Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 176
174
TlMARIT VFl 1967
út til annarra landa, sérstaklega vegna þess, að
þessi síld, sem geymd var í lakaheldum tunn-
um, var eitt af því, sem nauðsynlegast var fyrir
hina stóru heri, sem þá voru á meginlandinu
og oft áttu í höggi hverir við aðra. Söltuð síld
var ein helzta fæðan handa herjunum, af því
að ýmislegt annað vildi fremur skemmast. Þetta
finnst mér rétt að komi fram. Og eins finnst
mér rétt að geta um það, að það voru Hollend-
ingar, sem byrjuðu að veiða síld í reknet á rúm-
sjó, og þeir gerðu það strax á 14. og 15. öld.
En þessi veiðiaðferð barst svo frá þeim fyrst til
Skotlands og til Englands. Það tók mannsaldra,
að hún bærist þessa stuttu vegalengd yfir sund-
ið. Norðmenn fóru ekki að veiða síld í reknet
fyrr en á síðasta tug 19. aldar og við Islending-
ar um s.l. aldamót.
Það er alltaf rétt að geta þess, sem vel er
gert, þó að það kannski beri ekki árangur eins
og skyldi, þá er gerðin sú sama hjá þeim, sem
reynir að koma góðu til leiðar, og því vil ég geta
þess, að sá maður, sem fyrstur skrifaði svo ég
viti til — og ég held að það sé áreiðaniegt —
um síldveiðar hér á landi og að Islendingar ættu
að taka þær upp í stórum stíl, var Páll Vídalín
lögmaður. Og hann gerði þetta í riti, sem reynd-
ar var heil bók um framfarir Islands, sem hann
samdi árið 1699. Hann kallaði þetta rit „Deo-
Regi-Patriae“, þ.e. hann helgaði það guði, kóng-
inum og föðurlandinu. Þessi bók, eða útdráttur
úr henni, með skýringum, var gefin út tæpum
70 árum seinna af Jóni Eiríkssyni undir þessum
titli, sem ég nefndi. En þar leggur Páll Vídalín
til, að fengnir séu erlendir menn til þess að
kenna íslendingum síldveiðar og síldarverkun,
sem hér muni geta orðið að miklu gagni. Hann
getur um að hallæri væri í landi og að danskur
kaupmaður, sem var einn af einokunarkaup-
mönnunum og fékk ekki það sauðfé til slátrunar,
sem hann hafði vænzt, en frekar en að fá ekkert,
þá fór hann og reyndi síldveiðar með svo góðum
árangri, að hann hafði góðan hagnað af komu
sinni hingað til landsins.
Þá var það ekki nákvæmt hjá Jóhanni Guð-
mundssyni að segja, að Norðmenn hafi byrjað
síldveiðar hér um miðja 19. öld, því ég held að
það hafi enginn árangur orðið hjá þeim fyrr en
árið 1868. Svo var það árið 1878, sem mátti
segja, að þeir hafi komið síldveiðum á i nokkuð
stórum stíl og sem fóru svo hraðvaxandi næstu
árin. Þá voru það landnætur og lagnet, sem veitt
var í. En eins og ég gat um áðan, þá fóru Is-
lendingar ekki að veiða með reknetum fyrr en
1899, eða rétt um aldamótin.
Svo kom snurpuveiðin til sögunnar. Norðmenn
höfðu sent menn til Ameríku, sem lærðu þessa.
veiðiaðferð þar, og þeir komu svo og reyndu
þessa nýju amerísku tækni fyrst í Noregi og
hér við ísland með góðum árangri, og snurpu-
veiðin fór svo hraðvaxandi á þessum árum frá
1904 og fram að fyrri heimsstyrjöld. Við Is-
lendingar vorum orðnir nokkurn veginn jafnok-
ar Norðmanna í veiðum hér við land í byrjun
fyrri heimsstyrjaldar. Ég vil nú ekki fara að
rekja söguna alltof nákvæmlega, því að þá get-
ur farið fyrir mér eins og einu sinni — ég var
að rekja sögu síldarútvegsins og var rétt ókom-
inn að Óskari heitnum Halldórssyni, sem þar
markar djúp spor, því að hann hafði forystu um
stofnun Síldarverksmiðja ríkisins og að íslend-
ingar eignuðust sjálfir síldarverksmiðjur, — en
inngangurinn var svo langur hjá mér, að sonur
Óskars, Ólafur Óskarsson, vinur minn, var sofn-
aður undir ræðunni, áður en ég var kominn að
föður hans, en það skal tekið fram, að þetta
var um mesta annatímann á Siglufirði.
Ég vil þá drepa á atriði, sem ég tel að hafi
kannski verið mishermt hjá Jóhanni Guðmunds-
syni, og það var, að hann sagði — sem er alveg
rétt — að síldin verkaðist illa í kulda og það
hafi verið ráðin bót á þessu hér sunnanlands
með því að hita upp í 10°C geymslurými, þar
sem síldin væri geymd, því að hún verkast ágæt-
lega við 10 gráðu hita. En hann sagði, að þessi
sömu vandkvæði væru ekki norðanlands og
austan. Þar skjátlast honum mikið, vegna þess,
að frá því að síldarverkun byrjaði áður fyrr,
kannski seinni partinn í júní, í júlí og fyrri part-
inn í ágúst, þá hefur verkunin hin síðari ár
færzt meira og meira fram á haustið og það
aftur haft það í för með sér, að lofthitinn er of
lítill til þess að síldin nái eðlilegri verkun. Þessi
skilyrði, sem hann taldi að ekki væru fyrir hendi
norðanlands og austan, eru þar einmitt fyrir
hendi, vegna þessara breyttu aðstæðna. Á haust-
in er, eins og allir vita, mjög kalt í lofti, og
ber á því, að síldin verkast seint, mjög seint, og
jafnvel kryddsíld, sem söltuð var sl. haust, er
kannski ekki fullverkuð enn. Og það er að sjálf-
sögðu hægt að bæta úr þessu á sama hátt og
gert hefur verið hér sunnanlands, en það er
hægara við það að eiga hér, þar sem miklu
minna magn er á ferðinni heldur en á Austf jörð-
um. En þetta bendir ótvírætt í þá átt, að það
verði að undirbúa það, að það sé hægt að hafa
síldina í upphituðum geymslum, einnig á Aust-
urlandi, meðan eins háttar til og gert hefur nú
hin síðari árin.