Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 198
196
TlMARIT VPl 1967
að losa um fituna og gera síldina pressuhæfa.
Með þessari beinu gufusuðu blandast um 150—
200 lítrar af þéttivatni í hvert tonn síldar.
Úr sjóðaramun fer síldarmaukið um síu í
pressu, sem er snigilpressa með einum snigh.
TJr pressunni kemur pressukaka, megin þurrk-
efni sildarinnar annars vegar, og hins vegar hef-
ir pressazt út vatn og fita, svokallaður pressu-
vökvi. Pressukakan var á fyrstu árum þurrkuð
í stóru keri eða potti, sem kynt var undir, en
snemma kom hverfiþurrkarinn til sögunnar.
Þurrkaða síldarhratið var síðan malað, því breytt
í mjöl og sekkjað.
Pressuvökvanum var hleypt í ker, hann hitað-
ur og látinn standa og lýsið fleytt ofan af, en
undanrennunni eða soðinu hleypt í sjóinn.
1 byrjun 4. tugs aldarinnar var farið að nota
skilvindur við lýsisvinnsluna í stað þess að fleyta
lýsið, og voru Islendingar einna fyrstir að til-
einka sér þá tækni í stórum stíl (44).
Með skilvindunum náðist meira og betra lýsi
úr pressuvökvanum en áður, en undanrennunni
var áfram hleypt í sjóinn.
Mönnum hefir verið ljóst frá upphafi, að um
20—30% af þurrefni hráefnisins færi forgörð-
um með síldarsoðinu, en það er fyrst á styrjaldar-
árunum síðari, að Bandaríkjamönnum tókst að
handsama það og nýta með því að framleiða með
eimingu úr soðinu svokallaðan soðkjarna (con-
densed fish solubles), sem er þykkur vökvi með
um 50% vatni og 50% þurrefni, aðallega próteíni.
Þessi vara reyndist auðug að vatnsuppleysanleg-
um vítamínum af B-flokki, einkum B^-vítamíni,
og afbragðs fóðurbætir. Próteíngæði soðkjarnans
eru hins vegar minni en síldarmjöls.
Dansk-bandaríski verkfræðingurinn, dr. Sven
Lassen, lagði grundvöllinn að soðkjarnavinnslunni
framar öllum öðrum og vísast til f jölmargra rit-
gerða hans um þau efni (45).
1 Bandaríkjunum eru framleidd árlega um 100
þús. tonn af soðkjarna, og er hann að langmestu
leyti notaður í fóðurblöndur í fljótandi ástandi
(með 50% vatnsinnihaldi). 1 öðrum framleiðslu-
löndum er soðkjarninn oftast þurrkaður með
pressukökunni í mjöl.
Hér á landi var mönnum það eins Ijóst og ann-
ars staðar, að með síldarsoðinu skoluðust mikil
verðmæti burtu, og voru snemma uppi ráðagerðir
um hagnýtingu þess, en úr framkvæmdum varð þó
hvorki hjá okkur né Norðmönnum fyrr en á 6.
áratugnum. Það, sem hindraði framkvæmdir á
þessu sviði hér, var lægðin í síldveiðunum norð-
anlands eftir stríð.
Fyrstu soðvinnslutækin voru tekin í notkun
hjá Lýsi & Mjöl h.f. í Hafnarfirði árið 1953 og
skömmu síðar hjá Síldar- og fiskimjölsverksmiðj-
unni h/f á Kletti í Reykjavík og í Akranes-
verksmiðjunni (45). Þetta voru tveggja og þriggja
þrepa eimarar (evaporators) af venjulegri gerð
(47), og voru þeir í fyrstu aðallega notaðir við
vinnslu á soðkjarna úr karfasoði, en sömu að-
ferðum er beitt við að vinna lýsi og mjöl úr
karfa (og karfaúrgangi) og síld og þurrefnis-
töpin svipuð með gömlu aðferðinni.
Hagnýting síldarsoðsins hófst hér að marki
upp úr 1957—1958. Þá er soðkjami fyrst unninn
hjá Síldarverksmiðjum ríkisins á Siglufirði og
árið eftir á Raufarhöfn, en almennt er síldar-
soðið ekki nýtt norðanlands og austan fyrr en
eftir 1960, þegar verulega tók að glaðna yfir
síldveiðimum. Sumar verksmiðjur fóru í fyrstu
þá leið að þurrka soðið óeimt með pressukök-
unni í mjölþurrkurunum, að vísu með misjöfn-
um árangri, en flestar stóru verksmiðjurnar hafa
nú sett upp sérstök soðeimingartæki.
Helztu atriðin í þróun síldarbræðslutækninn-
ar fram á 6. áratuginn eru þá þau, að snigil-
pressan kemur fram um 1910 (hér á landi í
Krossanesverksmiðjunni 1912), en dúkapressur
voru þó notaðar í sumum verksmiðjum hérlendis
fram undir 1930. Lýsisskilvindan er tekin í notk-
un í Bandaríkjunum um 1930 (48), en hér á
landi í 2 nýjum verksmiðjum 1935. Loks hefst
soðnýtingin í Bandaríkjunum um 1940, en hér
fyrst 13 árum síðar.
Með soðnýtingunni er horfið frá notkun salts
og farið að nota natríumnítrít og formalín til
rotvarnar hráefninu.
Á mynd 12 er sýnd sú tækni, sem beitt hefir
verið og nú er beitt við síldarbræðslu.
Sjóðari. 1 stað gömlu síldarsjóðaranna, einföldu
strokkanna með beinni gufusuðu, þá hefir verið
tekinn í notkun með soðnýtingunni hér á landi
sjóðari með gufukápu og holum gufusnigli. Bland-
ast nú ekkert þéttivatn hráefninu, og vökva-
magnið, sem skilja þarf og síðar eima, hefir
minnkað um fjórðung.
Forsía. Mest eru nú notaðar snigilsíur með
gatasigtum með 6—8 mm götum. Þróunin hefir
verið sú að auka síunina, vinda síldarmaukið
sem mest á undan pressu, en það eykur hins
vegar álag á mjölskilvindu.
Pressa. Nú eru nær eingöngu notaðar tveggja-
skrúfupressur. Þær hafa reynzt gangöruggari
en einnar-skrúfu pressurnar, einkum á misjöfnu
hráefni.
Skilvindur. Pressuvökvinn fór áður á hristi-