Tímarit Verkfræðingafélags Íslands - 01.12.1967, Qupperneq 200
198
TlMARIT VFl 1967
síur eða hverfisíur, en nú eru í stað síanna komn-
ar svokallaðar mjölskilvindur, sem skilja mun
betur föstu mjölefnin úr vökvanum en síurnar
gerðu. Lýsisskilvindumar hafa tekið litlum
stakkaskiptum siðustu áratugi, en þróunin virð-
ist nú stefna í þá átt, að nota afkastamiklar út-
skotsskilvindur með fullkominni sjálfvirkni. Tvær
stærðir slíkra skilvindna verða í notkun í 2 Aust-
fjarðaverksmiðjum nú í sumar. Stærri gerðin er
talin geta grófskilið um 12.000 lítra af pressu-
vökva á klst. og fínskilið um 5.000 lítra af lýsi
á klst.
Soðeimingartæki. Frá skilvindunum fer lýsið
sem fullunnin vara á geyma, en soðið til eimingar,
annaðhvort í mjölþurrkurum eða í sérstökum
eimingartækjum, en frá þeim fer soðkjarni með
um 30—35% þurrefni saman við pressukökuna
á undan þurrkara eða með um 50% þurrefni á
geymi, og er soðkjarninn orðinn markaðsvara,
þegar hann hefir verið sýrður með brennisteins-
sýru í pH = 4—5. Þannig setja Bandaríkja-
menn þessa vöru á markaðinn eins og áður var á
minnzt. Á árunum 1958—1962 fluttu Síldarverk-
smiðjur ríkisins út nokkurt magn af fljótandi
soðkjarna til Bandaríkjanna. Þá hafa þær einnig
unnið mjöl, soðmjöl, úr kjarnanum, aðallega fyrir
þýzkan markað, sem sótzt hefir eftir vítamínun-
um í soðkjamanum. Við þá framleiðslu fer soð-
kjarninn frá geyminum í úðaþurrkunartæki
(spray-drying equipment), sem lækka vatnsmagn
kjamans úr 50% í ca. 5%, án þess að spilla
bætiefnum hans. Soðmjölið verður að sekkja í
þétta plastpoka, því að það er mjög rakasækið og
verður aftur fljótandi, ef loft leikur um það.
Frá pressu fer pressukakan með 50—55% vatns-
innihaldi og 4—6% fitu í tætara, blandast síðan
mjölhrati frá mjölskilvindu og soðkjama frá
soðtækjum og fer til þurrkunar í olíukyntan
hverfiþurrkara á venjulegan hátt. Stundum eru
notaðir 2 þurrkarar, hvor á eftir öðram, sá síð-
ari hitaður með gufu í rörabelti. 1 gufuþurrkar-
anum er hitastig mun lægra en í eldþurrkaranum,
og viðkvæm efni varðveitast þar betur. Hér á
landi hafa ekki verið teknir í notkun svokallaðir
hverfidiskaþurrkarar (rotadisc-driers), sem náð
hafa nokkurri útbreiðslu erlendis (49).
Mjölmeðferð. Frá þurrkurunum fer mjölhratið
á hristisigti, sem skilur fínasta mjölið frá hrat-
inu, síðan á segul og í kvamir. Mest eru notaðar
hamrakvarnir með 7—8 mm gatastærð á mjölsigt-
unum. Þá er mjölið sekkjað í 50 kg pappírs-
poka og vegið. Pappírspokar, sem notaðir em hér
á landi undir síldarmjöl, em oftast 5-faldir, og
er þá eitt lagið plasthúðað til þess að draga úr
súrefnisupptöku mjölsins og sjálfshitnun.
Erlendis hafa nú sums staðar verið teknir í
notkun blöndimartumar til jöfnunar á efnainni-
haldi og mjölgæðum. Það hefir verið og er mikið
vandamál að staðla (standardisera) fiskmjöls-
framleiðsluna, draga úr öllu misræmi á efnainni-
haldi og útliti. Varðveizla á miklu magni af síld-
armjöli er enn illa leyst vandamál, sekkjun er
dýr og öll vinna við mjölið erfið og mannfrek.
Hér á landi hefir m. a. verið tekin upp sú aðferð
að hlaða síldarmjölspokum á lausa trépalla. Á
þann hátt er hægt að beita lyftumm við stöfl-
un og útskipun, og pallar mynda holrúm í mjöl-
geymslunum, sem draga úr sjálfshitnun í mjöl-
inu og gera geymslu þess öruggari.
Þróunin stefnir þó ótvírætt í þá átt, að fisk-
mjöl verði geymt umbúðalaust og flutt þannig
á markað á sama hátt og nú tíðkast með kom
og ýmsar fóðurblöndur. Til þess að það geti orð-
ið, þá verður að koma í veg fyrir hættulega
sjálfshitnun í mjöhnu, en hún verður aðallega í
mjöhnu nýju eða fyrstu vikumar eftir fram-
leiðslu og stafar af því, að súrefni loftsins geng-
ur í samband við fituna í mjölinu og getur valdið
bruna við vissar aðstæður (50).
Feitu og mjög þurm mjöh er hættast við sjálfs-
hitnun. Sé fitu- og rakastig mjölsins mjög mis-
jafnt, þá getur hluti mjölmagnsins verið það
kveikiefni, sem kemur yfirhituninni af stað.
Lausnin á vandamálum sjálfshitnunarinnar virð-
ist vera notkun geyma eða tækja til blöndunar og
jöfnunar á mjölinu.
Þá er mjög á dagskrá framleiðsla svokallaðra
mjölköggla (pellets) til geymslu og flutnings án
umbúða (51). Kögglar úr síldarmjöli hafa um
13% minna rúmtak en laust mjöl og um þriðj-
ungi minna rúmtak en sekkjað mjöl í stæðum
(52). Þá binzt mjölrykið í kögglunum, svo að
þeir eru hreinlegri í allri meðferð en laust mjöl
og rýrna minna. Hins vegar virðist sjálfshitnun
koma fram í mjölkögglum eins og í lausu eða
sekkjuðu mjöli, ef það hefir ekki náð að brjóta
sig, áður en því var breytt í köggla.
Það em uppi hugmyndir um það að hindra
sjálfshitnunina í mjölinu með því að úða í mjölið
svoköhuðum mótildunarefnum (antioxidants) áð-
ur en það er kögglað (53).
Lykteyðing. Nú þekkja menn orðið aðferðir til
þess að eyða ódauninum, sem berst frá þurrk-
unarkerfum fiskmjölsverksmiðjanna (54), en
hér er ekki tími til þess að gera þessu efni nein
skil. Það má þó benda á, að öruggasta lykteyð-
ingarleiðin mun vera sú að brenna fýluna úr loft-