Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 183
Milljón tonn - Miltions of Metric Tons
TlMARIT VFl 1967
181
arlegum torfum eins og við þekkjum, og eru
þær göngur bundnar við ákveðin hafsvæði og
árstíma, svo að með nútímatækni er bókstaflega
bægt að ausa þeim upp úr sjónum. Þessar veiðar
eiga sér engar hliðstæður. Hér er mn svo mikla
hráefnisöflun að ræða, að fremur minnir á náma-
gröft eða nýtingu olíulinda en veiðiskap. Sá er
þó munur á síldfiskveiðum og námavinnslu, að
stofninn þarf sennilega aldrei að ganga til þurrð-
ar eins og lindir og námur gera, ef veiðunum
er stillt í það hóf, sem vísindin krefjast. Óhamin
veiði bæði getur og hefir leitt til eyðingar
stofnsins. Þannig var Kalifomíusardínan veidd
upp skömmu eftir 1950, og Suðurlandssíldin okk-
ar virðist að þrotum komin.
1 töflu 3 er yfirlit um síldfiskveiði síðustu
ára, og mynd 1 er til frekari skýringar þróuninni.
Hið mikla magn, sem berst oft á land í síld-
fiskihöfniun, krefst þess, að þar sé til staðar
fljótvirk tækni til þess að vinna úr aflanum og
varðveita framleiðsluna sem markaðsvöru. Fisk-
ur upp úr sjó eða vötnum geymist hvergi lengi
í óbreyttu ástandi og ekki sízt suður í heitu
löndimum. Langfljótvirkasta og ódýrasta aðferð-
in, sem enn þá er þekkt, til þess að koma þessu
mikla magni í markaðshæfa vöru, anna því, sem
að landi berst í veiðihrotum, er að vinna fiskmjöl
og lýsi úr aflanum.
Af stofni síldfiska eru aðallega veiddar ansjó-
vetur, sardínur, menhadenfiskur og síld, og úr
þessiun fiskum er unninn mestur hluti af því
fiskmjöli og bollýsi, sem framleitt er í heimin-
um.
Ansjóvetan er mest veidd undan strönd Perú
og Chile. Hafið þar er með frjósömustu svæðum
jarðar. Humboldtstraumurinn, sem fellur sem
kaldur neðansjávarstraiunur að ströndinni, lyftir
sér þar og blandast heitu yfirborðsvatni. Með
honum berst mikið af næringarsöltum, fosfötum,
nítrötum og silíkötum, sem undir geislum hita-
beltissólar skapa ákjósanlegustu skilyrði fyrir
vöxt jurtasvifsins (fytoplanktons) í sjónum. An-
sjóvetan lifir á jurtasvifinu og er að því leyti
frábrugðin síldinni og flestum öðrum fiskum, sem
geta ekki nýtt þetta frumstig fæðunnar í sjón-
um. Ansjóvetan, sem á fræðimáli heitir Engrau-
lis ringens Jenyns, er mjög lítill fiskur um 9—
16 sm á lengd (6). Hún er kynþroska 10—12
mánaða, hrygnir að m. k. tvisvar á ári og renn-
ur lífsskeið sitt á 3—4 árum.
Þarna á mörkum Humboldtstraumsins er ein-
hver mesti furðuheimur fiskveiðanna. Perúmenn
segja t. d., að ansjóvetan leiti yfirborðs sjávar
tvisvar á sólarhring, um kl. 4 e. h. og kl. 10 að
kvöldi (7), og auðveldar þetta háttalag að sjálf-
sögðu veiðarnar.
Meðalefnainnihald ansjóvetunnar er sem hér
segir: Próteín 16%, steinefni 3%, fita 8% og
vatn 73%. Fituinnihald ansjóvetunnar er breyti-
legt eftir stærð hennar. Sé fiskurinn minni en
12 sm, er fitan 4—-7%, en 7—13% í fiski stærri
en 12 sm. Með 100% nýtingu ansjóvetunnar við
framleiðslu á mjöli og lýsi fást, ef reiknað er með
10% vatni og 8% fitu í mjöli, um 23% af mjöli
og 6% af lýsi. Vinnslutölur þaðan eru mun lægri.
Ansjóvetuveiðar hófust fyrst að marki við
strönd Perú og Chile fyrir um það bil 10 árum,
voru t. d. árið 1955 um 70 þús tonn, 1958 um
800 þús., 1960 um 3,5 milljónir, 1964 9,8 milljón-
ir og 1965 7,7 milljónir tonna. Þessar tölur sýna
ljóslega, að það eru einmittt ansjóvetuveiðarnar
við strönd Perú og Chile, sem langmestu hafa
valdið um aukningu fiskaflans á síðustu árum.
Atlantshafssíldin. Allt fram til ársins 1960 eru
Atlantshafsþorskurinn og síldin þær fisktegund-
ir, sem mest eru veiddar í heiminum. Á árunum
1938—1960 er árlegt aflamagn þeirra svipað eða
um 2—3 milljónir tonna af hvorri tegund. Árið
1960 eru ansjóvetuveiðarnar í Perú komnar í al-
gleyming og aflinn þar orðinn mun meiri en