Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 184
182
TlMARIT VPl 1967
þorsk- og síldarafli úr Atlantshafi. Þorskafli hef-
ir heldur farið minnkandi síðustu árin, en síldar-
aflinn hefir aukizt úr um 2,6 milljónum tonna
árið 1960 í rúmar 4 milljónir tonna 1965.
Atlantshafssíldin á eingöngu heima í Norður-
Atlantshafi, allt frá Svalbarða og Múrmansk að
austan suður á Biskajflóa og vestan megin frá
Labrador suður að Hatterashöfða á austurströnd
Bandaríkjanna (8). Mest er um síldina á aust-
ursvæðinu, í hafinu milli íslands, Færeyja og
Noregs, við strendur þessara landa og Bretlands-
eyja og í Norðursjó.
Síldin er veidd á öllum þroskastigum, allt frá
smásíld eða kræðu, millisíld í stóra hafsíld, er
getur orðið rúmir 40 sm á lengd og 500 g á
þyngd og náð tvítugsaldri (9).
Fituinnihald síldarinnar er mjög breytilegt,
bæði eftir þroskastigi og árstíma (sjá síðar).
Nefna má tölur um fituinnihald allt frá 1—2%
(10) upp í 25—27% (2).
Á árunum 1963—1965 var síldarafli þeirra
4 þjóða, sem mest veiddu af Atlantshafssíld,
sem hér segir:
TAFLA4
Síldveiði 4 þjóða 1963—1965, talin í þús. tonn-
um (4)
Herring catches 196S—1965, hy countries, in
thousand metric tons
1963 1964 1965
Noregvr Norway 510 736 1.079
Island Jceland .397 544 763
Sovétríkin U.8.8.R. 569 698 702
Danmörk Denmark 291 360 345
Mestur hluti síldarafla Norðmanna, Dana og
Islendinga hefir á þessum árum farið í mjöl-
og lýsisvinnslu, en ekki liggja fyrir tölulegar
upplýsingar um nýtingu aflans hjá Sovétmönn-
um. Um útkomutölur við síldarvinnsluna verður
fjallað síðar í þessu erindi.
Sardínuveiðar hafa verið stundaðar lengi og
höfðu talsverð áhrif á heimsaflann fyrir stríð.
Árið 1938 veiddu Bandaríkjamenn um 500 þús.
tonn af svokallaðri Kalifomíusardínu (sardinops
caeruela) til niðursuðu og mjöl- og lýsisvinnslu,
en sardínan gekk til þurrðar eins og áður seg-
ir upp úr 1950. Um þær mundir eru Suður-Afríku-
menn farnir að veiða um 400 þús. tonn af sar-
dínu (sardinops ocillata) undan ströndum Suður-
og Suðvestur-Afríku, en þær veiðar hafa síðustu
árin náð um 900 þús. tonnum. Þá hefir nú og
bætzt í aflann hjá þeim japönsk ansjóveta (Eng-
raulis japonica), svo að heildarafli Suður-Afríku-
manna 1965 af sardínu og ansjóvetu nam tæp-
um 1.100 þús. tonnum. Langmestur hluti aflans
fer til mjöl- og lýsisvinnslu, en niðursuða á
sardínu er þó nokkur í Suður- og Suðvestur-
Afríku.
Suður-Afríkumenn eru sú þjóð, sem stundar
fiskveiðarnar á vísindalegastan hátt. Þannig hafa
þeir ekki eingöngu takmarkað sardínuveiðarnar
við strönd Suðvestur-Afríku stofninum til vernd-
ar, heldur veiða þeir hið leyfilega magn á þeim
tíma árs, þegar fiskurinn er feitastur og gefur
mest af sér.
Suður-Afríku-sardínan getur orðið allt að 31
sm á lengd og vegur að meðaltali um 70—100 g
(11). Sardínan er feitust í maí—júní, 16—17%,
en hefir aðeins 2—4% fituinnihald, þegar kem-
ur fram í október. Við mjöl- og lýsisvinnsluna
fást að meðaltali úr fiskinum um 24—25% mjöl
og um 5% af lýsi.
Japanska ansjóvetan við Suður-Afríku er minni
en sardínan, aðeins 7—13 sm á lengd, gefur af
sér minna mjöl (ca. 22%), en svipað lýsismagn
og sardínan (12).
Menhaden. Undan austurströnd Norður-Ame-
ríku, allt frá Nova Scotia til Mexikóflóa, er veidd
sérkennileg fisktegund af síldaætt, menhaden-
fiskurinn (Atlantshafsmenhaden (Brevoortia
tyrannus) og Flóamenhaden (Brevoortia patro-
nus)). Hann getur orðið allt að 45 sm á lengd
og 3 pund á þyngd, en meðalfiskur er eins og
stór hafsíld (13).
Menhadenfiskurinn kemur í torfum upp að
ströndinni á sumrin og haustin og er þá veiddur
í snurpunætur. Hann er feitur fiskur, sem ein-
göngu er notaður til mjöl- og lýsisframleiðslu,
telst óætur. Bandaríkjamenn hafa veitt þennan
fisk til vinnslu síðan á öldinni, sem leið, og telja
má þá upphafsmenn fiskmjöls- og bollýsisfram-
leiðslu í heiminum. Árið 1938 er menhadenaflinn
um 240 þús. tonn, 1958 rúm 700 þús., 1962 tæp-
ar 1.100 þúsundir og 1965 um 770 þús. tonn.
Við mjöl- og lýsisvinnsluna fá Bandaríkjamenn
að meðaltali um 20% af mjöli, 7—8% af soð-
kjarna (sjá síðar) ög 9—13% af lýsi.
Kyrrahafssíldinni (Clupea pallasii) svipar
mjög til frænku sinnar í Atlantshafinu. Hún lif-
ir einnig á norðurslóðum og er einkum veidd við
vesturströnd Kanada og Alaska, 200—300 þús.
tonn á ári, en einnig við Japan, um 50 þús. tonn
á ári.
Langmestur hluti Kyrrahafssíldarinnar, sem
berst á land í Kanada, fer til mjöl- og lýsisvinnslu