Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 179
TlMARIT VFl 1967
177
vildu starfa saman og vinna að þessum nauð-
synjum, sem óhjákvæmilegt er vegna breyttra
veiðisvæða. Þetta er mín persónulega sannfær-
ing. Hvort ég stend einn um þessa skoðun eða
ekki, læt ég mér alveg í léttu rúmi liggja.
Ég álít ekki, að það sé rétt skref hjá Siglfirð-
ingum að kaupa rándýrt skip og ætla að flytja
síldina í þessu sérstaka flutningaskipi. Þar sem
skipin eru mörg, stór og góð, og það eiga eftir
að koma milli 20 og 30 skip á þessu ári með
góðan kæliútbúnað og með alumíníumlestar, þá
er miklu betra að viðurkenna það, ef við sigl-
um með góða síld 100 mílur, 200 mílur eða
300 mílna leið, og bæta okkur það upp í 5 eða
10 aura verðmæti. Það er mín skoðun. En auð-
vitað set ég aðeins fram mína skoðun, og svo
verður reynslan að skera úr því, hvernig stefnan
á að vera. En ég tel, að hún hafi ekki verið
rétt. Um þetta getum við karpað. Og það má
vel vera að það megi segja, að maður bíti í
skjaldarrendurnar. En hvað er að ske, góðir
drengir? Ef síldin fjarlægist ár frá ári, hvar
stöndum við? Og til hvers gerir Síldarútvegs-
nefnd samninga, ef við komum ekki neinni síld
að landi? Ég bara spyr þessa ágætu menn. Ef
það fer í taugarnar á þeim, að ég skuli ræða
þetta svona hreinskilnislega, þá get ég ekki gert
að því. En það er alveg óhjákvæmilegt annað
en að stuðla að þvi, að það geti verið ís á Aust-
fjörðum. Nú, það má segja, að það sé ekki verk-
efni hraðfrystihúss á Norðfirði eða Seyðisfirði
að útvega okkur ís, en það hlýtur að vera í
verkahring Síldarútvegsnefndar að stuðla að
því, að bátarnir geti komið með eins gott hrá-
efni og föng eru á. Þarna eru ónotuð verðmæti,
þar sem hraðfrystihúsið er, og við auðvitað ætl-
umst til þess, að heildarstjórn þessara mála í
höndum Síldarútvegsnefndar, ráðherra og ann-
arra stofnana í þágu sjávarútvegsins beini kröft-
um sínum í þá átt, að þetta vandamál verði
leyst. Við getum ekki gert út öðruvísi. Það er
ekki hægt. Þetta er svo einföld staðreynd, að
það þarf ekki að deila um þetta.
Sveinn Benediktsson:
Góðir fundarmenn. Ég get nú verið ákaflega
stuttorður. Þegar talað er um störf Síldarút-
vegsnefndar, þá verða menn að muna það, að
þessi stofnun er fyrst og fremst sölustofnun.
Og hennar starf verður fyrst og fremst metið
á þeim grundvelli, hvemig henni tekst að selja
þær afurðir, sem henni er ætlað að selja, en það
eru saltsíld og þar með talin kryddsíld og sykur-
verkuð síld. Þó ég eigi sæti í Síldarútvegsnefnd
og kannski megi reikna mér til sjálfhóls að
hrósa nefndinni, — ég er þó orðinn 60 ára, og
hefi þess vegna leyfi til þess að vera með svo-
htið karlagrobb —, en ég verð að segja það, að
ég tel, að á tímum, sem að mörgu leyti hafa
verið mjög erfiðir, þá hafi Síldarútvegsnefnd
tekizt sitt aðalstarf, sem sagt sala þessarar vöm,
vel í höfuðdráttum, og henni hefur tekizt mjög
að auka markaðinn á þeim tíma, sem markaðir
á annarri saltaðri vöru hafa dregizt saman og
framleiðsla hjá öðrum þjóðum að undanteknum
Rússum hefur heldur dregizt saman heldur en
hitt, hvað snertir verkun saltsíldar. Um leið og
það hefur tekizt að auka markaðinn, þá hefur
líka tekizt að fá hærra og hærra verð, þannig
að það hefur fengizt hækkun á þessari vöru,
sem hefur verið meiri heldur en verðbólgunni
hér á landi hefur numið, þó að nú í ár sé auð-
sjáanlega komið að því, að varan verður, að svo
stöddu ekki hækkuð, eða það eru ekki horfur á
því, að það takist að ná sömu hækkun í ár og
tekizt hefur á undanförnum árum.
Meðferð síldarinnar er svo flókið mál, að það
er ekki unnt í því sambandi að segja með
sanni: „Öll stjórn á að koma ofanfrá". Við,
þessir menn, sem erum í nefndinni, ættum að
fara að segja sjómönnunum samkvæmt þessu,
hvernig þeir eigi að fara með vöruna um borð
í skipunum, og við ættum að segja síldarsalt-
endunum, hvernig þeir eiga að fara með vöruna,
eftir að hún kemur í land, en menn eiga bara
ekkert vit að hafa sjálfir. Þeir eiga ekki að
gera annað en það, sem þeim er sagt. Ég held
að þeir, sem þekkja Islendinga, viti það, að
þeir vilja fara sínu fram, ekki Jón Héðinsson
einn, heldur flestir íslendingar, þeir vilja fá að
gera það, sem þeim sýnist og þeir telja vera
til bóta. Og nú hafa skipstjórarnir almennt talið
það til bóta að taka upp greipa- eða grabbalönd-
un, þó að á því séu augljós vandkvæði. Þeir
telja það líka til bóta að taka stíur og hillur úr
lest. Og það er ekki hægt að ráða bót á þessu
öðruvísi en að reyna að telja mönnunum, sem
eiga hlut að máli á sjó og landi, hughvarf og
reyna að sannfæra þá um, hvað nauðsynlegt sé
að gera til þess að þeir fái sjálfir sem beztan
árangur af starfi sínu. Þess vegna er það, að
Síldarútvegsnefnd hefur nú strax — þegar þessir
sérstöku annmarkar hafa komið í ljós, sem eru
kannski meiri á verkun síldar og geymslu henn-
ar nú í vetur heldur en þeir hafa oftast verið,
— óskað eftir samstarfi við þá aðila, sem eiga
hlut að máli, til að finna leiðir til þess að bæta