Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Side 185
TlMARIT VPl 1967
183
í Brezku Kólumbíu. Síldin virðist gefa af sér um
10% lýsi.
Pramangreindar fisktegundir eru mikilvægast-
ar fyrir fiskmjöls- og bollýsisframleiðsluna, en
auk þeirra ber að nefna sandsíiið (Ammodytes
lancea), sem Danir veiða í Norðursjó, 100—
150 þús. tonn á ári, loðnuna (Mallotus villosus)
við Norður-Noreg (1965: 210 þús. tonn) og við
Island (1966: 125 þús. tonn) og makríl við suður-
strönd Noregs.
Framleiðsla
Fiskmjölsframleiðsla sem iðnaður hefst ekki
fyrr en á þessari öld. Þegar á dögum Marco Polo
(14) var farið að fóðra húsdýr á þurrkuðum og
möluðum fiski í Austurlöndum, en ekkert sam-
band mun milli þeirrar framleiðslu og fiskmjöls-
iðnaðar nútímans.
Fiskmjölsiðnaður nútímans er fólginn í því að
breyta miklu, skjótfengnu magni af fiski í
geymslu- og markaðshæfa vöru. Ef hráefnið inni-
heldur innan við 2—3% fitu, þá nægir að þurrka
það eins og það kemur fyrir, mala það og sekkja.
Sé hins vegar um feitara hráefni að ræða, verður
að fara aðrar leiðir, skilja meginhluta fitunnar
frá próteín- og steinefnunum, áður en þeim er
breytt í mjöl. Gott fiskmjöl má ekki innihalda
meira en 10—11% fitu til þess að vera geymslu-
hæf og útgengileg vara.
Við framleiðsluna er greint á milli hvítfiskmjöls
(fish meals from white fish), sem yfirleitt er
unnið úr mögru hráefni, og feitfiskmjöls (fish
meals from oily fish). í fyrra flokknum er það,
sem við hér köllum þorskmjöl, og greint verður
frá hér á eftir, en í síðari flokknum er feitfisk-
mjöl, sem við vinnum úr síld, karfa og loðnu, en
aðrir framleiðendur auk þess úr ansjóvetu, sar-
dínu, menhaden, sandsíli, makríl o.fl., eins og
drepið hefir verið á hér að framan.
í töflu 5 er yfirlit um fiskmjölsframleiðsl-
una í heiminum, skipt í hvítfiskmjöl og feitfisk-
mjöl. Af þeirri töflu sést, að hvítfiskmjölsfram-
leiðslan hefir ekki aukizt mjög mikið á síðustu
árum, en hins vegar hefir framleiðslan á feitfisk-
mjöli sjöfaldazt frá 1948. Tafla 6 sýnir skiptingu
ársframleiðslunnar á 11 helztu framleiðslulöndin
TAFLA 5
Heimsframleiðsla og útflutningur á fiskmjöli
(5), (15).
World production and export of fish meals and
solubles (5), (15)
Framleiðsla í þús. tonnum Production in thousand metric tons Útflutningur Export
Hvítfiskmjöl Fish meals from white fish Feitfiskmjöl og soðkjarni Fish meals and solubles from oily fish Fiskmjöl og soðkjarni Fish meals and solubles total 1.000 tonn %
1938 95 555 650 151 23,2
1948 109 462 571 92 16,1
1958 200 1.196 1.396 596 42,7
1959 225 1.611 1.836 729 39,7
1960 252 1.750 2.002 953 47,6
1961 264 2.232 2.496 1.286 51,5
1962 273 2.612 2.885 1.652 57,3
1963 226 2.664 2.890 1.727 59,8
1964 259 3.401 3.660 2.398 65,5
1965 285 3.313 3.598 2.351 65,3
Fyrsta áratuginn eftir stríð dreifðist fram-
leiðsluaukningin á margar þjóðir. Gömlu fiskiðn-
aðarþjóðirnar juku þá framleiðslu sína talsvert,
einkum Japanir, Norðmenn og Bandaríkjamenn,
og nýjar þjóðir bætast í hópinn, t.d. Suður-Afríku-
og Sovétmenn. Á þessum árum getiun við sagt,
að um öra þróun hafi verið að ræða, en fram-
leiðsluaukningin verður svo gífurleg næsta ára-
tuginn, að framleiðslumagnið t. d. fimmfaldast
hjá okkur Islendingum og Sovétmönnum, sex-
faldast í Suður- og Suðvestur-Afríku, dregst
heldur saman hjá Bandaríkjamönnum, en fer úr
engu í eina og hálfa milljón tonna hjá Perú-
mönnum. Árið 1965 framleiða Perúmenn einir um
það bil jafnmikið af þessari vörutegund og öll
heimsframleiðslan var 6—7 árum áður.
Það er mjög athyglisvert fyrir okkur, að fisk-
mjölsframleiðslan lendir í stöðugt ríkara mæli á
heimsmarkaðinn. Þannig flytur Perú nær alla
sína framleiðslu út og ræður þar með langmestu
um verð á markaðinum.
á síðustu áratugum. Fyrir stríð var ekki um telj-
andi fiskmjölsframleiðslu að ræða nema í Japan,
Bandaríkjunum og Noregi. Alls framleiddu þess-
ar þjóðir árið 1938 um hálfa milljón tonna af
um 650 þús. tonna heimsframleiðslu. Þá fram-
leiddum við um 25 þús. tonn.
Mynd 2 sýnir hinn öra vöxt framleiðslu og út-
flutnings á fiskmjöli síðustu árin.
Bollýsisframleiðslan takmarkast auðvitað af
feitfiskveiðunum, en gríðarlegur munur er á fitu-
magni hinna ýmsu tegunda feitfiska eins og ég
minntist á hér á undan. T.d. gefa Perúansjóvetan