Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Blaðsíða 197
TlMARIT VFl 1967
195
FITA í BRÆÐSLUSÍLD SUNNAN- OG VESTANLANDS 1965 OG 1966 (42)
FAT CONTENT OF HERRING CAUGHT OFF THE SOUTH AND WEST COASTS OF ICELAND
1965 AND 1966
V. FITA-FAT
+ + +
o o o
JAN FEB MAR APR MAY JUN JUL AUG SEP OCT NOV DEC
Mynd 11.
7 mál í tonni. Þetta hefir oft valdið misskilningi
hjá sjómönnum og útgerðarmönnum. Þeir hafa
talið síldarkaupmenn eða verksmiðjurnar ganga
á hlut sinn (vega síldina lakt), en athuga ekki,
að hún var keypt eftir rúmmáli og þeim verð-
mætum, sem fengust úr þessu rúmmáli, hver svo
sem þungi síldarinnar var.
Á s.l. ári var breytt um, og öll bræðslusíld
er nú tekin á vog, og þar með er vonandi fyrr-
nefndur misskilningur úr sögunni, en umskiptin
kostuðu verksmiðjurnar á Norður- og Austur-
landi fulla tvo tugi milljóna króna. Þessi mis-
skilningur allur hefir þannig orðið nokkuð dýr,
en auðvitað fyrir mestu, ef tekizt hefir að eyða
honum að fullu.
Hér er enginn kostur að rekja rækilega öll
stig síldarvinnslunnar frá veiðum til mjölhúss og
lýsisgeyma. Flestir vita heilmikið um síldveið-
ar, en færri munu vita skil á því, að miklar breyt-
ingar urðu á löndun síldarinnar á síðasta ári.
Þá voru margir nýir og fljótvirkari kranar tekn-
ir í notkun og sjálfvirkar vogir settar á bryggj-
ur. 1 ár verður þessu væntanlega fram haldið.
Frá upphafi vega hefir varðveizla hráefnisins,
sem oft berst á land í þúsundum tonna á skömm-
um tíma, verið mikið vandamál hjá okkur og
Norðmönnum, sem reynum að taka á móti öllu
því síldarmagni, sem flotinn flytur að landi á
hverjum tíma. Gamla aðferðin við bræðslusíld
var að salta síldina í þrær, og þannig var hægt að
halda hráefninu nýtingarhæfu nokkurt skeið,
misjafnlega lengi eftir veðurfari. Með hagnýtingu
síldarsoðsins varð saltið ónothæft sem rotvarn-
arefni í bræðslusíld. Norðmenn tóku fyrst upp á
því að nota í staðinn blöndu af natríumnítrít-
upplausn í vatni og formalíni, og tókum við það
upp eftir þeim jafnóðum og soðvinnsla hófst
hér á landi.
Natríumnítrít er mjög rækilegt rotvarnarefni
og eykur geymsluþol síldarinnar meira en önnur
kunn rotvarnarefni, en efnið er mjög vandmeð-
farið, af því að bæði er það eitur í sjálfu sér og
getur myndað mjög sterkt eiturefni, dimethylnít-
rósamín, í síldarafurðunum, hættulegt búpeningi
(43).
Sjávarútvegsmálaráðuneytið hefir að tilstuðlan
Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins sett reglu-
gerð um notkun þessara rotvarnarefna í bræðslu-
síld, og komið hefir verið á fót víðtæku eftirlits-
kerfi í verksmiðjunum vegna rotvarna hráefnis-
ins.
Geymsla hráefnisins er enn mikið vandamál
og krefst fjölþættari rannsókna en enn hafa
verið unnar.
Stldarbrœðsla
Hin upprunalega bræðsluaðferð er fólgin í því,
að síldin er tekin inn í svokallaðan sjóðara, lá-
réttan strokk, 5—20 metra langan og x/2—1 metra
í þvermál. 1 honum er snigilskrúfa, sem flytur
efnið í gegnum strokkinn, en á leiðinni er gufu
hleypt í síldina og hún soðin á þennan hátt til