Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Page 186
184
TlMAR.IT VFl 1967
TAFLA 6
Fiskmjölsframleiðsla helztu framleiðslulandanna í þús. tonnum (5), (15)
Productixm of fish meals and solubles in principál production countries in thousand metric tons
(5), (15)
1938 1948 1958 1961 1962 1963 1964 1965
Perú — — 127 840 1.117 1.132 1.553 1.282
Japan 190 34 171 294 318 252 353 345
Noreg'ur .... 105 126 127 152 108 134 169 309
S.-SV. Afríka 2 8 98 188 212 246 266 279
Bandaríkin .. 183 190 333 373 383 319 287 307
Sovétríkin .. — 11 40 84 92 113 145 203
Island 25 41 44 71 103 92 127 174
Danmörk ... 1 11 66 58 88 96 124 129
Kanada 27 42 63 69 76 83 78 90
Chile — 1 18 58 92 107 174 93
Angola — 14 75 55 33 33 55 48
önnur lönd .. 117 93 234 254 263 280 318 339
Samtals 650 571 1.396 2.496 2.885 2.887 3.649 3.598
Heildarframleiösla og útflutningur á fiskmjöli
i þusundum fonna.
World Fish Meal Production and Export
in Thousand Metric Tons.
Mynd 2.
og Suður-Afríku-sardínan aðeins af sér 4—6%
lýsi, en síldin okkar fyrir norðan og austan 15
—20%. Þar sem aflaaukning síðustu ára er eink-
um fólgin í stórauknum ansjóvetuveiðum, þá hef-
ir bollýsisframleiðslan í heiminum ekki vaxið
hlutfallslega við fiskmjölsframleiðsluna. Skv.
töflu 7 hefir bollýsisframleiðslan fjórfaldazt frá
1948, en fiskmjölsframleiðslan rúmlega sexfald-
azt.
Tafla 8 sýnir framleiðslumagn bollýsis síðustu
áratugina eftir löndum. Þar kemur fram, að við
Islendingar vorum þriðji mesti framleiðandi bol-
lýsis árið 1965 á eftir Norðmönnum og Perú-
mönnum, en hins vegar vorum við þá 7. í röðinni
sem fiskmjölsframleiðandi.
Hlutfall okkar sem bollýsisframleiðanda helg-
ast af því, að við veiðum feitari fisk en flestir
aðrir.
Tafla 7 og mynd 3 sýna heimsframleiðslu og
útflutning á sjávardýrafeiti, flokkað eftir tegund-
um. Á heimsmarkaðinum keppir bollýsið m. a.
við hval- og lifrarlýsi, en samanlögð framleiðsla
allra þessara tegunda hefir á síðustu árum verið
um ein milljón tonna, en þar af hafa um 60%
lent í heimsverzluninni.
Sjávardýrafeiti skipar ekkert öndvegi í feit-
metisframleiðslu heimsins, hvorki að magni né
gæðum. Ársframleiðslan á öllu feitmeti úr jurta-
og dýraríkinu var 1965 um 36,6 milljónir tonna,
en öll sjávardýrafeiti um 1,1 milljón eða aðeins
um 3%. Þar eð bollýsið hefir enga þá eiginleika,
sem gerir það eftirsóknarverðara eða útgengi-
legra á heimsmarkaðinum en aðrar feitmetisteg-
undir, þá verður það hornreka hvert sinn, sem
framboð verður meira en eftirspum.