Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 178
176
TlMARIT VFl 1967
miklar tilraunir. Hann lýsti því, að árangurinn
væri nú eiginlega ekki kominn í ljós enn, en
hann vonaðist eftir því, að hann kæmi í ljós síð-
ar. Til þess að fá betri árangur af hlutunum,
heldur en er fyrir hendi á hverjum tíma, verða
menn alltaf að leita hins betra, og ég vil þakka
Jóni það, að hann hefur viljað gera þetta, en
mér fannst hann sletta óþarflega mikið úr klauf-
unum.
Jóhann Guðmundsson:
Sveinn Benediktsson sagði hér áðan, að Hol-
lendingar væru upphafsmenn síldarsöltunar.
Þetta er rétt að því leyti, að þeir breyttu sölt-
uninni í svipað horf og hún er rekin í ennþá.
Það voru einkum tvær nýjungar, sem þeir áttu
frumkvæði að. Þeir byrjuðu á því að pækilfylla
tunnurnar, og þeir urðu fyrstir til þess að blóðga
eða kverka síldina.
Ég minntist á áhrif hitastigsins á verkun salt-
síldar. Heppilegasti verkunarhiti fyrir saltsíld
er rétt um 10°C. Meðalhitinn í aðalsöltunarbæj-
unum Norðanlands, Siglufirði og Raufarhöfn í
júlí og ágúst, þ.e.a.s. þeim mánuðum, sem sölt-
unin fór yfirleitt fram í, er einmitt rétt um
10°C. Verkunargallar á saltsíld vegna of lágs
verkunarhita komu því ekki fram, fyrr en farið
var að salta síld að vetrarlagi á Suðurlandi og
nú síðustu árin á haustin og veturna á Austur-
landi.
Þeir Erlendur Þorsteinsson og Sveinn Bene-
diktsson virtust báðir vera mótfallnir notkun
lyftara á söltunarplönum, vegna þess að ef þeir
væru notaðir til þess að flytja tunnurnar í stað
þess að velta þeim, eins og áður tíðkaðist, þá
missaltist síldin í tunnunum vegna hreyfingar-
leysis.
Það er sjálfsagt og mun auðveldara að fram-
kvæma alla meiriháttar flutninga á söltunar-
stöðvunum með lyfturum, í stað þess að velta
síldartunnunum eins og áður tíðkaðist.
Til þess að koma í veg fyrir að síldin missalt-
ist vegna hreyfingarleysis, er nægilegt að velta
tunnum í hálfhring annað slagið, t.d. þegar síld-
in er pækluð.
Þeir Sveinn og Erlendur minntust báðir á það,
að grabbar þeir, sem síldinni er oft landað með,
hafi ekki reynzt vel. Ég hef séð talsvert magn
af saltsíld, sem hefur verið verulega marin og
sködduð eftir grabbana.
Það er stundum erfitt að sjá þessa galla á
fersksíld, en þeir koma betur í ljós, þegar síldin
hefur verkazt í salt. Ég er því sammála þeim
um það, að grabbar þessir séu mestu gallagripir.
Jón Á. Héðinsson:
Fundarstjóri. Góðir fundarmenn. Það var að-
eins að svara því, sem Sveinn Benediktsson orð-
aði varðandi mitt skip. Kæliútbúnaðurinn kost-
aði eins og ég sagði nokkuð á þriðju milljón.
Ég gat útvegað lán í Noregi fyrir þeim kostn-
aði að mestu og fékk að taka það lán án nokk-
urs styrkjar, en fæ að borga það á 7 árum.
Það var sú auka fyrirgreiðsla, sem ég fékk, og
þetta er alveg rétt. En í dag eru bátar lengdir
og þá fá menn 5 ára lán eða 3ja ára lán, eftir
upphæð, og bankaábyrgð á það. Svo þarna er
greitt mjög svipað fyrir mörgum, þó að ég hafi
náð 7 árum. Svo ekki meira um það. En ég
verð að víkja að því, vegna þess að þeir tóku
það báðir til sín síldarútvegsmennirnir, Erlendur
og Sveinn, að ég væri að sneiða nokkuð að þeim,
og þeir um það, en ég deildi á heildarkerfið,
kerfi þeirra, sem fjalla um síldarútvegsmálin,
vegna þess, að það er staðreynd, að um 30 ára
bil mér vitanlega — og ég hef rætt það við
fleiri menn — hafa þeir ekki haft forgöngu um
eina einustu nýjung, og taki menn eftir þeirri
staðreynd. Hvort mönnum líkar betur eða verr
að heyra þetta, get ég ekki að gert. En dæmið
stendur þannig í dag, að það verður einhver að-
ili í þessu þjóðfélagi að stuðla að því, að bátarnir
geti komið með betra hráefni en verið hefur,
vegna þess að hvorki Síldarútvegsnefnd né rík-
isstjórn gerir neitt með fallegt undirritað samn-
ingsplagg, ef engin síld kemur að landinu í not-
hæfu ástandi í tunnu. Og þetta er mergurinn
málsins. Og til þess lít ég á þessa ráðstefnu
verkfræðinga, sem á 100% þakkir skyldar og
stóran styrk, að hún komi því til leiðar, að
menn vakni við þá staðreynd, að það er ekkert
afl í þessu þjóðfélagi, sem beitir sér kerfisbundið
fyrir að stuðla að auknum vörugæðum á síldinni
— alls ekkert mér vitanlega. Og ef svo er, þá
leggi þeir gögnin á borðið, þessir ágætu menn
í 30 ár, hvaða nýjung þeir hafi beitt sér fyrir.
Á sínum tíma átti ég hugmyndina að flokk-
unarvélinni og beitti mér fyrir henni. En síldin
hefði ekki verið söltuð fyrir austan, ef flokkun-
arvélin hefði ekki komið á markaðinn. Og það
var leyst í samráði við ágæta menn, sem líka
fórnuðu miklum peningum í það verk. Nei, það
má lengi karpa um þessi mál, drengir mínir, en
það skeður ekkert nema einhver hafi hvöt í sér
til þess að beita sér fyrir málum. Og sú stofnun,
sem dr. Þórður Þorbjarnarson veitir forstöðu,
hefur ekki auraráð og því ekki getu til þess að
gera það, en Síldarútvegsnefnd hefur auraráð.
Síldarmatið gæti haft samvinnu við þá, ef þeir