167.200
190.014
144.714
170.552
179626
201.370
219.794
57.772
125.354
175.430
262.400
439.042
H*
500
400
300
200
100
1901-05 06-10 11-15 16-20 21-25 26-30 31-35 36-40 41-45 46-50 51-55 56-60 61-65