Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 181
TlMARIT VFl 1967
179
ÞRÚUN FISKMJÖLS-
OG BOLLÝSISFRAMLEIÐSLUNNAR
Vilhjálmur Guðmmidsson, verkfræðingur
Síldarverksmiðjur ríkisins
Inngangur
Reynsla liðinna alda hefir sýnt, að fiskur
og fiskmeti er ein sú bezta fæða, sem menn og
dýr eiga völ á. Rannsóknir vísindamanna á 20.
öld hafa sannað, að góður fiskur jafnast á við
kjöt að næringargildi.
1 fáum orðum sagt þá er efnainnihald fisks:
54—84% vatn, 15—24% próteín, 0,1—27%
fita, 0,8—2% steinefni og ótal smáefna (1), (2).
Próteínið er það efni, sem gefur fiskinum mest
næringargildi, því að það inniheldur amínósýrur
í þægilegri og nauðsynlegri blöndu fyrir neytand-
ann. Þar er m. a. að finna þær 8—10 amínósýrur,
sem líkaminn getur ekki framleitt úr fæðunni, en
verður að fá úr jurta- eða dýraríkinu, ef tryggja
á eðlilega heilsu, vöxt og þroska cinstaklingsins.
(Lífsnauðsynlegar amínósýrur (Essential amino
acids): Lysín, leucin, isoleucin, vahn, threonin,
methionin, fenylalanin, tryptophan, arginin og
histidin (3)). Lysínið er nú almennt talið ein mik-
ilvægasta amínósýran, enda er hún ómissandi öllu
ungviði við byggingu líkamsvefjanna. Á síðustu
árum hefir innihald fiskmjöls af nýtanlegu lys-
íni verið notað sem mælikvarði á fóðurgildi þess.
Fiskfitan er fyrst og fremst orkugjafi, — oft
auðugur af A- og D-vítamínum, einkum lifrarfit-
an eða lýsið eins og allir kannast við.
Af steinefnum fisksins eru það fosfór og kalk,
sem mest gildi hafa sem næringarefni. Loks má
hér nefna mikilvægi vítamína af B-flokki, sem
finnast í ríkum mæli í öllu fiskmeti, einkum thía-
mín (BJ, ríbóflavín (B2), pantóthensýra, níacín
og hydroxycobalamín (B12). Hinu síðast nefnda
vítamíni eru eignuð ýmis vaxtaraukandi áhrif
fiskmjöls sem fóðurbætis.
Maðurinn hefir frá upphafi vega nýtt þessa
mikilvægu og ágætu fæðu á margvíslegan hátt.
Við nýtinguna hefir hann beitt ýmiss konar að-
ferðum til varðveizlu og geymslu vörunnar, t.d.
herzlu og söltun, en hér verður fjallað um fisk-
mjöls- og bollýsisframleiðslu úr fiski og fiskúr-
gangi, en í þeim vörutegundum varðveitast vel
flest næringarefni fisksins.
Fiskmjöl er eins og nafnið gefur til kynna unn-
ið úr fiski, ýmist eins og hann kemur úr sjó
og vötnum, eða úrgangi, sem til fellur við fiökun,
söltun, herzlu, reykingu, niðursuðu og aðra mat-
vælaframleiðslu úr fiski.
Fisklýsi er ýmist unnið úr fisklifur, eða fiskn-
um eins og hann kemur úr sjó og vötnum eða
feitfiskúrgangi. Þegar lýsið er unnið úr öðru en
lifrinni einni, er talað um bol- eoa búklýsi.
Þær markaðsvörur, sem hér um ræðir, eru
framleiddar að langmestu leyti úr sjávarafla.
Þótt eitthvað sé framleitt af þeim úr vatnafisk-
inn, þá gætir þess ekki mér vitanlega í alþjóð-
legum skýrslum.
Afli og framleiðsla
Afli
Árið 1948 var heildarafli úr sjó og vötnum um
20 milljónir tonna, 10 árum síðar tæpar 33 mill-
jónir og 1965 rúmlega 52 milljónir. Aflamagnið
úr sjó og vötnum hefir þannig meira en tvö-
TAFLA 1
Heimsafli úr sjó og vötnum, talinn í milljónum
toxma (4)
World catches in million metric tons
Heildarafli úr sjó og vötnum World catch of aquatic ani- mals excl. whales Fiskafli úr sjó Marine fishes Fiskur i mjöl- og lýsisvinnslu For reduction
1938 21,0 15,2 1,7
1948 19,6 14,8 1,5
1958 32,8 23,9 4,3
1961 43,0 32,0 9,7
1962 46,4 35,3 12,0
1963 47,6 36,1 12,0
1964 52,0 40,7 15,5
1965 52,4 40.4 15,3